Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2010, Síða 34

Læknablaðið - 15.12.2010, Síða 34
U M R Æ Ð U R FRUMHERJI O G í F R É T T I R BARNALÆKNINGUM Ávallt sagt skoöun sína umbúðalaust [Hann er svipmikill og kvikur í hreyfingum, sannarlega unglegur því uppúr dúmum kemur að maðurinn er nýlega orðinn áttræður, en ber það sannarlega ekki utan á sér. Þetta er Guðmundur Bjarnason, einn fremsti sérfræðingur okkar á sviði barnaskurðlækninga um áratuga skeið og lengi vel sá eini í íslenskri læknastétt með þessa sérgrein. Guðmundur og eiginkona hans, Bergdís Helga Kristjánsdóttir, búa í Grafarvoginum rétt við golfvöllinn og hann segir að þau hjónin hafi einmitt valið staðinn vegna vallarins. „Það er þægilegt að geta labbað út um dyrnar og verið kominn á fyrsta teig eftir tvær mínútur." Mörg ár eru síðan hann hóf golfiðkun en tók sér svo hlé um nokkurra ára skeið. „Ég byrjaði á þessu austur á Neskaupstað þegar ég var að leysa þar af í sumarfríi á sjúkrahúsinu. Ég náði bærilegum árangri og var kominn með 15 í forgjöf þegar ég tók mér hlé, en þetta blundaði alltaf í mér og við hjónin tókum þetta upp aftur þegar um hægðist og maður fór á eftirlaunin." Guðmundur er fæddur á Brekku í Fljótsdal, sonur Bjarna Guðmundssonar héraðslæknis og Ástu Magnúsdóttur hjúkrunarkonu. Faðir hans gegndi næstu árin héraðslæknisstöðu á Ólafsfirði, svo á Flateyri, en fjölskyldan flutti til Patreksfjarðar þegar Guðmundur var 12 ára gamall og þar bjuggu foreldrar hans til ársins 1954 er faðir hans gerðist héraðslæknir á Selfossi. „Ég lít á mig sem Patreksfirðing, því þar tók ég út minn þroska og stundaði almenna verkamannavinnu og sjómennsku, var á togurunum Verði, Gylfa og seinast á Ólafi Jóhannessyni, en einnig á mótorbátum og í tvö sumur gerði ég út trillu sem ég svo seldi árið 1955 manni á Eyrarbakka. Ég sigldi henni einn suður, frá Patró til Reykjavíkur, og lenti í miklum vandræðum á leiðinni en það hafðist. Trillan eyðilagðist svo stuttu síðar, en nýi eigandinn hafði flutt hana upp að Ljósafossvirkjun til að dytta að henni en henni sópaði burt í flóðinu Hávar fræga sem varð í Soginu og hefur ekki frést af Sigurjónsson henni síðan." Guðmundur segir að sjómennskan hafi sett sitt mark á sig. „Eftir stúdentsprófið var ég að velta fyrir mér tveimur kostum. Að fara í Stýrimannaskólann eða læknisfræðina. Ég kunni alltaf vel við mig á sjónum og gat vel hugsað mér skipstjórn sem framtíðarstarf. Af því varð þó ekki en uppeldið sem ég fékk á sjónum mótaði mig og varð til þess að ég hef ávallt sagt skoðanir mínar á mönnum og málefnum umbúðalaust. Eflaust hefur einhvem sviðið undan og ég líklega stundum verið óþarflega hvass. Maður lærði að svara fyrir sig á dekkinu á gamla Gylfanum." Nám og störf í Svíþjóð Guðmundur lauk læknisfræðinni við HÍ 1958 og eftir tveggja ára störf á ýmsum deildum Landspítalans og Borgarspítalans, ásamt afleys- ingum í héraði á Selfossi og Grundarfirði, hlaut hann almennt lækningaleyfi á Islandi 1960. „Þá stóð hugur minn til framhaldsnáms í skurðlækningum og Svíþjóð varð fyrir valinu. Ég byrjaði sem aðstoðarlæknir á almennu sjúkrahúsi í Flen í Sörmland og við Gauti Arnþórsson vorum þarna saman. Þarna vom tveir þýskir herlæknar, Kund og Schröder, mjög skemmtilegir náungar sem kunnu margar sögur. Schröder sagði mér frá því að á stríðsárunum var hann í herflokki sem hafði aðsetur í litlu þorpi í Hollandi. Þar varð hann vitni að því er hús varð fyrir sprengju úr flugvél og hrundi gersamlega niður við sprenginguna en þegar rykinu svifaði frá kom í ljós að upp á annarri hæð hafði maður setið á klósetti og þarna sat hann enn og hélt sér dauðahaldi í klósettið sem trónaði í nokkurra metra hæð efst á niðurfallsrörinu. Svo var þama einn sænskur læknir sem hóf alla morgna með því að fá sér fullt glas af spritti sem ætlað var til handþvotta. Hann var nú fljótlega rekinn sem vonlegt var. Við sáum þó fljótt að lítil framtíð væri í veru okkar þarna og fórum að hugsa okkur til hreyfings. Eftir að hafa kannað rétt okkar hjá SYLF (Sveriges yngre lakares förening) komumst við að því að við hefðum tveggja vikna uppsagnarfrest og fórum þá að líta í kringum okkur eftir vænlegri stöðum. Gauti fékk 770 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.