Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
sjúklingana vantaði upplýsingar um afdrif radd-
bandalömxmar. Loftbrjóst greindist eftir aðgerð
í einu tilviki og fékk sá sjúklingur brjósthols-
kera í sólarhring. Annar sjúklingur, 71 árs karl-
maður með lungnakrabbamein, fékk alvarlega
Pseudomonas lungnabólgu eftir aðgerð og lést 11
dögum síðar. Krufning sýndi að lungnakrabba-
mein hafði dreift sér í miðmætiseitla (stig IIIB).
Hjá þremur sjúklingum urðu meiriháttar
blæðingar (>500ml) í aðgerð (1,1%). í tveimur
tilvikum blæddi frá bláæð og náðist að stöðva
blæðinguna með sellulósagrisjum og tuskum
sem skildar voru eftir í sárinu. Þriðja tilfellið
var 46 ára gömul kona með sögu um berkla og
nýgreinda fyrirferð í miðmæti. Hún reyndist vera
með lungnakrabbamein og við sýnatöku frá stórri
fyrirferð framan við barkakjöl rofnaði æxlið sem
óx inn í efri holæð og ósæð. Gerður var bráða
brjóstholsskurður og sjúklingur tengdur við hjarta
og lungnavél. Ekki náðist stjórn á blæðingunni
og sjúklingurinn lést á skurðarborðinu eftir fimm
klukkutíma aðgerð.
Umræður
Þessi rannsókn sýnir að árangur miðmætis-
speglana er góður hér á landi, en fylgikvillar
eru fátíðir (2,7%) og dánarhlutfall aðeins 0,8%.
Niðurstöður okkar eru í samræmi við fjölda
erlendra rannsókna þar sem tíðni fylgikvilla er
yfirleitt á bilinu 0,6-2,7% og skurðdauði frá 0 og
upp í 0,3% (tafla II). Sérhæfð vefjagreining náðist i
langflestum tilvikum eða hjá 68,6% sjúklinga.
Blæðingar eru langalgengasti fylgikvillinn og
geta verið lífshættulegar.7-8 Oftast er um vægar
blæðingar að ræða og blæðingin stöðvast yfir-
leitt með rafhníf (diathermi) eða uppleysanlegum
sellulósagrisjum (Surgicel®). Blæðing getur þó
orðið veruleg, til dæmis ef óvart er tekið sýni úr
lungnaslagæð eða efri holæð. I slíkum tilvikum er
miðmætið pakkað með grisjum, en ef það dugar
ekki getur þurft að opna brjóstholið. Aðeins þurfti
að opna brjóstholið einu sinni í 261 aðgerð (0,4%)
sem telst lágt hlutfall.7 Tíðni alvarlegra blæðinga
(>500 ml) reyndist 1,1% sem er sambærilegt við
aðrar stórar rannsóknir.7-8 í þessu sambandi er rétt
að hafa í huga að okkar skilgreining á alvarlegri
blæðingu var rýmri en í sumum rannsóknanna í
töflu II. Til dæmis miðaðist skilgreining Park og
félaga við blæðingu sem þurfti að stöðva með
opinni skurðaðgerð og tíðni alvarlegra blæðinga í
þeirri rannsókn var því aðeins 0,4%.7 Annar þekkt-
ur alvarlegur fylgikvilli þessara aðgerða er lömun
á vinstri raddbandataug (n. laryngeus recurrens
sin.) sem lýsir sér með hæsi.10 Taugin liggur rétt
við eitlastöð 4L og getur orðið fyrir áverka þegar
2
o
ST
■ Grunur um
eitilkrabbamein
Grunur um sarklíki
■ Fyrirferð í miðmæti
“Stigun
lungnakrabbameins
■ Lungnakrabbamein
önnur en
smáfrumukrabbamein
(n= 58)
■ Smáfrumukrabbameln
(n= 10)
Meinvörp (n= 22)
■ Eitilkrabbamein (n= 7)
■ Góðkynja sjúkdómar
(n= 147)
Mynd 2. Ábendingar og
fjöldi aðgerða eftirfimm
ára tímabilum hjá 261
sjúklingi sem gekkst undir
miðmætisspeglun á íslandi
1983-2007.
Mynd 3. Skipting ill-
kynja greininga (n= 97)
í 261 miðmætisspeglun á
íslandi á límabilinu 1983-
2007.
6%
■ Sarklíki (n= 31)
■ Ósérhæfðar
breytingar (n= 82)
Annað (n= 15)
■ Eðlilegir eitlar (n=
19)
■ Illkynja sjúkdómar
(n= 97)
Mynd 4. Skipting
góðkynja greininga
(n=147) í 261
miðmætisspeglun á íslandi
á tímábilinu 1983-2007.
tekið er sýni úr þessari stöð. Oft gengur lömun til
baka en við varanlegan skaða getur þurft að grípa
til þess að sprauta teflon í raddböndin eða jafnvel
gera skurðaðgerð á þeim."
Eins og sést vel á mynd 2 hefur aðgerðunum
fjölgað stöðugt á tímabilinu. Munar þar mestu
um aukningu í stigun lungnakrabbameins. Þessi
Tafla II. Samanburður helstu rannsókna á árangri miðmætisspeglana, meðal annars tíðni
fylgikvilla og skurðdauða (<30 daga).
Höfundur (ár) Fjöldi sjúklinga Fylgikvillar (%) Skurðdauði (%)
Luke (1986)22 1000 2,3 0
Puhakka (1987)'9 2021 2,3 0
Cybulshky (1994)2' 1015 1,4 0
Hammoud (1999 2 2137 0,6 0,2
Urschel (2000)20 324 - 0,3
Lemaire (2006)8 2145 1,1 0,05
Ólafsdóttir (2009) 261 2,7 0,8
LÆKNAblaðið 2010/96 401