Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Síða 25

Læknablaðið - 15.01.2011, Síða 25
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T áfengis eða lyfja, áhrifum sýkingar, brenglunar á blóðsöltum og svo framvegis. Taugaskoðun og mat: Leggja þarf mat á hugarástand sjúklings: vökustig, áttun og hvort til staðar sé ruglástand. Einnig þarf að athuga hvort til staðar sé augnvöðvalömun eða augnatin og hvort sjúklingurinn getur setið uppi í rúmi, staðið og gengið eðlilega án hjálpar, þar með talið línugang. Eftir skoðun er rétt að velja rannsóknir á sjúklingi með líklegar mismunagreiningar og fylgikvilla í huga. Þannig á við minnsta tilefni á að fá bráða tölvusneiðmynd af heila og segulómrannsókn með skuggaefni ætti að taka brátt eða fljótlega. Einnig ætti að mæla magnesíumstyrk í sermi. Greining líklegs Wernicke: Gagnlegar leið- beiningar um greiningu og meðhöndlun á slysa- og bráðamóttökum voru gefnar út árið 2001 af Bresku læknasamtökunum (Royal College of Physicians).52 Mikilvæg viðbót við þær leið- beiningar eru ráðleggingar frá Thomson og Marshall um meðferð sjúklinga utan sjúkrahúsa sem eru í hættu á að fá Wernicke.53 Samkvæmt þeim þarf einstaklingur einungis að vera með líklegan Wernicke eða vera talinn vera með sjúkdóminn til að fá tafarlausa meðhöndlun með stórum skömmtum af þíamíni. Einstaklingar sem eru með vísbendingar um langvinna áfengissýki eru líklega með sjúkdóminn ef til staðar er eitthvert eftir- talinna einkenna sem ekki er hægt að skýra með öðru móti: Brátt ruglástand (ekki vegna ölvunar), tituróráð, minnistruflun, skert meðvitund, augn- vöðvalömun eða augnatin, stjórnleysi (ekki vegna ölvunar) eða óútskýrð lækkxm á líkamshita ásamt lækkuðum blóðþrýstingi (tafla II).52'53 Þess má geta að stjórnleysi sjúklings með Wernicke einkennist af óstöðugleika eða óregluhreyfingum sjúklings er hann situr uppi, stendur eða gengur. Það er talið orsakast af bráðri vanstarfsemi beggja vegna í andarkjörnum, oft með litlum eða engum óregluhreyfingum í útlimum við hæl-hné eða fingur-nef próf.1 Greiningarskilmerki fyrir Wernicke og Korsakoff hjá áfengissjúklingum birtust 1997 (tafla III). Markmið þeirra var að auka næmi klínískrar greiningar. Þau byggja á að tvö af fjórum skilmerkjum séu til staðar: 1) næringarskortur, 2) augnhreyfitruflun (eye signs), 3) klínísk truflun í starfsemi hnykils (cerebellar signs), 4) breyting á hugarástandi eða væg minniskerðing. Korsakoff-minnistruflun er greind ef sjúklingur uppfyllir greiningarskilmerki fyrir Wernicke og er auk þess með minnisleysi og óáttun án bráðs rugls. Sjúklingur hefur þá eðlilega skynjun og meðvitund og minnistruflun lagast ekki við meðferð þíamíns. Greiningarskilmerkin voru sannreynd með afturskyggnri rannsókn á 106 Tafla III. Greiningarskilmerki Wernicke-sjúkdóms. Greining krefst tveggja af fjórum skilmerkjum. Skilmerki Nánari lýsing Næringarskortur Saga um verulega skerta fæðuinntöku. Líkamsþyngdarstuðull (BMI) tveim staðalfrávikum undir eðlilegu gildi. Staðfestur þíamínskortur samkvæmt mælingu í blóði. Augnhreyfitruflun (eye signs) Augnvöðvalömun. Augnatin (nystagmus). Ósamstæð augnstaða (gaze palsy). Klínísk truflun í starfsemi hnykils (cerebellar signs) Óstöðugleiki við að sitja, standa eða ganga (*). Stjórnleysi útlima (ataxia) við hæl-hné próf, past pointing eða dysdiadokokinesis. Breyting á hugarástandi eða væg minnisskerðing Breyting á hugarástandi: Ruglástand. Óáttun í 2/3 (eigin persóna, staður eða stund). Skert meðvitund eða meðvitundarleysi. Skert geta við talnarunupróf (digit span test) Væg minnisskerðing: Getur ekki munað tvö eða fleiri orð í fjögurra atriða minnisprófi (four item memory test). Væg minnistruflun við taugasálfræðilega prófun. (*) Þess má geta að ójafnvægi í bráðum Wernicke er líklega vegna bráðrar vanstarfsemi beggja vegna í andarkjörnum (hægt að meta slíkt með kalórísku prófi á starfsemi þeirra) en hér er það flokkað undir truflun í starfsemi hnykils. látnum áfengissjúklingum. Sjúkraskýrslur voru skoðaðar og bornar saman við niðurstöður krufninga. Næmið reyndist 85% og sértæki 100% fyrir greiningu Wernicke og fyrir greiningu Korsakoff var næmið 88%. Hins vegar reyndist það aðeins 50% við greiningu Wernicke ef einnig var til staðar lifrarheilakvilli. Líkleg skýring er að það er mikil skörun á klínískum einkennum milli sjúklinga með heilakvilla vegna lifrarsjúkdóms og Wernicke.54 Greiningarskilmerkin hafa ekki verið sannreynd á framsæjan hátt og líklegt er að þau séu mjög ósértæk við greiningu bráðs Wernicke frá öðrum ástæðum heilakvilla (encephalopathy) meðal áfengissjúkra, sérstaklega hjá þeim sem eru með langvinnan skaða í formi göngulagstruflunar eða augnatins eftir fyrri veikindi af sjúkdómnum. Hins vegar er ótvíræður kostur þeirra fólginn í því að flestir sem þurfa á meðferð að halda fá hana og hljóta því síður alvarlegan miðtaugakerfisskaða. Vafalaust fá margir ónauðsynlega stóran skammt af þíamíni án þess að vera með Wernicke en meðferðin er ódýr og hefur afar sjaldan alvarlegar aukaverkanir. Mæling á þíamínskorti: Hægt er að sýna fram á þíamínskort með mælingu á virkni transketólasa (TK) í rauðkornarofnu (hemolysed) blóði. Við þía- mínskort er virkni TK verulega minnkuð og eykst óeðlilega mikið (>25%) þegar ofgnótt af TDP er bætt út í heilblóðið (aukin TDP áhrif).55'56 Einnig er hægt að mæla styrk þíamíns, þíamínfosfats og TDP í blóði eða rauðum blóðkornum á beinan hátt með litskiljunaraðferð (chromatography).57 Þessar LÆKNAblaðið 2011/97 25

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.