Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 49
U M R Æ Ð A
U N G U R V í S
0 G FRÉTTIR
INDAMAÐUR
áfallastreituröskun. Hins vegar er þörf fyrir
fleiri sérfræðinga á þessu sviði sem hjálpa fólki í
gegnum bataferlið. Það er mikill og vaxandi áhugi
á þessu efni. Til dæmis eru nú mörg spennandi
rannsóknarverkefni í gangi hjá nemum sem ég
handleiði við Háskóla íslands."
Að sögn Berglindar getur áfallastreituröskun
verið langtímaástand sem elur af sér vanlíðan
með tilheyrandi einkennum. „Eftir því sem lengri
tími líður án þess að aðstoð fáist til að virrna úr
áfallinu er aukin hætta á að einstaklingurinn hætti
smám saman að gera sér grein fyrir tengingunni.
Orsökin er því oft gleymd en einkennin hafa
stöðug áhrif á lífsgæði viðkomandi. Mikilvægt
getur því verið að grafast fyrir um orsökina til að
komast að rót vandans í stað þess að meðhöndla
eingöngu einkennin. Algengt er að þolendur
áfalla fái meðferð við sýnilegum einkennum eins
og þunglyndi, kvíða, svefnleysi, magaverkjum
án þess að unnið sé með rót vandans, áfallið
sjálft. Þarna geta sálfræði og læknisfræði unnið
saman og gera það vissulega. Við eigum reyndar
talsvert í land með að geta veitt öllum sem þurfa
sérhæfða áfallameðferð en engu að síður höfum
við tekið stórt stökk fram á við undanfarin þrjú
til fjögur ár. Það er mikill áhugi fyrir efninu og
við höfum fengið hingað góða erlenda fyrirlesara.
Margir hafa tekið þátt í námskeiðahaldi og aflað
sér aukinnar þekkingar um efnið. I haust verður
námskeið um meðferð við áfallastreituröskun
meðal bama og unglinga í samstarfi við
Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands og félag
um hugræna atferlismeðferð. Það er alveg óhætt
að segja að ýmislegt sé í gangi."
Mjög gagnleg viðurkenning
Hluti af starfi Berglindar er að taka þátt í starfi
samráðshóps um áfallahjálp hjá Almannavömum
sem einn af fulltrúum Landspítala. „Ef við lítum
til dæmis á það sem er að gerast núna vegna
gossins í Eyjafjallajökli og áfallanna sem dunið
hafa á íbúum svæðisins sem verst er leikið af
öskufallinu þá er stjóm þeirra mála í höndum
heimamanna. Samráðshópur áfallahjálpar er hins
vegar heimamönnum til stuðnings og þeir leita til
okkar eftir ráðgjöf og aðstoð. Þetta samstarf hefur
verið til mikillar fyrirmyndar og gefist mjög vel."
Framtíðardraumurinn er að gera stóra faralds-
fræðilega áfallarannsókn hér á landi og vonandi
gefst tækifæri til þess. „Að vera útnefnd Ungur
vísindamaður ársins af Landspítalanum er mikill
heiður sem vonandi hjálpar til þegar sótt er um
rannsóknarstyrki. Svona viðurkenning er mikil
hvatning til áframhaldandi rannsóknavinnu. Mér
finnst einnig mikilvægt að önnur grein en
læknisfræði sé viðurkennd svona en Vísindaráð
spítalans hefur fullan skilning á mikilvægi
rannsókna á öllum sviðum heilbrigðisvísinda.
Það er mjög mikilvægt fyrir okkur sálfræðingana
sem margir eru mjög virkir í rannsóknum á
spítalanum."
Berglind Guðmundsdóttir
sálfræðingur.
LÆKNAblaðið 2010/96 437