Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 40
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR HEIMILISLÆKNAR Á SELFOSSI eru um 300.000 manns. Þetta var mjög fjölbreyttur sjúklingahópur, innflytjendur frá Austurlöndum með allt önnur vandamál en miðstéttarsvíarnir sem margir höfðu aldrei kennt sér nokkurs meins fyrr en komnir á tíræðisaldur. Það var ekki óalgengt að níræðar konur kæmu á heilsugæsluna á reiðhjóli. Þarna kynntist maður hinu margfræga sænska velferðarkerfi og sá bæði kosti þess og galla," segir Arnar. Akvörðun um snúa heim aftur lá ekki fyrir þegar þau fluttu út. „Það var alveg opið af okkar hálfu og Svíarnir vona í lengstu lög að maður verði kyrr. Þeir leggja í þessa fjárfestingu að bjóða framhaldsnámið í þeirri von að maður setjist að. Það er krónískur læknaskortur í Svíþjóð og heimilislæknisstarfið er mikils metið þar, dálítið ólíkt því sem maður stundum upplifir hér á íslandi. í Svíþjóð eru heimilislækningar álitnar ein erfiðasta sérgreinin, starfið mjög krefjandi og metið í samræmi við það. Þegar undirsérhæfing eykst í öðrum sérgreinum verður enn mikilvægara að hafa heimilislækni sem þekkir til allra mála og getur haft yfirsýn. I dag er ákaflega gott sérnámsprógram í heimilislækningum rekið hér á landi. Hins vegar er ávallt góð reynsla að flytja út og kynnast nýjum hlutum." Þau velta aðeins fyrir sér hagnýtum þætti sérnáms í heimilislækningum. „Sem heimilislæknir getur maður bókstaflega gengið inn í vinnu hvar sem er í heiminum, hvenær sem er. Það vantar alls staðar heimilislækna. Þetta veitir manni auðvitað ákveðna frelsistilfinningu þó ekki sé meiningin að leggjast í ferðalög. En það er hægt. Eftirspurnin er svo miklu meiri en framboðið." Mikið vaktaálag En hvað varð þá til þess að þau ákváðu aðflytjast heim og setjast að á Selfossi? Þau segja ekkert einfalt svar við því. „Við vorum bæði búin að ljúka sérnáminu og komin í fastar stöður. Við höfðum lítillega rætt þetta okkar á milli, hvenær við ættum að flytja heim og hvar við ættum þá að setjast að. Við vildum bæði vera úti á landi, til að byrja með að minnsta kosti og sáum helst fyrir okkur Norður- eða Austurlandið. En þá hafði Óskar Reykdalsson lækningaforstjóri hér á Selfossi samband við okkur og bauð okkur stöður. Selfoss hafði aldrei hvarflað að okkur, ef til vill vegna tengsla minn þangað," segir Arnar. „Við nánari umhugsun ákváðum við að skoða málið, komum hingað og sáum hús sem okkur leist vel á og eitt leiddi af öðru og hingað vorum flutt með allt okkar hafurtask seinni hluta árs 2005. Þá vorum við með tvö lítil böm sem eru nú sjö og níu ára. Og það þriðja á leiðinni," segir Jórunn. Flutningurinn heim var jafnvel erfiðari en til Svíþjóðar fjórum árum fyrr. „Við höfðum komist mjög vel inn í samfélagið í Skövde og áttum þar marga góða vini og leið vel. I sjálfu sér gátum við alveg hugsað okkur að vera þar áfram en ættingjar og ættjörðin toga og svo má ekki gleyma að Island var á þessum tíma í miklum ljóma. Það voru mikil viðbrigði að koma úr nægjuseminni í Svíþjóð yfir í neysluæðið á íslandi. Það var ákveðin pressa fannst manni í þjóðfélaginu að taka þátt. Við keyptum okkur eldra húsnæði sem þurfti á lagfæringu að halda." Jórunn segir að þau hafi þó ekki farið að ráðum kunningja sem hvatti þau til að rífa húsið og byggja nýtt hús á lóðinni. „Það hvarflaði ekki að okkur enda kannski eins gott eftir á að hyggja." Þau segja mestu viðbrigðin við að hefja starf sem heilsugæslulæknar á Islandi vera vaktaálagið sem fylgir starfinu hér heima. „Þetta er kannski að einhverju leyti sjálfskaparvíti því maður getur stjórnað vaktafjöldanum sjálfur að nokkru leyti en maður festist fljótt í mjög miklum vöktum og þá getur verið erfitt að vinda ofan af því. í Svíþjóð er þetta ekki til staðar. Þar voru mun fleiri læknar og yfirleitt tók maður ekki nema eina vakt í mánuði. Hér eru vaktirnar minnst 6-10 í mánuði og stundum fleiri. Þegar bæði hjónin eru læknar verða ansi fáir sólarhringar í mánuðinum þar sem bæði eru alveg frjáls. Þessu fylgir ákveðin streita og það er kannski meginmunurinn á starfi heimilislæknisins í Svíþjóð og á íslandi. Hér er streitan meiri," segir Arnar og þau eru sammála um að markmið þeirra sé að draga úr vaktaálaginu og verða fjölskylduvænni. „Maður spyr sig óneitanlega hver sé tilgangurinn með allri þessari vinnu ef maður getur aldrei verið algjörlega afslappaður með fjölskyldunni," segja þau. Sem dæmi um hversu öfugsnúið þetta geti verið þá urðu þau að láta fjölskylduhundinn frá sér í fóstur því þau höfðu hreinlega ekki tíma til að sinna honum. „Okkur hefur líka staðið til boða að fá inni í hesthúsi í næsta nágrenni við okkur ef við vildum fá okkur hesta en það myndi aldrei ganga nema gera gagngerar breytingar á vinnufyrirkomulaginu hjá okkur." Þau segjast alls ekki vera að kvarta en þó sé þetta birtingarmynd á starfi heimilislækna utan Reykjavíkur. „Það er reyndar auðveldara að fá lækna í afleysingar hingað á Selfoss, jafnvel eina og eina vakt, þar sem stutt er til Reykjavíkur, en það virðist einsog maður dragist inn í þetta hugarfar að vinna mikið án þess að velta nægilega vel fyrir sér hverju maður fórnar í staðinn. Svo er það bara staðreynd að föst laun lækna eru frekar 428 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.