Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 3
Rannsóknarstofa í bráðafræðum
Á vísindadögum Landspítala nú í byrjun maí var skrifað undir samning milli spítalans og
heilbrigðissviðs Háskóla íslands um stofnun rannsóknarstofu í bráðafræðum. Undir samninginn
skrifuðu Sigurður Guðmundsson forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla fslands, Guðlaug Rakel
Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri slysa- og bráðasviðs Landspítala, Björn Zoéga forstjóri spítalans
og Kristján Erlendsson sviðstjóri kennslu- og vísindasviðs Landspítala. Að sögn Kristjáns er
hugmyndasmiður þessa verkefnis Brynjólfur Mogensen yfirlæknir á bráðadeild en samkvæmt
samningnum mun rannsóknarstofan taka til starfa í haust.
■■^■LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS ■■■^■■1
Guðný Guðmundsdóttir (f. 1970) býr í Berlín þar sem
hún starfar að myndlist sinni. Hún faest einkum við
teikningar eða verk sem spretta úr þeim grunni sem
tekur á sig mynd i teikningum.
Vinnuaðferð hennar er eins konar
spuni þar sem eitt leiðir af öðru
í sjálfsprottnu ferli. Hún byrjar á
einum stað í fyrirfram gefnu formi
eða hugmynd sem vindur upp á sig
og allt að því ósjálfráð keðjuverkun
ræður því hver nióurstaðan verður.
Teikningar hennar eru iðulega
mjög stórar, langar og miklar arkir.
Guðný teygir teikninguna út í þrívíð
form sem lúta sömu lögmálum, frá
örkum sem hengdar eru á vegg
og út á mitt gólf sýningarsalanna.
Röðum tengdra eininga er tvinnað
saman og áhorfandinn rekur
slóðina á milli tvívíðra og þrívíðra
forma, skúlptúra, byggingarmódela
eða annars konar forma. Allt
einkennist af forgengileika enda efnin viðkvæm og
strúktúrarnir veikburða. Sums staðar má greina augljós
fígúratíf mótíf, manneskjur, dýr og húsakynni en þess á
milli ríkir súrrealísk fantasía. Guðný hefur lengi fengist
við ímyndaða innviði húsakynna og skapað líkön af
rýmum sem stangast á við hefðbundna rökhugsun
í byggingu og gefa þannig til kynna hugmynd um
andlega eða draumkennda vídd. í teikningunni
sem Guðný vann sérstaklega fyrir
Læknablaðið og kallar Amo (2010)
er flókinn myndheimur listamannsins
einfaldaður niður í eitt stakt mótíf, kött
sem lent hefur í einhverju óhappi og
þurft hefur að sauma sár á vanganum.
Beygingarmyndir sagnarinnar að
elska eru skrifaðar upp á latínu hjá
kettinum, amo, amas, amat... Um
teikninguna segir Guðný að hún sé af
einhverjum sem hefur þurft að berjast
fyrir ástina. Það er ekki langt að sækja
rómantík og Ijóðrænu enda Guðný
sérstakur áhugamaður um Ijóðlist og
hefur sjálf fengist við að yrkja. Þá eru
teikningar hennar undir áhrifum frá
myndskreytingunum sem mörgum
ættu að vera kunnar úr Skólaljóðunum.
Svona leiðir Guðný áhorfendur áfram
með kunnuglegum stefum milli þess sem hún gefur
ímyndunaraflinu lausan tauminn.
Markús Þór Andrésson
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
www. laeknabladid. is
Hlíðasmára 8,
201 Kópavogi
564 4104-564 4106
Útgefandi
Læknafélag íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Jóhannes Björnsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Anna Gunnarsdóttir
Bryndís Benediktsdóttir
Engilbert Sigurðsson
Gunnar Guðmundsson
Inga S. Þráinsdóttir
Tómas Guðbjartsson
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður og Ijósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Dögg Árnadóttir
dogg@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1700
Áskrift
9.500,- m. vsk.
Lausasala
950,- m. vsk.
Prentun, bókband
og pökkun
Oddi,
umhverfisvottuð
prentsmiðja
Höfðabakka 3-7
110 Reykjavík
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að
birta og geyma efni blaðsins á
rafrænu formi, svo sem á netinu.
Blað þetta má eigi afrita með
neinum hætti, hvorki að hluta né í
heild án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru
skráðar (höfundar, greinarheiti og
útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna:
Medline (National Ubrary of
Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation
Reports/Science Edition og
Scopus.
The scientific contents of the
lcelandic Medical Journal are
indexed and abstracted in
Medline (National Ubrary of
Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation
Reports/Science Edition and
Scopus.
ISSN: 0023-7213
LÆKNAbiaðiö 2010/96 391