Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2010, Side 12

Læknablaðið - 15.06.2010, Side 12
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Mynd 1. Helstu eitla- stöðvar í miðmæti. Við miðmætisspeglun er hægt að ná til efstu stöðvanna, 2, 3, 4 og 7. Byggt á Naruke og lítillega breytt.9 Myndin hefur áður birst í heimild og er birt með leyfi útgefenda. skurðdauði (operative mortality). Einnig var kann- að hversu margir sjúklingar létust í sömu legu (hospital mortality). Vefjasýni voru skoðuð í vafatilfellum en annars stuðst við vefjasvör. Eitlastöðvar voru flokkaðar samkvæmt flokkun Mountain og Dresler (sjá mynd l).9 Við tölfræðiúrvinnslu var notast við tölvufor- ritið Excel og kí-kvaðrat og t-próf notuð við samanburð á hópum. Öll tilskilin leyfi lágu fyrir áður en rannsóknin hófst, meðal annars frá Persónuvernd, Siðanefnd Landspítala og frá fram- kvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Af 261 aðgerð voru 159 framkvæmdar á körlum (60,9%). Meðalaldur fyrir bæði kyn var 59 ár (bil 11-89 ár) (tafla I). Aðgerðum fór fjölgandi eftir því sem leið á tímabilið, eða úr 16 aðgerðum á árunum 1983-1987 í 85 aðgerðir 2003-2007 (p<0,01). Aðgerðirnar voru framkvæmdar af sjö skurð- læknum sem framkvæmdu á bilinu 6-83 aðgerðir hver (miðgildi 27,5 aðgerðir). Hjá 24 sjúklingum Tafla I. Yfirlit yfir sjúklinga og algengustu fylgikvilla eftir261 miðmætisspeglun á Islandi 1983-2007. Sjúklingar geta haft fleiri en einn fylgikvilla. Gefinn er upp fjöldi og % / sviga. Fjöldi sjúklinga 261 Karlar 159(60,9) Meðalaldur, ár (bil) 59 (11-89) Fylgikvilli Fjöldi (%, n/261) Flæsi 4(1,5) Loftbrjóst 1(0,3) Sýking 1(0,3) Blæðing 3(1,1) Tíðni fylgikvilla 7(2,7) Dauði <30 daga 2(0,76) (9,2%) var rannsóknin framkvæmd með aðstoð holsjár sem tengd var við sjónvarp. Sýni voru tekin með töngum og minni blæðingar stöðvaðar með rafhníf og sellúlósa-grisjum (Surgicel®). Sjúklingar voru yfirleitt svæfðir með hefðbund- inni berkjurennu en eftir 2005 var í 14 tilfellum komið fyrir tvíopa berkjurennu í upphafi svæf- ingar og miðmætisspeglun framkvæmd í sömu svæfingu og brottnám blaðs eða lunga. Mynd 2 sýnir ábendingar aðgerðanna eftir tímabilum. Stigun lungnakrabbameins reyndist algengasta ábendingin á öllum tímabilum, eða í 61,3% tilfella, en þar á eftir kom uppvinnsla á fyrir- ferð í miðmæti (24,5%). Aðrar ábendingar voru sjaldgæfari. Miðgildi aðgerðartíma var 30 mínútur (bil 10- 320) og miðgildi legutíma einn sólarhringur. Alls útskrifuðust 7,3% sjúklinga samdægurs og 49,1% til viðbótar innan sólarhrings. í 17 aðgerðanna (6,5%) voru engin sýni tekin, oftast vegna þess að eitlar fundust ekki eða að ekkert óeðlilegt sást við speglunina. Á myndum 3 og 4 er sýnd skipting fyrir bæði góð- og illkynja vefjagreiningar hjá þeim 244 sjúklingum þar sem vefjasýni lá fyrir. Meðal illkynja greininga voru lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabba- mein (ÖES) algengust (23,8%) en þar á eftir mein- vörp frá öðrum krabbameinum (9,0%), smáfrumu- krabbamein (4,1%) og eitilkrabbamein (2,9%). Þegar ekki var um illkynja sjúkdóma að ræða voru ósérhæfðar breytingar algengasta greiningin (33,6%), og sarklíki greindist hjá 12,7% sjúklinga. Eðlilegir eitlar sáust hjá 7,8% sjúklinga en 6,1% höfðu aðra góðkynja sjúkdóma eins og til dæmis berkla, æxli í hóstarkirtli og Castleman's sjúkdóm. Sýni voru oftast tekin frá eitlastöð 4 hægra megin eða í 46,7% tilvika, þar á eftir frá eitlastöð 4L (20,9%) og eitlastöð 3 (16,4%) (mynd 1). Hjá 95 sjúklingum vantaði upplýsingar um hvaðan eitilsýni var tekið og í 17 tilvika voru engin sýni tekin (sjá áður). Meðalfjöldi eitlastöðva sem tekin voru sýni frá í hverri aðgerð var 1,7 (bil 1-4). Þegar stigunaraðgerðir vegna lungnakrabbameins voru skoðaðar sérstaklega voru að meðaltali tekin sýni frá 1,8 eitlastöð, eða frá 1,4 eitlastöð á tímabilinu 1998-2002 samanborið við 2,2 eitlastöðvar tíma- bilið 2003-2007 (p<0,01). Alls greindust sjö sjúklingar af 261 með fylgi- kvilla (2,7%) og tveir sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (0,76%). I töflu I eru sýndir algeng- ustu fylgikvillamir. Algengust var vinstri radd- bandalömun (1,5%), næst á eftir blæðingar (1,1%), síðan loftbrjóst og lungnabólga. Af fjórum sjúklingum með hæsi lagaðist einn innan átta mánaða og annar varð betri eftir innspýtingu teflons í raddband. Fyrir hina tvo 400 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.