Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2011, Page 14

Læknablaðið - 15.01.2011, Page 14
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla III. Hugsanlegir áhættuþættir. Hugsanlegur áhættuþáttur Samtals fjöldi Börn með fæðuofnæmi samkvæmt þoiprófi N % (N/1341) n % (n/25) Fæðing barns með valkeisara eða bráðakeisara 170 12,68% 5 20% Barn: sýklalyf á fyrstu vikunni 85 6,33% 2 8% Barn: súrefni meðan á sjúkrahúsdvöl stóð 129 9,62% 3 12% Móðir: sýklalyf í fæðingunni 135 10,07% 4 16% Móðir: sýklalyf eftir fæðinguna 80 5,97% 1 4% Móðir: sýklalyf á meðgöngu 312 23,27% 5 20% Barn: ábót í sjúkrahúsdvöl 413 30,80% 8 32% Móðir: á sér sögu um ofnæmi* 656 48,91 % 12 48% Faðir: á sér sögu um ofnæmi* 521 38,85% 14 56% Foreldrar eiga sér sögu um ofnæmi* 255 19,02% 7 28% Móðir: meðgöngueitrun 75 5,59% 1 4% Móðir: háþrýstingur á meðgöngu 141 10,52% 3 12% Móðir: meðgöngusykursýki 34 2,54% 1 4% Móðir: þvagfærasýking á meðgöngu 138 10,29% 0 0% Móðir: kvef/hiti á meðgöngu 420 31,32% 0 0% Báðir foreldrar með háskólagráðu 424 31,62% 11 44% Móðir reykti á meðgöngu 103 7,68% 0 0% Móðir: óbeinar reykingar á meðgöngu 84 6,26% 1 4% Barn: óbeinar reykingar 437 32,59% 8 32% Gæludýr á heimilinu 376 28,04% 9 36% Móðir: lýsi að staðaldri á meðgöngu 495 37,14% 8 32% Móðir: lýsi að staðaldri þegar hún var með barn á brjósti 401 29,90% 7 28% Barn: lýsi daglega eða oft í viku 937 69,87% 14 56% Taflan sýnir fjölda og hlutfall barna meö hvern þátt sem athugað var hvort heföi í för meö sér aukna áhættu á fæðuofnæmi og einnig hversu mörg börn meö staðfest fæöuofnæmi höföu tiltekinn áhættuþátt. ‘Ofnæmi: Viðkomandi eiga sér sögu um frjókorna-, ryk-, dýra- og fæðuofnæmi eða astma. 1. Af þeim börnum sem greind voru með astma höfðu 88,98% (104/118) haft hvæsandi öndun eða píphljóð í brjósti og 84,74% (100/118) fengið berkjuvíkkandi lyf og stera í innöndun. Heildarhlutfall barna með ofnæmissjúkdómana astma, exem, ofnæmiskvef eða staðfest fæðu- ofnæmi á fyrsta ári er 15,96% (214/1341). Rannsakaðir voru áhættuþættir sem gætu haft áhrif á tilkomu ofnæmissjúkdóma hjá barni, sjá töflu III. Tafla IV sýnir þá áhættuþætti þar sem hugsanleg fylgni fannst. Meðgöngueitrun hjá móður jók tilhneigingu barns til að mynda næmi fyrir fæðu (p=0,002; OR=3,42 (95% CI 1,47-7,95)) en sú fylgni hvarf ef móðir hafði aldrei verið með ofnæmi. Lýsisneysla barns, daglega eða oft í viku, minnkaði líkur á að það yrði næmt fyrir fæðu (p=0,005; OR=0,42 (95% CI 0,22-0,79)), fengi jákvætt ofnæmishúðpróf (p=0,025; OR=0,39 (95% CI 0,16-0,92)) og jákvætt IgE í sermi (p=0,010; OR=0,46 (95% CI 0,25-0,84)) en jók tilhneigingu til astma (p=0,002; OR=2,12 (95% CI 1,29-3,43)). Þessi fylgni hvarf ef foreldrar barns höfðu aldrei verið með ofnæmi. Reykingar á meðgöngu minnkuðu líkur á því að barn fengi exem (p=0,021; OR=0,22 (95% CI 0,05-0,90)) og átti það líka við ef móðir hafði aldrei fengið ofnæmi (p=0,047; OR=0). Hins vegar var ekki fylgni milli þessara þátta ef foreldrar áttu sér sögu um ofnæmi. Mæður sem höfðu fengið ofnæmi voru 48,9% og feður 38,9%. Þar af höfðu 6,3% foreldra ofnæmi fyrir hundum, 9,6% fyrir köttum og 7% fyrir ryki. Sterkasti áhættuþátturinn fyrir astma var ef foreldrar höfðu fengið ofnæmi (p<0,001; OR=2,12 (95% CI 1,40-3,21)) og exem (p=0,004; OR=1,90 (95% CI 1,22-2,97)). Ef eingöngu móðir átti sér sögu um ofnæmi var bam hennar líklegra til að fá astma (p=0,001; OR=l,99 (95% CI 1,34-2,95)) en það hafði ekki áhrif á exem. Ef aðeins faðir hafði fengið ofnæmi var bam hans líklegra til að fá exem (p=0,024; OR=l,58 (95% CI 1,06-2,36)) en það hafði ekki áhrif á astma. Umræður Niðurstöðurnar varpa ljósi á algengi fæðuof- næmis, astma og exems á fyrsta ári og sýna algengustu fæðutegundir sem valda ofnæmi hjá þessum aldurshópi. Þær undirstrika nauðsyn þess að greina fæðuofnæmi rétt til að hlífa barni við sjúkdómsvaldandi fæðu, en einnig að nauðsynlegt er að sanna fæðuofnæmið til að ofgreina ekki. Af þeim 1345 börnum sem upphaflega hófu þátttöku, luku 1314 við 12 mánaða eftirfylgni og er úrtaksrýrnun því lítil á þessu tímabili. Þátttakendur í rannsókninni eru um 13,4% af þeim börnum sem fæddust á sömu svæðum og á sama tímabili.8 í öllum svona rannsóknum er hætta á valskekkju, en hátt hlutfall foreldra sem eiga sér sögu um ofnæmi (mæður 48,9% og feður 38,8%) gæti bent til þess. Engar birtar tölur eru til um ofnæmi fullorðinna íslendinga, athugað með spurningalistum. Til að athuga valskekkju bárum við sögu um staðfest ofnæmi hjá foreldrum saman við rannsókn Davíðs Gíslasonar frá 1995 á 20-44 ára gömlum íslendingum.9 Rannsóknin sýndi jákvætt húðpróf fyrir hundum hjá 6,3%, köttum hjá 7,6% og rykmaurum hjá 6,1%, sem er sambærilegt við okkar rannsókn sem skoðaði sögu um staðfest ofnæmi.9 í rannsókn okkar töldu 5,52% mæðra barn sitt vera með fæðuofnæmi. í íslenskri rannsókn á 18 mánaða gömlum börnum töldu 27% foreldra 14 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.