Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 41
U M R Æ Ð U R 0 G FRÉTTIR HEIMILISLÆKNAR Á SELFOSSI lág svo maður tekur vaktirnar til að hækka þau. Það eru vaktirnar sem halda uppi laununum. Það þarf því ekki bara viljastyrk til að draga úr vaktavinnunni heldur að nokkru leyti ákveðna breytingu á lífsstíl. Okkur hefur þó tekist það í vetur og erum bara nokkuð ánægð núna." Það er engu að síður Ijóst að þrátt fyrir fögur fyrirheit um að minnka við sig vinnuna eru þau lík flestum læknum að vinnan á meira og minna hug þeirra allan. „Þetta er frábærlega skemmtilegt starf," segja þau bæði og eru sammála um að fjölbreytnin geri það hvað skemmtilegast. „Starf á heilsugæslustöð utan höfuðborgar- svæðisins getur verið mjög fjölbreytt og ef maður kann vel við það er þetta draumastarfið. Hér erum við yfirleitt fyrsti aðilinn sem kemur að málum, hvort sem það er hefðbundið eftirlit á stofu eða slys úti á þjóðvegi. Hér eru að sjálfsögðu starfræktar allar þjónustudeildir hefðbundinnar heilsugæslu og læknarnir skipta því á milli sín eftir því sem þörf krefur. Hér eru einnig sjúkra- og hjúkrunardeildir og þar göngum við vaktir sem gerir starfið enn fjölbreyttara en ella." Spurning um þjónustu Þau segjast einnig njóta nálægðarinnar við fólkið á svæðinu. „Mér finnst gaman að hitta fólkið við leik og störf, þannig kynnist maður samfélaginu betur og verður meiri þátttakandi í því en þar sem fjöldinn er meiri og dreifðari," segir Arnar. „Það er einnig auðveldara að fylgja sjúklingum eftir að hafa kannski lagt þá inn. Heilsugæslan og sjúkrahúsið hér á Selfossi vinna mjög vel saman og hér er mjög góð heild og afar gott starfsfólk." Heilbrigðisstofnun Suðurlands sinnir stóru svæði, frá Hveragerði og Þorlákshöfn í vestri og að Kirkjubæjarklaustri í austri. Heilsu- gæslustöðvarnar eru alls átta talsins og skipta svæðinu á milli sín en höfuðstöðvarnar eru á Selfossi, eða öllu heldur Arborg, og þar er rekin umfangsmikil heilsugæslu- og sjúkra- hússstarfsemi. Á heilsugæslunni á Selfossi eru starfandi átta sérfræðingar í heimilis- lækningum og einn barnalæknir ásamt 10 hjúkrunarfræðingum, auk þriggja sálfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna. í tengslum við sjúkradeildir, skurðdeild, fæðingadeild, kvensjúkdómadeild, lyf og handlækningadeild eru starfandi allmargir sérfræðingar og má nefna sérfræðinga í háls-, nef og eyrnalækningum, augnlækningum, kvensjúkdómum, hjarta- og lyflækningum og meltingarsjúkdómum. Fleiri sérfræðingar eru með reglulegar móttökur og sinna aðgerðum. Læknavakt er starfrækt allan sólarhringinn og sinnir vaktlæknir á Selfossi Árborgarsvæðinu, Hveragerði, Flóa og Þorlákshöfn. Starfsemin er því fjölþætt og umfangsmikil enda sinnir stofnunin fjölbreyttu samfélagi bæði innan þéttbýlis og utan, auk Hin nýja bygging heilsugæslunnar á Selfossi. L LÆKNAblaðið 2010/96 429
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.