Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR sjúklingana vantaði upplýsingar um afdrif radd- bandalömxmar. Loftbrjóst greindist eftir aðgerð í einu tilviki og fékk sá sjúklingur brjósthols- kera í sólarhring. Annar sjúklingur, 71 árs karl- maður með lungnakrabbamein, fékk alvarlega Pseudomonas lungnabólgu eftir aðgerð og lést 11 dögum síðar. Krufning sýndi að lungnakrabba- mein hafði dreift sér í miðmætiseitla (stig IIIB). Hjá þremur sjúklingum urðu meiriháttar blæðingar (>500ml) í aðgerð (1,1%). í tveimur tilvikum blæddi frá bláæð og náðist að stöðva blæðinguna með sellulósagrisjum og tuskum sem skildar voru eftir í sárinu. Þriðja tilfellið var 46 ára gömul kona með sögu um berkla og nýgreinda fyrirferð í miðmæti. Hún reyndist vera með lungnakrabbamein og við sýnatöku frá stórri fyrirferð framan við barkakjöl rofnaði æxlið sem óx inn í efri holæð og ósæð. Gerður var bráða brjóstholsskurður og sjúklingur tengdur við hjarta og lungnavél. Ekki náðist stjórn á blæðingunni og sjúklingurinn lést á skurðarborðinu eftir fimm klukkutíma aðgerð. Umræður Þessi rannsókn sýnir að árangur miðmætis- speglana er góður hér á landi, en fylgikvillar eru fátíðir (2,7%) og dánarhlutfall aðeins 0,8%. Niðurstöður okkar eru í samræmi við fjölda erlendra rannsókna þar sem tíðni fylgikvilla er yfirleitt á bilinu 0,6-2,7% og skurðdauði frá 0 og upp í 0,3% (tafla II). Sérhæfð vefjagreining náðist i langflestum tilvikum eða hjá 68,6% sjúklinga. Blæðingar eru langalgengasti fylgikvillinn og geta verið lífshættulegar.7-8 Oftast er um vægar blæðingar að ræða og blæðingin stöðvast yfir- leitt með rafhníf (diathermi) eða uppleysanlegum sellulósagrisjum (Surgicel®). Blæðing getur þó orðið veruleg, til dæmis ef óvart er tekið sýni úr lungnaslagæð eða efri holæð. I slíkum tilvikum er miðmætið pakkað með grisjum, en ef það dugar ekki getur þurft að opna brjóstholið. Aðeins þurfti að opna brjóstholið einu sinni í 261 aðgerð (0,4%) sem telst lágt hlutfall.7 Tíðni alvarlegra blæðinga (>500 ml) reyndist 1,1% sem er sambærilegt við aðrar stórar rannsóknir.7-8 í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að okkar skilgreining á alvarlegri blæðingu var rýmri en í sumum rannsóknanna í töflu II. Til dæmis miðaðist skilgreining Park og félaga við blæðingu sem þurfti að stöðva með opinni skurðaðgerð og tíðni alvarlegra blæðinga í þeirri rannsókn var því aðeins 0,4%.7 Annar þekkt- ur alvarlegur fylgikvilli þessara aðgerða er lömun á vinstri raddbandataug (n. laryngeus recurrens sin.) sem lýsir sér með hæsi.10 Taugin liggur rétt við eitlastöð 4L og getur orðið fyrir áverka þegar 2 o ST ■ Grunur um eitilkrabbamein Grunur um sarklíki ■ Fyrirferð í miðmæti “Stigun lungnakrabbameins ■ Lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabbamein (n= 58) ■ Smáfrumukrabbameln (n= 10) Meinvörp (n= 22) ■ Eitilkrabbamein (n= 7) ■ Góðkynja sjúkdómar (n= 147) Mynd 2. Ábendingar og fjöldi aðgerða eftirfimm ára tímabilum hjá 261 sjúklingi sem gekkst undir miðmætisspeglun á íslandi 1983-2007. Mynd 3. Skipting ill- kynja greininga (n= 97) í 261 miðmætisspeglun á íslandi á límabilinu 1983- 2007. 6% ■ Sarklíki (n= 31) ■ Ósérhæfðar breytingar (n= 82) Annað (n= 15) ■ Eðlilegir eitlar (n= 19) ■ Illkynja sjúkdómar (n= 97) Mynd 4. Skipting góðkynja greininga (n=147) í 261 miðmætisspeglun á íslandi á tímábilinu 1983-2007. tekið er sýni úr þessari stöð. Oft gengur lömun til baka en við varanlegan skaða getur þurft að grípa til þess að sprauta teflon í raddböndin eða jafnvel gera skurðaðgerð á þeim." Eins og sést vel á mynd 2 hefur aðgerðunum fjölgað stöðugt á tímabilinu. Munar þar mestu um aukningu í stigun lungnakrabbameins. Þessi Tafla II. Samanburður helstu rannsókna á árangri miðmætisspeglana, meðal annars tíðni fylgikvilla og skurðdauða (<30 daga). Höfundur (ár) Fjöldi sjúklinga Fylgikvillar (%) Skurðdauði (%) Luke (1986)22 1000 2,3 0 Puhakka (1987)'9 2021 2,3 0 Cybulshky (1994)2' 1015 1,4 0 Hammoud (1999 2 2137 0,6 0,2 Urschel (2000)20 324 - 0,3 Lemaire (2006)8 2145 1,1 0,05 Ólafsdóttir (2009) 261 2,7 0,8 LÆKNAblaðið 2010/96 401
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.