Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 38
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR HEIMILISLÆKNAR Á SELFOSSI Heimilislækningar eru skemmtilegt starf - segja heimilislæknishjónin á Selfossi Á Selfossi búa og starfa læknishjónin Arnar Þór Guðmundsson og Jórunn Viðar Valgarðsdóttir. Þau eru bæði sérmenntuð í heimilis- lækningum og hafa starfað við Heilbrigðisstofnun Suðurlands frá árinu 2005 eftir sérnám í Svíþjóð. Læknablaðið heimsótti þau rétt í kjölfar þess að ný og glæsileg heilsugæslustöð var tekin í notkun í Selfossi í apríl. Hávar Sigurjónsson „Við sáumst fyrst daginn sem haldin var kynning á læknanáminu í háskólanum. Ég var á leiðinni vestureftir þegar ég sá hana hjóla yfir Tjamarbrúna, og svo veitti ég henni aftur athygli þegar við vorum á kynningarfundinum og síðan sátum við saman á lessalnum nokkrum vikum seinna þegar læknanámið var hafið. Eftir það varð ekki aftur snúið," segir Arnar og Jórunn kinkar kolli brosandi. Og hvernig gekk ykkur námið? Þau skellihlæja bæði tvö og viðurkenna að þetta haust hafi námið setið á hakanum. „Við fórum í fjallgöngur, skemmtum okkur og höfðum það gott. Við vorum bara upptekin hvort af öðru og námið var ekki tekið alvarlega fyrr en haustið eftir. Þá tókum við þetta með trompi," segir Jórunn. Jórunn er dóttir læknishjónanna Katrínar Fjeldsted og Valgarðs Egilssonar og ólst upp í London til tíu ára aldurs, þar sem hún gekk í skóla „a la Harry Potter" eins og hún segir. „Við klæddumst skólabúningi, gengum með bindi og sungum God save the Queen á hverjum morgni. Það voru talsverð viðbrigði að flytja til íslands og fara í Melaskólann. Móðurfjölskyldan er úr Reykjavík í marga ættliði en fjölskylda pabba er úr Suður-Þingeyjarsýslu og þar á ég líka sterkar rætur." Arnar er uppalinn í Kópavogi og Garðabæ, en rekur ættir sínar að Hurðarbaki í Flóa, hann bendir útum gluggann á nýju skrifstofunni sinni og segir að handan við Ölfusána hafi amma hans búið í gulu og bláu húsi niður við árbakkann. „Þar var ég oft í heimsókn sem krakki og ólst upp við að héðan væri ég upprunninn. Amma var frá Hurðarbaki og þar er pabbi fæddur. Systkini ömmu voru mörg og afkomendur þeirra eru margir og búa flestir hér á svæðinu." „Hartn á alveg ótrúlega marga ættingja hérna," skýtur Jórunn inn í. „Ég hef eiginlega fyrst verið að átta mig á því eftir að við settumst hér að," segir hann. „Ég þekkti ekki persónulega nema lítinn hluta af þessu fólki áður." Hrúturinn Pjakkur Þau segjast ekki hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að velja heimilislækningar sem sérgrein heldur hafi þetta þróast í sömu átt fyrir hálfgerða tilviljun. „Ég var ákveðinn í að verða læknir frá því ég var fimmtán ára," segir Arnar. „Ákvörðunin um að velja heimilislækningar þróaðist síðan í læknanáminu og ég var orðinn alveg fullviss um að þetta myndi henta mér best og vera skemmtilegast um það leyti sem ég var að útskrifast úr læknadeildinni. Við Jórunn fórum svo út á land í afleysingar og þar sannfærðist ég enn frekar því það var mjög góð reynsla." Jórunn segir að hún hafi haft góða fyrirmynd í móður sinni sem er heimilislæknir. „Hún rak nú engan áróður fyrir sérgreininni en það var gott fordæmi að hún hefur alltaf verið mjög ánægð í sinni vinnu. Ég var ákveðin í að verða læknir strax í menntaskóla en var að velta ýmsum sérgreinum fyrir mér fram eftir læknanáminu" Hún rifjar upp að þegar hún var 17 ára hafi hún verið skiptinemi á Hawai í einn vetur og gefið þar út opinbera yfirlýsingu um val á sérgrein. „Það var tekið viðtal við mig í dagblaði og þar sagðist ég ætla að verða lýtalæknir." Hún hlær og bregður fyrir sig amerískum hreim; „Plastic surgeon, mjög amerískt." Eftir hefðbundið kandídatsár fóru þau austur á Þórshöfn á Langanesi í afleysingar og líkaði það báðum mjög vel. „Það var mjög skemmtilegur tími og ótrúlega mikil og góð reynsla," segir Arnar. Þau rifja upp minnisstæða heimsókn á bæ í Laxárdal í Þistilfirði þar sem gömul mynd á vegg af hrút vakti athygli þeirra. „Pabbi hafði stundum 426 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.