Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 32
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Mynd 2. Tölvusneiðmynd afheila. í hægra hnakkablaði sést 3x2 cm fyrirferð (ör) sem hefur randstæða skuggaefnisupphleðslu og aðlægan bjúg. súlfa 960mg x2 á dag tveimur vikum síðar, en sjúklingi gekk illa að kyngja töflunum og óvíst hve mikið hann tók. Honum hrakaði áfram og um sex vikum eftir greiningu var ákveðið að hætta sýklalyfjameðferð, enda þá kominn heim á vegum líknarteymis. Hann lést viku síðar. Umræða Nókardía er jarðvegsbaktería sem getur valdið sýkingum hjá mönnum.1' 2 Yfir 50 tegundir af nókardíu hafa greinst og er um helmingur talinn mögulegur sýkingavaldur.1 Algengastar í mönnum eru N. asteroides, N. farcinica, N. nova, N. transvalensis og N. brasiliensis.3 Erfitt er að áætla nýgengi nókardíusýki. Flest- ar sýkingar verða í ónæmisbældum þó að vel sé þekkt að fólk með heilbrigt ónæmiskerfi geti sýkst.1,3'4 Talið er að í Bandaríkjunum greinist að minnsta kosti 1000 tilfelli á ári og hefur þeim fjölg- að verulega á síðustu áratugum samfara fjölgun ónæmisbældra einstaklinga.3 Sérstakir áhættu- hópar eru líffæraþegar, krabbameinssjúklingar og lungnasjúklingar en meirihluti þeirra sem sýkjast eru á meðferð með barksterum.3'4 í sjúkratilfellinu var einmitt um að ræða háaldraðan einstakling á barksterameðferð í tengslum við útbreitt krabba- mein. Höfundar hafa vitneskju um að nókardía hafi Hklega greinst tvisvar sinnum áður á íslandi, án þess að hafa nánari upplýsingar um þau tilfelli. Lungnasýkingar eru algengasta form nókardíusýki.1' 3'4 Talið er að smit eigi sér stað við innöndun ryks eða annarra agna sem inni- halda bakteríurnar. Einkenni koma yfirleitt fram á nokkrum dögum til vikum. Hiti, hósti og mæði eru helstu einkenni og oft fylgir þykkur uppgang- ur. Þrekleysi og þyngdartap eru einnig algeng.1-4'5 Breytingar á lungnamynd geta verið allt frá litlum hnútum til dreifðra íferða með holumyndunum (e. cavitation).3'5 Algengt er að breytingamar séu í efri löppum lungna.3 Sýkingin getur auk þess dreift sér staðbundið og valdið gollurshússbólgu og miðmætisbólgu.1 f um helmingi allra lungna- sýkinga nær bakterían að dreifa sér með blóði til annarra líffæra. Algengast er að hún dreifi sér til miðtaugakerfis eða húðar en hvaða líffæri sem er getur sýkst.1-4 Sjúklingar geta verið einkennalausir frá lungum þrátt fyrir að upprunalega smitið hafi verið um öndunarveg.1 Dreifing til miðtaugakerfis veldur yfirleitt graftarkýlum í heila en sjaldnar heilahimnubólgu. Berist bakterían til húðar veldur hún staðbundinni sýkingu sem getur komið fram sem netjubólga, sýking í húð og sogæðakerfi (e. lymphocutaneous infection) eða með myndun graftarkýlis.1 Húðsýking getur einnig orsakast af því að bakterían komist utan frá gegnum yfirborð húðar, og á það sérstaklega við einstaklinga með eðlilegt ónæmiskerfi. Einkenni geta verið hin sömu og við húðsýkingu af völdum klasakokka og því oft rangt meðhöndluð í upphafi sem veld- ur meðferðartöf eins og sást í umræddu tilfelli.3 Einstaklingurinn í sjúkratilfellinu hafði ekki sögu um sár á hendi og því sennilegra að sýkingin hafi borist frá lungum til húðar eins og algengast er. Aður höfðu greinst hnútóttar íferðir í lungum sem taldar voru vera meinvörp en þegar tilfellið er skoðað eftir á er mögulegt að þar hafi verið um að ræða nókardíusýki í lungum sem síðan hafi dreifst til húðar og heila. Klínískan grun um nókardíusýki er nauðsyn- legt að staðfesta með smásjárskoðun og ræktun. Oft þarf að beita inngripi til sýnatöku, svo sem berkjuspeglun eða ástungu á heila. Eftir Grams- litun má sjá fínlega granna perlulaga stafi sem eru einnig að hluta til sýrufastir. Greining byggir oft á þessu einkennandi útliti á meðan beðið er eftir ræktun. Ræktun tekur að minnsta kosti þrjá sólarhringa og jafnvel allt að þrjár vikur. Fjölliðu- próf (PCR) gert á sýnum er hraðvirkt og nákvæmt með tilliti til greiningar en er sjaldnast til staðar á rannsóknarstofum.1 Meðferð með súlfalyfjum hefur í gegnum tíðina verið mest notuð við nókardíusýki, oftast með trímetóprím/súlfa.3 Aðrir valmöguleikar eru til dæmis merópenem eða imípenem, amikacín, mínocyclín, amoxicillín-klavúlan sýra, ceftríaxón og línezólíð.1'4 Algengt er að nota fleiri en eitt lyf saman í upphafi meðferðar vegna sam- virkni.2'3 Hjá alvarlega veikum sjúklingum mæla sumir með þremur lyfjum, og eru þá notuð trímetóprím/súlfa og amikacín ásamt ceftríaxóni eða imípenemi.1 Meðferðarlengdin ætti að vera að 420 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.