Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 50
UMRÆÐA 0 G HAGRÆÐING: F R É T T I R A F LÆKNADÖGUM Læknadagar - hlutverk lækna í hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins Helgi Sigurðsson krabbameinslæknir læknadeild HÍ/Landspítala helgisi@landspitali.is Ágrip af erindi af málþingi á Læknadögum 2010: Þátttaka lækna í hagræðingu í heilbrigðisþjónustu. I næstu tölublöðum verða birt erindi Michaels Clausen og Engilberts Sigurðssonar sem flutt voru á þinginu. Hér verður fjallað um hagræðingu á sviði heilbrigðisþjónustu og lækninga með áherslu á krabbameinsmeðferð. Einnig verður litið á forsendur hagræðingar og skuldbindingar lækna með tilvísan í siðareglur lækna, samþykkt um starfshætti lækna og lög um réttindi sjúklinga, sem nálgast má meðal annars á vef landlæknis (www.landlaeknir.is). Samfélagsleg skuldbinding kemur víða fram í siðareglum lækna. Læknar eru ein af fáum stéttum sem bundnar eru af siðareglum þar sem meðal annars eru fyrirheit um sparnað og hagræðingu. í siðareglum lækna er tekið fram: „læknir skal hafa velferð sjúklings og samfélags að leiðarljósi ... Læknir skal við ákvarðanir taka tillit til fjárhags sjúklings og samfélags." Einnig samkvæmt góðum starfsháttum lækna: „... nýta allan aðbúnað og fjármagn sem stendur til boða á eins skilvirkan hátt og auðið er." Fram kemur í lykilgrein laga um réttindi sjúklinga: „Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita ... bestu þekkingu sem völ er á ... samfelldri þjónustu og að samstarf ríki milli allra heilbrigðisstarfsmanna og stofnana sem hana veita." Samkvæmt efnahagsáætlun stjórnvalda þarf að draga úr útgjöldum ríkissjóðs um 20% fram til ársins 2012, þó er tekið fram að standa eigi vörð um félags- og velferðarþjónustu, menntakerfið og heilbrigðisþjónustu þannig að niðurskurður verði sem minnstur á þeim sviðum. Þegar ríkisvaldið tekur ákvarðanir um sparnað er útfærslan oftast gerð á almennum grunni, það er flatur niðurskurður, sem í raun er oftar en ekki andstæða við hagræðingu. Hættan við flatan niðurskurð innan heilbrigðiskerfisins er að hann veiki lykilstarfsemi og dragi úr framgangi mikilvægra verkefna. Til dæmis þegar búið er að hagræða í starfsemi og skera niður allt sem hægt er mun flatur niðurskurður bitna sérstaklega illa á þeirri starfsemi. Önnur starfsemi þar sem slík hagræðing hafði hins vegar ekki verið framkvæmd stendur þá betur að vígi. Þetta leiðir af sér mikinn ójöfnuð. Tillit þarf einnig að taka til þess á hvaða grundvelli starfsemin er byggð, svo sem fyrirsjáanlegar breytingar í fjölda sjúklinga eða breytinga við greiningu, meðferð eða eftirlit. Einstaklingum greindum með krabbamein fjölgar árlega um 4% og er fjölgunin fyrst og fremst vegna breytinga í aldursamsetningu þjóðarinnar, þar sem 65 ára og eldri fjölgar hlutfallslega mikið, en hækkandi aldur er helsti áhættuþáttur krabbameina. í seinni tíð hafa komið fram á sjónarsviðið ný úrræði við greiningu og meðferð sem oft á tíðum eru kostnaðarsöm, þar má sérstaklega nefna dýr líftæknilyf. Hér á landi er lifun krabbameinssjúklinga með því besta sem gerist.1 í nýlegri samantekt var farið yfir árangur meðhöndlunar krabbameinssjúklinga og var niðurstaðan sú að kostnaður sem ýmis Evrópulönd lögðu til málaflokksins endurspeglaðist í betri árangri og aukinni lifun sjúklinga.2 í ljósi þessa er hætt við því að flatur niðurskurður í heilbrigðisþjónustu muni bitna illa á krabbameinssjúklingum. Mikilvægt er að hafa í huga að orðið hagræðing hefur víðtækari merkingu en það eitt að spara. Hagræðing er ekki aðeins bundin við lækkun tilkostnaðar heldur einnig að fá meira fyrir minna, til dæmis með aukinni framleiðni og betri gæðum og þjónustu. Þegar heilbrigðisþjónusta er annars vegar ætti að setja á oddinn það sem hagkvæmast er fyrir heildina. Hagræðing ætti þannig ekki bara að fela í sér sparnað, heldur einnig stefnumörkun og forgangsröðun. Ut frá læknisfræðilegum forsendum er líka mikilvægt að hagræðing sé gerð á grundvelli bestu þekkingar og reynslu sem völ er á. Með öðrum orðum að gera hlutina á gagnreyndan hátt (evidence based). Aðferðafræðin þekkist vel á meðal lækna, þar sem safnrannsóknum (meta analysis) er beitt sem grundvelli fyrir því að taka góðar og vel ígrundaðar ákvarðanir. Því miður eru slíkar kröfur ekki gerðar þegar verið er að fjalla um stjórnun, spamað eða niðurskurð. Því er mikilvægt að setja ekki samasemmerki milli hagræðingar og sparnaðar. Stjórnmálamenn eða stjórnendur hafa sjaldnast jafn skýrar siðareglur að leiðarljósi og læknar hafa um velferð alls samfélagsins. Hvað þá um að nýta beri allan aðbúnað og fjármagn á 438 LÆKNAblaðiö 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.