Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 46
UMRÆÐA O G FRÉTTI FLÝTIBATAMEÐFERÐ R Sveinn Geir Einarsson svæfingalæknir. sjúklingarnir fara að dreypa á, borða og á fætur mun fyrr en áður var. Reynt er að forðast óþarflega langa föstu fyrir aðgerð og að halda regluna 6 klst á fasta fæðu og 2 klst á vökva. Sjúklingarnir fá orkudrykki fyrir og nokkra daga eftir aðgerð. Við aðgerðir á smágirni og ristli var hin hefðbundna aðferð fólgin í því að láta sjúklinginn fasta lengi á eftir til að reyna sem minnst á tengingar. Flýtibatameðferðin snýst hins vegar um að koma allri líkamsstarfsemi sem fyrst í eðlilegt horf og í rauninni er hún aldrei stöðvuð heldur nýtt við bataferlið. Þetta getur stytt legutíma sjúklinga um meira en helming auk þess sem sjúklingnum líður miklu betur og nær sér að öllu leyti miklu fyrr," segir Sveinn Geir. „Svæfingin er einnig lykilatriði við flýtibata- meðferð því þar stjórnar maður að miklu leyti hvernig eftirbatinn gengur fyrir sig. Svæf- ingalæknirinn er eins og kokkur. Gæðin felast í smátriðunum þar sem hann blandar saman svæfingalyfjum, sterkum verkja- lyfjum og ógleðifyrirbyggjandi lyfjum allt eftir þörfum sjúklingsins. í góðri svæfingu notar svæfingalæknirinn líka deyfingu alls staðar þar sem henni verður við komið. Með notkun deyfinga meðan á aðgerð stendur þarf minna af svæfinga- og verkjalyfjum til að halda sjúklingnum mátulega sofandi sem leiðir af sér fljótari og notalegri vöknun. Með þessu móti getur sjúklingurinn haft fótavist strax fyrsta kvöldið, hann getur dreypt á orkudrykk og byrjað að borða daginn eftir. Lykilatriðið er að nota sem minnst af þungum verkjalyfjum, sem deyfa meltingarveginn, auka líkur á ógleði og geta í rauninni tafið batann um marga sólarhringa." Sveinn Geir segir skipta miklu máli við flýti- batameðferðina að aðgerðirnar séu framkvæmdar af teymi sem virki eins og vel smurð keðja. „Því fleiri endurtekningar því betra. Þannig fæst nauðsynleg þjálfun og hraði. Mín skoðun er sú að hér á landi eigi skurðstarfsemi einungis að vera á tveimur stöðum, á Reykjavíkursvæðinu (þar með talið Akranesi) og á Akureyri." Sveinn segir að flýtibatameðferð hafi geysi- lega jákvæð áhrif á alla þætti þjónustunnar. „Þetta virkar einstaklega hvetjandi á lækna og hjúkrunarfólk því árangurinn er svo ótrúlega mikill og góður. Þetta er miklu betra fyrir sjúklinginn því honum líður miklu betur og umönnunin verður miklu auðveldari. Fyrir stjórn- endur sjúkrahúsanna er ávinningurinn augljós því þetta styttir legutíma sjúklinga um allt að helming, umsetningin verður meiri og hægt að framkvæma fleiri aðgerðir. Flýtibatameðferð á við um allar tegundir aðgerða og allar tegundir sjúklinga. Það er enginn sjúklingahópur eða aðgerð sem flýtibatameðferð nær ekki til. Þetta er einfaldlega önnur og betri nálgun en sú sem við höfum beitt undanfarna áratugi. Það er ekkert sem mælir gegn þessu annað en mannleg tregða við að tileinka sér breytingar. Hún er á hröðu undanhaldi eftir því sem árangurinn verður augljósari." Læknadagar 2011 Á Nordica Hilton 24.-28. janúar. 434 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.