Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 52
UMRÆÐA O G
HAGRÆÐING:
F R É T T I R
A F LÆKNADÖGUM
lyfjafyrirmæla. Með slíkri markvissri teymisvinnu
eru krabbameinslækningar í raun í fararbroddi
skipulagðra vinnubragða á Landspítala.
Við hagræðingu og sparnað á Landspítala er
hvatt til þess að deildir breyti starfsemi í dag- og
göngudeildarform. Mikilvægt er að hafa í huga að
ekki næst frekari hagræðing á dag- og göngudeild
blóðsjúkdóma og krabbameinslækninga þar sem
þetta hefur þegar verið framkvæmt. Flatur
niðurskurður á þær deildir sem þegar hafa nýtt
sér þetta úrræði til fullnustu myndi augljóslega
vera mismunun.
Eftirlit krabbameinssjúklinga er margþætt,
þar er fylgst með aukaverkunum og langtíma
fylgikvillum meðferðar, líkamlegum og andlegum.
Eftirlitið felst ennfremur í að greina endurmein
í tíma svo og önnur krabbamein. Eftirlitið er
tímafrekt og á niðurskurðartímum eru uppi
ýmsar hugmyndir um endurskipulagningu þess.
Ein leið væri að flytja eftirlit sjúklinga í vaxandi
mæli til heimilislækna sem gæti virst ódýrari
kostur. Þetta hefur verið kartnað í Finnlandi og
reyndist samfélagslegur kostnaður aukast í heild.
Önnur leið er að nýta betur þekkingu og færni
samstarfsaðila lækna, svo sem hjúkrunarfræðinga,
við eftirlitið. Margt bendir til að þannig náist
hagræðing, sérstaklega ef vinnan er unnin í teymi,
því möguleikar eru á samlegðaráhrifum góðs
fagfólks sjúklingum til hagsbóta. Önnur leið er
að hafa heimilislækna í vinnu og samvinnu við
krabbameinslækna innan Landspítala til að sinna
eftirliti krabbameinssjúklinga, verið er að reyna
slíka nálgun í Kanada.
Kostnaður samfélagsins er mikill við lok lífs.
Erlendar rannsóknir sýna að 60-70% af kostnaði
við meðhöndlun sjúklinga fellur til á síðustu sex
mánuðum lífsins. Opin og faglega umræða um
tilgang meðferðar við lok lífs gætu stuðlað að
vitundarvakningu innan læknastéttarinnar og
meðal almennings um hver sé besta meðferðin
þegar lækning er ekki lengur möguleg.
Kostnaðartölur við lífslok geta gefið vísbendingu
um þá stöðu sem læknirinn er í þegar örvænting
gagnvart yfirvofandi endalokum lífsins hefur
náð yfirtökunum. Við þessar aðstæður eru
læknar og sjúklingar samherjar og tímabilið við
endalok lífsins þarf að einkennast af virðingu,
sátt og ró. Þannig má koma í veg fyrir að beitt
sé tilgangslausri og dýrri meðferð við lok lífs.
Ljóst er að hér er verið að ræða fordóma gagnvart
dauðanum, skort á menntun, reynslu og færni
lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna á sviði
samskipta við sjúklinga og aðstandendur þeirra.
Með allt hér að framan í huga er ljóst að
það ætti að vera læknum ljúft og skylt að
beita sér fyrir markvissum vinnubrögðum innan
heilbrigðisþjónustunnar þar sem hagræðing
kemur við sögu. Það er líka ljóst að fyrirmæli
læknisins er í raun það sem veldur mestum
kostnaði í heilbrigðisþjónustunni, svo sem ávísun
á lyf og rannsóknir. Nærtækast er að læknar
haldi vöku sinni með markvissari ávísun á lyf,
með því að reyna að takmarka ofmeðhöndlun og
óþarfa rannsóknir án þess að það dragi úr gæðum
þjónustunnar.
Heimildir
1. Berrino F, De Angelis R, Sant M, el al. Survival for eight
major cancers and all cancers combined for European adults
diagnosed in 1995-99: results of the EUROCARE-4 study.
Lancet Oncology 2007; 8: 773-83.
2. Jönsson B, Wilking N. A global comparison regarding patient
access to cancer drugs. Ann Onc 2007:18; 1-78. Viðbætur 15.
janúar 2009. Comparator report on patient access to cancer
drugs in Europe.
3. Minter RM, Spengler KK, Topping DP, Flug R, Copeland EM,
Lind DS. Institutional validation of breast cancer treatment
guidelines. J Surg Res 2001; 100:106-9.
Læknar
óskast til starfa
Læknar óskast til starfa (í hlutastarf) aö hjúkrunarheimilinu Grund.
Nánari upplýsingar fást hjá forstjóra, Guðrúnu Gísladóttur, í síma 530-6100
eða hjá yfirlæknum, Árna Tómasi Ragnarssyni og Sjöfn Kristjánsdóttur í sama síma.
440 LÆKNAblaðið 2010/96