Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 12
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Mynd 1. Helstu eitla- stöðvar í miðmæti. Við miðmætisspeglun er hægt að ná til efstu stöðvanna, 2, 3, 4 og 7. Byggt á Naruke og lítillega breytt.9 Myndin hefur áður birst í heimild og er birt með leyfi útgefenda. skurðdauði (operative mortality). Einnig var kann- að hversu margir sjúklingar létust í sömu legu (hospital mortality). Vefjasýni voru skoðuð í vafatilfellum en annars stuðst við vefjasvör. Eitlastöðvar voru flokkaðar samkvæmt flokkun Mountain og Dresler (sjá mynd l).9 Við tölfræðiúrvinnslu var notast við tölvufor- ritið Excel og kí-kvaðrat og t-próf notuð við samanburð á hópum. Öll tilskilin leyfi lágu fyrir áður en rannsóknin hófst, meðal annars frá Persónuvernd, Siðanefnd Landspítala og frá fram- kvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Af 261 aðgerð voru 159 framkvæmdar á körlum (60,9%). Meðalaldur fyrir bæði kyn var 59 ár (bil 11-89 ár) (tafla I). Aðgerðum fór fjölgandi eftir því sem leið á tímabilið, eða úr 16 aðgerðum á árunum 1983-1987 í 85 aðgerðir 2003-2007 (p<0,01). Aðgerðirnar voru framkvæmdar af sjö skurð- læknum sem framkvæmdu á bilinu 6-83 aðgerðir hver (miðgildi 27,5 aðgerðir). Hjá 24 sjúklingum Tafla I. Yfirlit yfir sjúklinga og algengustu fylgikvilla eftir261 miðmætisspeglun á Islandi 1983-2007. Sjúklingar geta haft fleiri en einn fylgikvilla. Gefinn er upp fjöldi og % / sviga. Fjöldi sjúklinga 261 Karlar 159(60,9) Meðalaldur, ár (bil) 59 (11-89) Fylgikvilli Fjöldi (%, n/261) Flæsi 4(1,5) Loftbrjóst 1(0,3) Sýking 1(0,3) Blæðing 3(1,1) Tíðni fylgikvilla 7(2,7) Dauði <30 daga 2(0,76) (9,2%) var rannsóknin framkvæmd með aðstoð holsjár sem tengd var við sjónvarp. Sýni voru tekin með töngum og minni blæðingar stöðvaðar með rafhníf og sellúlósa-grisjum (Surgicel®). Sjúklingar voru yfirleitt svæfðir með hefðbund- inni berkjurennu en eftir 2005 var í 14 tilfellum komið fyrir tvíopa berkjurennu í upphafi svæf- ingar og miðmætisspeglun framkvæmd í sömu svæfingu og brottnám blaðs eða lunga. Mynd 2 sýnir ábendingar aðgerðanna eftir tímabilum. Stigun lungnakrabbameins reyndist algengasta ábendingin á öllum tímabilum, eða í 61,3% tilfella, en þar á eftir kom uppvinnsla á fyrir- ferð í miðmæti (24,5%). Aðrar ábendingar voru sjaldgæfari. Miðgildi aðgerðartíma var 30 mínútur (bil 10- 320) og miðgildi legutíma einn sólarhringur. Alls útskrifuðust 7,3% sjúklinga samdægurs og 49,1% til viðbótar innan sólarhrings. í 17 aðgerðanna (6,5%) voru engin sýni tekin, oftast vegna þess að eitlar fundust ekki eða að ekkert óeðlilegt sást við speglunina. Á myndum 3 og 4 er sýnd skipting fyrir bæði góð- og illkynja vefjagreiningar hjá þeim 244 sjúklingum þar sem vefjasýni lá fyrir. Meðal illkynja greininga voru lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabba- mein (ÖES) algengust (23,8%) en þar á eftir mein- vörp frá öðrum krabbameinum (9,0%), smáfrumu- krabbamein (4,1%) og eitilkrabbamein (2,9%). Þegar ekki var um illkynja sjúkdóma að ræða voru ósérhæfðar breytingar algengasta greiningin (33,6%), og sarklíki greindist hjá 12,7% sjúklinga. Eðlilegir eitlar sáust hjá 7,8% sjúklinga en 6,1% höfðu aðra góðkynja sjúkdóma eins og til dæmis berkla, æxli í hóstarkirtli og Castleman's sjúkdóm. Sýni voru oftast tekin frá eitlastöð 4 hægra megin eða í 46,7% tilvika, þar á eftir frá eitlastöð 4L (20,9%) og eitlastöð 3 (16,4%) (mynd 1). Hjá 95 sjúklingum vantaði upplýsingar um hvaðan eitilsýni var tekið og í 17 tilvika voru engin sýni tekin (sjá áður). Meðalfjöldi eitlastöðva sem tekin voru sýni frá í hverri aðgerð var 1,7 (bil 1-4). Þegar stigunaraðgerðir vegna lungnakrabbameins voru skoðaðar sérstaklega voru að meðaltali tekin sýni frá 1,8 eitlastöð, eða frá 1,4 eitlastöð á tímabilinu 1998-2002 samanborið við 2,2 eitlastöðvar tíma- bilið 2003-2007 (p<0,01). Alls greindust sjö sjúklingar af 261 með fylgi- kvilla (2,7%) og tveir sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (0,76%). I töflu I eru sýndir algeng- ustu fylgikvillamir. Algengust var vinstri radd- bandalömun (1,5%), næst á eftir blæðingar (1,1%), síðan loftbrjóst og lungnabólga. Af fjórum sjúklingum með hæsi lagaðist einn innan átta mánaða og annar varð betri eftir innspýtingu teflons í raddband. Fyrir hina tvo 400 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.