Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2010, Síða 39

Læknablaðið - 15.12.2010, Síða 39
MINNINGARORÐ Hrafnkell Helgason 1928-2010 Kynni okkar Hrafnkels hófust skömmu fyrir 1970 og þannig að ég þurfti að hafa tal af vini mínum, Hrafnkeli Stefánssyni, síðar lyfsala, er í hjáverkum vann við að koma upp lyfjabúri á Vífilsstöðum. Símavörðurinn þekkti að vonum ekki annan Hrafnkel en Hrafnkel Helgason yfirlækni og hann kom í símann. Ég vissi þá lítil deili á Hrafnkeli önnur en þau að hann væri bróðir Sigurðar, skólabróður míns og samstúdents. Síðar áttum við Hrafnkell eftir að hafa ýmislegt saman að sælda. Hrafnkell gerðist prófdómari í munnlegum prófum í lyfjafræði og eiturefnafræði og skilaði því með miklum ágætum, enda var honum fremur mörgum öðrum gefið að greina á milli meginatriða og minni atriða. Eftir að próf urðu skrifleg naut ég þess um tíma að hann færi yfir prófúrlausnir með mér, meðan það verklag var enn viðhaft. Er mér þökk í huga fyrir hjálpsemi hans í þessu efni. Við ræddum fyrr á árum oft um, hve vegur læknadeildar væri í raun lítill innan Háskóla Islands og hve stjómsýsla væri þar ófullveðja og ómarkviss. Við lögðum því tíl við læknadeild, ásamt kollega okkar, að Háskóla íslands yrði skipt upp í sjálfstæða skóla, Heilbrigðisháskóla og fleiri skóla, sem þó mættu vera undir einum hattí ef betra þætti. Þetta náði ekki fram að ganga. Nokkurt spor hefur þó verið stígið í þessa átt með sviðaskiptingu Háskóla íslands. Verður þessi skipun vonandi til bóta. Hrafnkell hafði vakandi áhuga á landi Vífils- staða og vemdun þess. Fór ég af þeim sökum með honum og öðmm margar gönguferðir um landið og á landamerki jarðarinnar. Við höfðum veitt því athygli að hvorki er Vífilsstaðasels getíð í Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalín, né í grundvallarriti um sel á íslandi eftir þýskan mann (Egon Hitzler) frá árinu 1979. Enda þótt selið væri merkt á fáein kort, virtist lega þess óviss og fáir eða nær engir virtust þekkja það. Hrafnkell „fann" svo selið skömmu eftir 1980. í framhaldi af því röktum við svo selgötuna í átt að Vífilsstaðavatni vestanvert í Grunnavatnsskarði. Þessi ganga, í fögru veðri að sumarlagi og með fjölskyldu Hrafnkels, er mér enn í dag lifandi í minningunni og er vissulega nátengd persónu hans. Hrafnkell hafði ungur að árum verið hesta- sveinn föður síns, héraðslæknis í víðlendu læknis- héraði, og hafði fengið nóg af hestum, já, meira en nóg af hestum! í samtölum við hestamenn lét hann þess ósjaldan getið að hross væru best Hrafnkell Helgasoti á heimili sínu í Garðabæ árið 2005. komin söltuð í tunnu og þannig ætluð tíl átu. Hrelldi hann með þessu óneitanlega margan saklausan hestamann. Engu að síður lét hann Magnús Kristjánsson ráðsmann hressa upp á gömlu hestagirðinguna á Vífilsstöðum, svo ég gætí haft þar mína hesta í vorbeit og haustbeit. Hélst svo um mörg ár eða þar til ég líkt og fleiri varð undir við útrás golfvíkinga. Fékk ég þá enn beit annars staðar á Vífilsstöðum og hélst svo fram yfir aldamót, að mig þraut kraft og þrek tíl þess að stunda sjálfstæða hestamennsku. Fyrir þetta verð ég Hrafnkeli ævinlega þakklátur. Síðast talaði ég við Hrafnkel í síma stuttu fyrir andlátíð. Hann hafði þá verið mikið veikur, en leið betur í svip. Hann dró ekki dul á að stutt væri eftír að endalokum og ég vissi að það væri satt. Eg hafði skömmu áður heimsótt Vífilsstaðaspítala í tílefni 100 ára afmælisins. Mér hafði þá runnið til rifja að sjá þetta ágæta hús autt og tómt og þá hrörnun sem þegar er sýnileg í húsakosti á staðnum. Ég heyrði það á Hrafnkeli að hann hefði ekki treyst sér til að heimsækja Vífilsstaði - ekki vegna veikinda, heldur vegna tómsins og hirðuleysisins á staðnum. Ég kveð góðan dreng og góðan lækni með trega í huga og færi góðri eiginkonu hans, bömum og skyldfólki innilegar samúðarkveðjur. Þorkell Jóhannesson LÆKNAblaðið 2010/96 775 Ljósm: Védís Skarphéðinsdóttir.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.