Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 44
UMRÆÐA O G FRÉTTI FLÝTIBATAMEÐFERÐ R Styttir legutíma og bætir líðan flýtibatameðferð sjúklinga Danski skurðlæknirinn og prófessorinn Henrik Kehlet flutti fyrirlestur um flýtibatameðferð á þingi Skurðlæknafélags íslands sem haldið var í mars. Kehlet er aðalhugmyndasmiður flýtibatameðferðar sem tekin hefur verið upp með góðum árangri á sjúkrahúsum í Danmörku og breiðst út til annarra Evrópulanda, Bandaríkjanna og reyndarheim allan á undanförnum árum. Læknablaðið ræddi við Kehlet og tvo íslenska lækna, Kristínu Jónsdóttur fæðingar- og kvensjúkdómalækni og Svein Geir Einarsson svæfingalækni um kosti og árangur af flýti- batameðferðarinnar. „Markmiðið með flýtibata er að sjúklingurinn nái sér fyrr eftir aðgerð. Með því að lágmarka inngrip á öllum sviðum aðgerðar er sjúklingurinn minna veikur eftir aðgerð, hann jafnar sig því fyrr og legutíminn eftir aðgerð er umtalsvert styttri," segir Henrik Kehlet í samtali við Læknablaðið. Hann á að baki áratuga langt starf sem kviðarholsskurðlæknir við Hvidovre-spítalann í Danmörku og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla en hefur undanfarin ár helgað sig rannsóknum á flýtibatameðferð. „Leiðarljósið er ávallt gæði meðferðarinnar og velferð sjúklingsins. Þetta er í sjálfu sér mjög einfalt og ég furða mig stundum á því hvað tekur langan tíma fyrir marga að átta sig á því. Astæðurnar eru þó alveg skýrar; fólk er tregt til að breyta út af hefðbundnum aðferðum og rek ég mig oft á vantrú á árangur flýtibatameðferð. Staðreyndirnar tala þó sínu máli og margir efasemdarmannanna hafa einfaldlega ekki kynnt sér nægilega vel fyrirliggjandi upplýsingar um árangurinn. Það skapar einnig vandamál sumstaðar að til að flýtibatameðferð beri árangur þurfa margar sérgreinar og fagstéttir að vinna náið saman. Þetta er þverfagleg nálgun sem kallar á gott samstarf. Þá eru stjórnendur sjúkrahúsanna stundum tregir til að taka flýtibatameðferð upp og það stafar einfaldlega af því að þeir hafa ekki kynnt sér hagkvæmnina. Stundum þarf maður hreinlega að útbúa þeirra eigin tölfræði upp í hendurnar á þeim. Tölfræðin sýnir okkur svart á hvítu að legudögum á dönskum sjúkrahúsum vegna legnáms hefur fækkað úr fjórum í tvo, Hávar vegna ristilaðgerða úr tólf í þrjá og vegna mjaðma- Sigurjónsson eða hnéaðgerða úr átta í fjóra." Prófessor Henrik Kehlet. Kehlet segir að engin rök séu gegn því að taka upp flýtibatameðferð. „Ef stjórnvöld gengju í lið með okkur og segðu við stjórnendur sjúkrahúsanna; hér er meðferð sem minnkar legutíma sjúklinga eftir aðgerð um 50% að meðaltali. Hvers vegna notið þið hana ekki? Ef ég væri heilbrigðisráðherra myndi ég spyrja þessarar spurningar." Kehlet segir að flýtibatameðferð eigi jafn vel við allar gerðir aðgerða og einnig við alla sjúklingahópa. „Lykilatriðið er að fræða sjúkl- inginn og fá hann til að vinna með okkur. Ég hef heyrt mótbárur frá Suður-Evrópu og Bandaríkjunum þar sem því er borið við að sjúklingarnir vilji ekki taka þátt í flýtibatameðferð. Það er ekki okkar reynsla, sjúklingarnir hafa alltaf verið jákvæðir fyrir þessu og mjög ánægðir með árangurinn." Kehlet segir að Bretland sé fyrsta landið til að taka upp áætlun um flýtibatameðferð á landsvísu. „Það verður spennandi að fylgjast með því þar sem hvergi annars staðar hafa stjórnvöld sett slíka áætlun í gang. Það má reyndar segja að í Danmörku hafi flest sjúkrahús tekið flýtibatameðferð upp að 432 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.