Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2010, Side 31

Læknablaðið - 15.12.2010, Side 31
FRÆÐIGREINAR TILFELLI MÁNAÐARINS Tilfelli mánaðarins Ágúst Óskar Gústafsson læknir Janus Freyr Guðnason læknir Gunnar Sigurðsson sérfræðingur í lyflækningum og innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum Sjúklingur veitti leyfi fyrir myndbirtingu. Inger Helene Boasson, Ijósmyndari Landspítala, tók myndirnar. 29 ára gamall, áður hraustur karlmaður leitaði á slysa- og bráðadeild Landspítala. Hann hafði í nokkra mánuði fundið fyrir aukinni þreytu, úthaldsleysi, svima og mæði við áreynslu. Á hálfu ári hafði hann lést um 10 kg, matarlyst hafði minnkað, en hann sótti mikið í piparbrjóstsykur. Vinum fannst húðlitur óvenju dökkur miðað við árstíma. Hann tók engin lyf. Við skoðun var húð áberandi brún, sérstaklega í andliti, á olnbogum, á hnúum og í lófafellingum (mynd 1 og 2). Blóðþrýstingur mældist 117/70 mmHg liggjandi og 107/65 mmHg standandi, og jókst púls við það um 30 slög/mín. Skoðun var annars ómarkverð. Blóðprufur sýndu Se-Na 135 mmól/L og Se-K 5,2 mmól/L. Blóðhagur, glúkósi, kreatínín, kalk og þvagskoðun voru eðlileg, sem og hjartalínurit og röntgenmynd af lungum. Hver er greiningin og helstu mismunagrein- ingar? Hvernig er hægt að staðfesta greininguna og í hverju felst meðferð? LÆKNAblaðið 2010/96 767

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.