Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Bráð barkaloksbólga á íslandi 1983-2005 Birgir Briem1(áður3) Örnólfur Þorvarðarson 2(áður 3) Hannes Petersen3/4 Höfundar eru allir háls-, nef- og eyrnalæknar Lykilorð: tilfelli, faraldsfræði, barkaloksbólga, Haemophilus influenzae týpa b, bólusetning. Grein þessi er lýsing á rannsókn, Acute epiglottitis in lceland 1983-2005, sem fyrst birtist í tímaritinu Auris, Nasus, Larynx 2009; 36: 46-52, sem hefur útgáfurétt og hefur veitt heimild til birtingar í Læknablaðinu. Læknablaðið fylgir við birtingu þessarar greinar leiðbeiningum Alþjóðasamtaka ritstjóra læknablaða: www.icmje.org/ publishing_4overlap.html ’Háls-, nef- og eyrnadeild, Rikshospitalet, Osló, Noregi. 2Háls-, nef- og eyrnadeild, Akademiska Sjukhuset, Uppsala, Svíþjóð. hHáls-, nef- og eyrnadeild Landspítala, Dósent í Anatómiu 4Læknadeild Háskóla íslands, Reykjavík, ísland. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Hannes Petersen, háls-, nef-, og eyrnadeild Landspítala, 104 Reykjavík. Sími +354 543 7383 hpet@hi.is Ágrip Inngangur: Barkaloksbólga er bráðasjúkdómur sem hafa verður í huga hjá sjúklingum með öndunarerfiðleika eða í andnauð. Nýgengi sjúk- dómsins hefur minnkað, sérstaklega meðal barna, og er því helst að þakka bólusetningu gegn Haemophilus influenzae týpu b (Hib) bakteríunni. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa breytingum á faraldsfræði bráðrar barkaloksbólgu á Islandi á tímabilinu frá 1983-2005. Efniviður og aðferðir: Fundnir voru sjúklingar með útskriftarsjúkdómsgreininguna bráða barka- loksbólgu. Skoðaðar og skráðar voru breyt- urnar: aldur, kyn, mánuður/ár greiningar, rækt- unarsvör, meðhöndlun öndunarvega, innlögn á gjörgæsludeild, sýklalyfjaval, lengd sjúkra- hússdvalar, tíðni meiriháttar fylgikvilla og dánar- tíðni. Niðurstöður: Fimmtíu og sjö sjúklingar fundust (árlegt nýgengi 0,93/100.000 íbúa). Meðalaldur var 33,3 ár (1-82). Eftir að bólusetning gegn Hib, í ungbarnavernd árið 1989, hætti sjúkdómurinn að greinast í börnum. Tíðni sjúkdómsins hjá fullorðnum hefur sýnt ómarktæka aukningu á tímabilinu sem skoðað var. Fyrir upphaf bólusetningar var Hib algengasta bakterían sem ræktaðist frá sjúklingum með bráða barka- loksbólgu en hefur ekki ræktast síðan 1991, en streptococcus bakteríur greinst sem algengasti orsakavaldur. Meðaldvöl á sjúkrahúsi var 5,05 nætur og voru 51% sjúklinga lagðir á gjörgæslu. Meiriháttar fylgikvillar voru sjaldgæfir og dánartíðni 0%. Alyktun: A tímabilinu hafa orðið meiriháttar breytingar á faraldsfræði bráðrar barkaloksbólgu á Islandi. Aður var sjúkdómurinn algengari hjá bömum en fullorðnum en eftir upphaf bólu- setninga gegn Hib bakteríunni greinist hann nær eingöngu hjá fullorðnum. Meðferð hefur löngum verið umdeild, en samantekt okkar bendir til þess að óhætt sé að vakta sjúklinga með væg/ meðalvæg einkenni án öndunarfæraíhlutunar. Inngangur Bráð barkaloksbólga er sýking sem veldur bólgu og bjúg á barkaloki og í aðliggjandi vef ofan raddbanda. Mikilvægt er að læknar séu á varðbergi gagnvart sjúkdómnum vegna hættu á hraðri og lífshættulegri þrengingu efri loftvega. Einkenni sjúkdómsins geta verið breytileg, allt frá vægum hita og hálssærindum til verulegra kyngingar- og öndunarörðugleika.1"9 Aður greindist sjúkdómurinn helst hjá ungum börnum og algengasti orsakavaldur var bakterían Haemophilus influenzae týpa b (Hib). Eftir að þróað var bóluefni gegn Hib (kom á markað 1985) og bóluefnið tekið í notkun í ungbarnavernd hefur faraldsfræði sjúkdómsins breyst verulega.5'7'840'19 Rannsóknir hafa sýnt mikla fækkun tilfella hjá börnum en tilfeilum hjá fullorðnum annaðhvort fjölgað1'7'11 eða þau staðið í stað.312 Enn greinast stöku tilfelli af barkaloksbólgu af völdum Hib, bæði í fullorðnum og börnum, sem að einhverju leiti er hægt að rekja til misheppnaðrar bólusetningar.8'13'17'18 Hins vegar hafa Streptococci sp. bakteríur tekið við sem langalgengasti orsakavaldur bráðrar barkaloksbólgu. Meðferð bráðrar barkaloksbólgu hefur löng- um verið umdeild. Gefin eru sýklalyf í æð og stuðningsmeðferð en reglur verið mjög breyti- legar eftir sjúkrahúsum er kemur að því hvaða sjúklinga á að vakta á gjörgæsludeild og hvenær eigi að grípa irtn og tryggja öryggi öndunarvega með barkaþræðingu eða barkaskurði. Bráð barkaloksbólga er fremur sjaldgæfur en lífshættulegur sjúkdómur. Faraldsfræði sjúk- dómsins hefur breyst verulega á undanförnum áratugum og skilningur lækna á þessum breyting- um er mikilvægur þegar kemur að greiningu og meðferð. Markmið rannsóknarinnar var að meta breytingar á faraldsfræði og meðferð bráðrar barkaloksbólgu á íslandi á 23 ára tímabili, frá 1983 til 2005. Efniviður og aðferðir Leitað var í sjúkraskrám Landspítala (áður Landspítali, Sjúkrahús Reykjavíkur, Landa- kotsspítali og Borgarspítali) að útskriftargrein- ingunni bráð barkaloksbólga (ICD-9 464.3 og ICD-10 J051), en leitin náði til bæði barna- og fullorðinsdeilda. Að auki voru samráðskvaðningar á háls-, nef- og eyrnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri kannaðar með tilliti til sömu greininga. LÆKNAblaöið 2010/96 405
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.