Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 51
________UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR HAGRÆÐING: A F LÆKNADÖGUM sem skilvirkastan hátt. Þeir hafa ekki heldur tamið sér þá aðferðafræði við ákvarðanatöku sem læknar temja sér með gagnreyndri nálgun. Þar af leiðandi eiga læknar að hafa skoðanir á þeim spamaðaraðgerðum sem gripið verður til og krefjast þess að hagræðingu sé beitt eftir hagsmunum heildarinnar, en ekki einvörðungu með sparnað að leiðarljósi. Mikilvægara er þó að læknar skilgreini hvaða þjónustu beri að veita á hverjum stað og hvaða hlutverki starfsemin gegni frá samfélagslegu sjónarmiði. Þá eru eftir flóknustu og tímafrekustu skrefin að útfæra og framkvæma hagkvæmustu lausnirnar. Þegar verið er að hagræða koma upp hags- munaárekstrar, í heilbrigðisþjónustunni snúast þeir til dæmis um það hver eigi að sinna hverju og hvar þjónustan skuli veitt. Þá er mikilvægt að hafa að leiðarljósi viðmið um góða starfshætti þar sem fram kemur: „... óheimilt er að beita sjúkling, sem læknir hefur fyrst séð og sinnt á opinberri heilbrigðisstofnun, þrýstingi til þess að þiggja meðferð á einkastofu læknisins, ef aðstaða er til og unnt er að sinna sjúklingi áfram á stofnunni, t.d. göngudeild hennar." Það gæti vissulega verið hagkvæmast fyrir heilbrigðisþjónustuna að auka framleiðni á Landspítala, til dæmis með aukinni nýtingu á skurðstofum og með skilvirku eftirliti og meðferð langvinnra sjúkdóma. Ýmis önnur vandamál geta fylgt flötum niðurskurði innan heilbrigðiskerfisins. Hætt er við að sérhver starfseining einblíni á kröfur um spamað frá sínum sjónarhóli og nái til dæmis að uppfylla kröfur um sparnað með lægra þjónustustigi, svo sem tímabundnum lokunum á tiltekinni starfsemi. Hins vegar getur slík nálgun orðið að auknum kostnaði hjá annarri starfseiningu sem jafnvel getur verið dýrari kostur fyrir heilbrigðisþjónustuna í heild. Læknarnir Richard Horton ritstjóri Lancet og Marcia Angell fyrrum ritstýra New England Journal of Medicine hafa bæði ítrekað gagnrýnt lækna fyrir sjálfmiðaða þjónustu, sjúkdómavæðingu og of miklar lyfjaávísanir. Sé tekið mið af þessari gagnrýni er ljóst að læknar ættu að geta tekið virkari þátt í frekari hagræðingu frá samfélagslegu sjónarmiði. Ennfremur gagnrýna þau að lækna fyrir að vera í of nánu sambandi við lyfjafyrirtækin. í því sambandi má geta þess að 70% af samskiptum lækna og sjúklinga í Bandaríkjunum lýkur með lyfjaávísun. Staðan er sennilega svipuð hér á landi, samkvæmt nýlegri rannsókn taka íslenskir eldri borgarar að meðaltali átta lyf daglega. Samkvæmt lyfjagagnagrunni fá fullorðnir árlega fimm lyfjaávísanir að jafnaði. Áðurnefnd Marcia Angell gagnrýnir lækna sérstaklega í bók sinni The Truth About the Drug Companies fyrir þátttöku í fráleitri markaðsetningu svokallaðra „ég líka lyfja" (me too drugs). Þau eru oftast afleiður eldri lyfja og hafa litlu við þau að bæta, en eru markaðssett þannig að þau hafi í för með sér verulegar umbætur og það oft með hjálp lækna og læknatímarita. Með þessu eru fyrirtækin að tryggja hlutdeild sína á markaði eða stuðla að áframhaldandi einkaleyfi. Dæmi um þetta eru meðal annars ýmis geðlyf, statínlyf, magsýruhemlandi lyf og önnur dýr lyf eins og krabbameinslyf, verkjalyf og beinþéttnilyf. Hún gagnrýnir sérstaklega lækna og heilbrigðisstofnanir sem gera samninga um að fá lyfin mikið niðursett eða frítt fyrir eigin starfsemi. Þegar lyfjunum er ávísað til sjúklinga utan stofnunar er valkosturinn dýr miðað við sambærileg lyf og þannig dýrari fyrir samfélagið. Stuðst er í vaxandi mæli við klínískar leið- beiningar í læknisþjónustu. í Bandaríkjunum hafa 22 virtustu krabbameinssjúkrahúsin komið sér saman um að nýta sameiginlegar gagnreyndar klínískar leiðbeiningar og myndað stofnunina NCCN (National Comprehensive Cancer Network). Byggt á þeim hefur verið tekinn saman kostnaður á sviði brjóstakrabbameins.3 í ljós kom að kostnaður minnkaði um rúmlega helming á sjúkling, úr 20.800 $ í 9500 $. Lifun sjúklinga var þó minnst jafn góð eða betri þegar leiðbeiningum var fylgt. Nýlega hófst átak í anda NCCN-leiðbeininga á sviði lyflækninga krabbameina á Landspítala þar sem eftirlit sjúklinga var endurskoðað og fylgt gagnreyndum klínískum leiðbeiningum. Liður í þessu var að fara yfir hvort fækka mætti rannsóknum án þess að minnka gæði þjónustunnar. í ljós kom að hægt var að minnka kostnað vegna blóðrannsókna um tæplega 40%. Lyfjameðferð krabbameinssjúklinga fór lengi vel fram á legudeildum, en í minna mæli á dagdeildum. Krabbameinslyfjagjafir eru oft flóknar því sjúklingar þurfa samtímis að vera í stöðugu eftirliti með reglulegum blóðprufum. Fyrir sameiningu spítalanna voru krabbameinslyf gefin á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Núna eru þau eingöngu gefin á einum stað, dagdeild blóðsjúkdóma og krabbameinslækninga. Lyfjablöndun Apóteks Landspítalans sér um allar lyfjablandanir, þannig er hægt að nýta dýrustu lyfin vel og lítið af þeim fer til spillis. Fjárfest hefur verið í tölvusamskiptaforriti sem auðveldar samskipti milli lækna og lyfjablöndunar og milli lækna og hjúkrunarfræðinga sem lyfin gefa. Öryggisþættir í forritinu hindra að mannleg mistök eigi sér stað við gjöf LÆKNAblaðið 2010/96 439
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.