Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Meðalaldur sjúklinga með bráða barkaloks-
bólgu jókst verulega milli tímabilanna fyrir og
eftir upptöku bólusetningar, úr 20 árum (staðal-
frávik 23) í 42 ár (staðalfrávik 19). Þessi munur \'ar
marktækur (p=0,001).
Kyn og árstíöir
Fleiri karlar en konur fengu bráða barkaloksbólgu
á tímabilinu sem skoðað var (58% vs 42%). Þetta
gefur hlutfallið 1,4:1 körlum í hag. Tilhneiging var
til aukinnar tíðni sjúkdómsins yfir vetrarmánuði
samanborið við aðrar árstíðir. Flest tilfelli greind-
ust í desembermánuði (9 tilfelli) og á eftir komu
janúar, febrúar og mars (6 tilfelli hver) (mynd 4).
Vetrarmánuðirnir (desember-febrúar) áttu 37% af
tilfellunum, vormánuðirnir (mars-maí) og haust-
mánuðirnir (september-nóvember) 23% en fæstir
sjúklingar greindust yfir sumartímann (júní-
ágúst), 17%. Arstíðasveiflur voru ekki marktækar.
Skjpting sjúUinga slUr aldrt
-------------------v---------------------- --------------------------------v----------v--------
OtoB 10lo19 70 toTfl 30lo3B 40 to 49 50k>Sð OOIoOB 70lo7B >80
AJdurtiópjr
Mynd 3. Sjúklingar sem greindust með bráða barkalokubólgu á rannsóknartímabilinu
flokkaðir eftir aldri.
Mánudur sjúkdómsgreíningar
Meöhöndhtn öndunarvega og gjörgæsla
Háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala hefur
ekki haft fastmótaðar reglur um hvenær
tryggja á öryggi öndunarvega sjúklinga með
bráða barkaloksbólgu með barkaþræðingu eða
barkaskurði eða hvenær leggja á sjúklinga inn á
gjörgæslu til vöktunar. Hér er hvert tilvik fyrir
sig metið og ákvörðun tekin á grunni ástands
sjúklings. Meirihluti sjúklinganna á tímabilinu
sem skoðað var þurfti ekki á sértækri meðhöndl-
un öndunarvega að halda (40/57). Fimmtán
sjúklingar voru barkaþræddir og tveir gengust
undir barkaskurð. Ellefu af 15 barkaþræddum
sjúklingum voru 5 ára við greiningu. Hinir fjórir
voru fullorðnir (43,46,48 og 65 ára að aldri).
Sjúklingarnir tveir sem gengust undir barkaskurð
voru 22 og 23 mánaða gamlir, meðhöndlaðir 1986
og 1987. Öll börn á rannsóknartímabilinu sem
voru yngri en 10 ára (13) fengu meðhöndlaðan
öndunarveg með ofannefndum hætti. Meðalaldur
sjúklinga sem voru barkaþræddir/barkaskornir
var 13 ár (staðalfrávik 22) ár en miðgildi 2 ára. Af
full-orðnum sjúklingum með bráða barkabólgu
voru 10% (4/41) barkaþræddir en enginn gekkst
undir barkaskurð. Níu af 15 sjúklingum (60%)
sem voru barkaþræddir reyndust hafa jákvæða
ræktun fyrir Hib, hjá 1 ræktaðist Streptococcus gr.A
og 3 höfðu neikvæðar ræktanir. Annar af tveimur
sjúklingum sem gengust undir barkaskurð var
jákvæður fyrir Hib en hinn með neikvæðar ræk-
tanir. Af 13 sjúk-lingum með jákvæða ræktun
fyrir Hib, reyndust 10 (77%) þurfa annaðhvort
barkaþræðingu eða barkaskurð til að tryggja
öryggi öndunarvega.
Tuttugu og níu af 57 sjúklingum voru lagðir
inn á gjörgæsludeild (51%). Aðrir sjúklingar voru
Mynd 4. Fjöldi tilfella barkaloksbólgu eftir mánuði greiningar.
lagðir inn á háls-, nef- og eyrnadeild, almenna
lyflæknisdeild eða bamadeild. Fyrir upphaf
bólusetningar gegn Hib lögðust 17/23 sjúklingum
(74%) inn á gjörgæslu en eftir upphaf bólusetn-
ingar voru samsvarandi tölur 12/34 (35%). Allir
sjúklingar með bráða barkaloksbólgu sem voru
yngri en 10 ára voru lagðir inn á gjörgæsludeild en
15/41 fullorðnum sjúklingum (37%).
Ræktunarsvör
Tuttugu og sex sjúklingar (46%) höfðu annaðhvort
jákvæða ræktun úr hálsstroki eða blóðræktun. Al-
gengasta bakterían sem ræktaðist var Haemophi-
lus influenzae sem var orsakavaldur hjá 13 af 26
sjúklingum með jákvæða ræktun. Streptococci sp.
var orsakavaldur í 35% tilvika og aðrar bakteríur
í 15%. Fjörutíu sjúklingar höfðu bæði neikvæða
hálsræktun og blóðræktun en upplýsingar vantaði
fyrir 14 % sjúklinga.
LÆKNAblaðið 2010/96 407