Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 47
UMRÆÐA O G F R É T T I R L Y F LYFJASPURNINGIN Of mikið serótónín í heilanum? Elín I. Jacobsen lyfjafræöingur, verkefnastjóri Miðstöðvar lyfjaupplýsinga Landspítala elinjac@landspitali. is Einar S. Björnsson meltingarlæknir og formaður lyfjanefndar Landspítala einarsb@iandspitaii.is Höfundarnir svara gjarnan spurningum lesenda um lyfjamál, og birta jafnvel áhugaverð tilfelli, sjá netföng þeirra. Tæplega fimmtug kona með töluvert fjölskrúðuga heilsufarssögu lagðist inn á gigtardeild vegna þess að líðan hennar hafði versnað. Hún þjáist af réttstöðuþrýstingsfalli, hjartsláttarónotum, munn- þurrki, kláða, miklum svita, ógleði, lélegri matarlyst og hafði lést um átta kg á fjórum mánuðum. Þá hafði blóðleysi og versnandi nýmastarfsemi gert vart við sig og hún fundið fyrir þrálátum verkjum í hægri flanka. Hún hafði verið með þunglyndi, sykursýki, hækkað kólesteról, Sjögrens-heilkenni og brjósklos í baki. Hún hafði nýlega verið hjá geðlækni sínum. Að beiðni gigtarlæknis var Miðstöð lyfjaupplýsinga falið að yfirfara lyfjameðferð konunnar með tilliti til þessara einkenna. Hún var á 15 mismunandi lyfjum, þar af eftir- farandi geðlyfjum: modafinil 400 mg (eykur árvekni), sertralín 100 mg (við þunglyndi), levómeprómazín 50 mg (fyrir svefn), duloxetín 30 mg (við þunglyndi), metýlfenidat 54 mg (við athyglisbresti með ofvirkni), clomipramín 75 mg x 2 (við þunglyndi). Önnur lyf: metformín 500 mg, rabeprazól 20 mg, metóprólól 23,75 mg, atorvastatín 20 mg, levótýroxín 150 mcg, magnesíum 250 mg, D-vítamín, parasetamól/ kódein og tramadól. Niðurstaða mats á klínísku mikilvægi milli- verkana var: • sertralín, duloxetín og levómeprómazín hamla lifrarensíminu CYP2D6 sem getur leitt til hækkaðrar blóðþéttni af clomipramín og aukið líkur á aukaverkunum þess, svo sem munnþurrki og hjartsláttarónotum. • clomipramín og levómeprómazín geta valdið lengingu á QT-bili sem getur verið orsök rétt- stöðuþrýstingsfalls. Þá getur réttstöðuþrýstingsfall verið milliverkun levómeprómazíns og duloxeh'ns. • metýlfenidat hefur áhrif á matarlyst og dregur verulega úr henni. • serótónínheilkenni - samiegðaráhrif lyfja á ser- ótónínvirka kerfið geta aukið líkur á þessu. Modafinil, sertralfn, levómeprómazín, duloxetfn, metýlfenidat, clomipramín og tramadól eru öll serótónínvirk lyf. Akveðið var að endurskoða lyfjameðferðina í samráði við geðlækni konunnar. Clomipramín- skammtur lækkaður og stefnt að því að hætta alveg ef engin fráhvarfseinkenni kæmu fram. Sertralín- skammtur helmingaður og stefnt að því að hætta lyfjagjöf eftir tvær vikur. Levómeprómazín- skammtur minnkaður úr 50 mg í 25 mg og stefnt að því að hætta alveg. Modafinil-skammtur lækk- aður úr 400 mg í 100 mg. Mánuði síðar var konan hætt á öllum geðlyfjum nema duloxetín og levómeprómazín. Hjartsláttarónot, blóðþrýstingsvandamál, ógleði og svitaköst voru úr sögunni. Að eigin sögn var hún meyrari og heldur þyngri en fann þó ekki mikinn mun á andlegri líðan og sagðist sofa ágætlega. Þetta tilfelli vakti þá spurningu hvort um væri að ræða serótónínheilkenni vegna klínískt mikilvægra milliverkana. Serótónínheilkenni er í raun serótóníneitrun með hækkandi seró- tónínþéttni á taugamótum. Heilkennið stafar af oförvun á serótónínviðtökum í heilastofni og mænu og er skammtaháð. Ástæður geta verið aukin framleiðsla, hömlun á niðurbroti, aukin losun eða hömlun á endurupptöku serótóníns.1 Ofskömmtun serótónínvirkra lyfja, sérstak- lega serótónín- endurupptökuhemla og venla- faxíns eða hömlun á niðurbroti serótónínvirkra lyfja, eykur hættu á serótóníneitrun. Þannig er hætta á serótóníneitrun þegar tvö SSRI lyf eru gefin samtímis. Einnig er þekkt serótóníneitrun vegna clomipramín.2 Alvarlegustu tilfellin eru þó þegar mónóamín-endurupptökuhemill (MAO) er gefinn með SSRl, þríhringlaga geðlyfjum eða venlafaxíni, en MAO-hemlar hamla niðurbroti serótóníns. Serótónínheilkenni getur verið erfitt að greina og einkenni ekki alltaf augljós.1- 3 í stórum dráttum er um að ræða ofvirkni í taugum og vöðvum, óstöðugleika í ósjálfráða taugaverkinu og breytingu á geðheilsu. Þessi þrenning einkenna kemur ekki endilega öll fyrir og geta einkenni verið væg en einnig lífshættuleg. Einkenni geta líka verið þanin ljósop, niðurgangur, mikil svitamyndun, roði, hraðsláttur og háþrýstingur eða lágþrýstingur, vöðvakippir og ofviðbrögð (hyperreflexia). í mjög alvarlegum tilvikum má nefna ofurhita, vöðvaniðurbrot, nýrnabilun og truflanir í blóðstorknun. Vöðvakippir og ofviðbrögð hjá sjúklingum á serótónínvirkum lyfjum ættu að vekja grun lækna um þetta heil- kenni.2 Einnig eiga læknar að kanna sérstaklega ábendingar lyfja hjá sjúklingum með fjöllyfja- meðferð, en það er efni í annan pistil. 1. Sun-Edelstein C, Tepper S, Shapiro R. Drug-induced serotonin syndrome: a review. Expert Opin Drug Saf 2008; 7: 587-96. 2. Thanacoody R. Serotonin syndrome. Adverse Drug Reaction Bulletin 2007; 243: 931-4. 3. Boyer EW, Shannon M. The serotonin syndrome. N Engl J Med 2005; 352:1112-20. LÆKNAblaðið 2010/96 783

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.