Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 41

Læknablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 41
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR FÉLAG ALMENNRA LÆKNA „Það er nánast regla fremur en undantekning að almennir læknar þurfi að vinna áfram eftir að hefðbundnum vinnudegi er lokið, við frágang dagvinnunnar eða undirbúning innlagna, án þess aðfá nokkra yfirvinnu greidda," segir Eyjólfur Þorkelsson formaður Félags almennra iækna. orðið af ýmsum ástæðum. Nú eru tilbúnar tillögur að vaktakerfi fyrir tvö svið sem almenn sátt ríkti um í nefndinni, en vegna fyrrnefndra tafa var óskað eftir fresti. Framkvæmdastjórn spítalans hafnaði hins vegar þeirri ósk og lét ennfremur í það skína að ekki yrði að fullu farið að tillögum nefndarinnar, sem þeir höfðu þó skuldbundið sig til samkvæmt samkomulaginu frá vordögum. Eyjólfur segir mjög leitt ef tillögur nefndarinnar ná ekki fram að ganga, því með þeim séu í rauninni sniðnir helstu vankantar af núverandi kerfi. „Við höfum bundið miklar vonir við þessar nýju tillögur. Fyrir hönd félagsins hef ég farið á fund forstjóra Landspítala um þetta mál, því okkur finnst ábyrg afstaða stjórnar spítalans felast í því að leyfa nefndinni að ljúka starfi sínu ótrufluð. Með því að ýja að breytingum á framkomnum tillögum og hafna ósk nefndarinnar, er starf hennar í uppnámi, jafnframt því sem þetta ýtir undir óöryggi og óánægju meðal bæði almennra lækna og sérfræðinga sem sjá fram á aukið vinnuálag ef almennir læknar hverfa frá spítalanum." Verri áhrif til lengri tíma Eyjólfur segir það nánast rangfærslu að tala um yfirvofandi læknaskort. „Hann er staðreynd nú þegar. Tilfinnanlegastur er hann meðal lækna á aldursbilinu 30-45 ára, en í þeim hópi eru almennir læknar sem farnir eru til framhaldsnáms erlendis og þeir sem lokið hafa sérfræðinámi en eru enn starfandi erlendis. Þess utan hefur almennum læknum á Landspítala verið fækkað um nálega 20% á stuttum tíma. Almennir læknar finna fyrir auknu álagi í vinnu og upplifa efnahagsþrengingar í samfélaginu á sama hátt og aðrir þegnar. Þegar þeir eiga þess kost að fara út til starfa og náms, þar sem vinnutíminn er styttri, launin hærri og aðstæður almennt mun betri, er ekkert skrýtið að þeir velji þann kost. Þetta sama ástand veldur því að ungir sérfræðingar telja ekki fýsilegt að flytjast heim. Ábyrgð stjómenda Landspítalans og heilbrigðisyfirvalda er því mikil þegar reynt er að þrengja að kjörum og starfsaðstæðum almennra lækna, að því er virðist með öllum tiltækum ráðum. Það hefur slæm áhrif til skamms tíma en líklega eru áhrifin enn verri þegar litið er til lengri tíma. Við erum öll á sama báti að þessu leyti. Sérfræðingarnir finna fyrir því að með fækkun almennra lækna eru þeir hreinlega að kafna í verkefnum sem almennir læknar sinntu áður og það hlýtur að vera freistandi að halda til starfa erlendis þar sem þeim býðst aðstaða til að vinna í sinni sérgrein og engu öðm." LÆKNAblaðið 2010/96 777

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.