Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 40
U M R Æ Ð U R H Ú Ð F L Ú R O G F R É T T I R Myndin sýnir svör íslenskra grunnskólanemenda í 8.-10. bekk viö könnun Rannsóknar og greiningar ehfá húðflúrun og líkamsgötun pessa aldurs- hóps, sem gerð var í mars 2008. Þekkt er að einstaklingar sýni ofnæmisvið- brögð við húðflúrun og eru ákveðnir litir meiri ofnæmisvaldar en aðrir. Er spurning hvort ekki væri skynsamlegt að einstaklingur tæki einhvers konar ofnæmispróf áður en ráðist er í viðamikla húðflúrun. Afleiðingar ofnæmis fyrir húðlitum geta verið bæði slæmar og langvarandi. „Ég hef séð slæm tilfelli um sýkingar og afleiðingar af bæði ofnæmi og óþoli fyrir litar- efnunum. Óþol fyrir tilteknum litarefnum getur valdið óþægindum lengi því það tekur líkamann mjög langan tíma að losa sig við efnið, " segir Rafn Ragnarsson. Skrumkenndar upplýsingar Rafn segir að í upphafi þegar byrjað var að fjarlægja húðflúr með leisergeisla hafi geislinn ekki verið með stillanlega bylgjulengd þannig að hann brenndi yfirhúðina og olli sýnilegum skemmdum í leðurhúðinni. Eftir urðu ljót ör sem ekki var auðvelt að laga. „Vissulega hefur leisertækninni farið fram en engu að síður er alltaf verið að ganga á húðina, eyða hárum, svita- og fitukirtlum svo hún er mun verri en áður. Þar sem liturinn liggur mjög djúpt er hægt að skera þetta burtu og græða á nýja húð eins og eftir brunasár, en ummerkin sjást alltaf greinilega, auk þess sem einnig verður sýnilegur gluggi á þeim stað þar sem ágræðsluhúðin var tekin. Það er hægt að slípa, hefla, skera og brenna burt húðflúr en allt skilur þetta eftir ör. Ég held að ég tali fyrir fleiri lýtalækna en einungis sjálfan mig þegar ég segi að helst vilji maður ekki gera þetta því árangurinn er einfaldlega ekki nógu góður." Undir þetta tekur Jens Kjartansson klínískur prófessor í lýtalækningum og segir árangurinn af því að fjarlægja húðflúr, hvort heldur er með leisergeisla eða aðgerð, tæpast nokkurn tíma vera ásættanlegan. Það er helst þegar húðflúrið er svo smátt að hægt er að skera það burt og sauma saman sárið. Það er reyndar fátítt að fólk sé með svo lítil húðflúr að slík aðgerð komi að gagni. í ljósi þessa vekur athygli að þegar leitað er upplýsinga á vefsíðunni doktor.is kemur eftirfarandi svar upp við spurningunni um hvort hægt sé að fjarlægja húðflúr með leisergeislum. Svarið er komið nokkuð til ára sinna, dagsett 1. janúar 1999 og því eru rétt tólf ár síðan færslan átti sér stað. Undir svarið skrifar Sólveig Magnúsdóttir læknir. „Það er rétt að í dag er hægt að fjarlægja húð- flúr með leisergeislum. Til eru nokkrar tegundir leisergeisla, en þeir sem mest eru notaðir til að fjarlægja húðflúr eru svokallaðir Q-switced lazers og skilja þeir ekki eftir sig nein ör. Af þeim eru til nokkrar tegundir og er Ruby ein þeirra, Nd:Yag er önnur. Meðferð með Ruby Lazer hentar ágætlega til að fjarlægja húðflúr sérstaklega ef húð er ljós. Á einstaklingum með dökka húð er betra að fjarlægja húðflúr með Nd:Yag lazer, því minni líkur eru á að það svæði sem meðhöndlað er missi húðlit og verði ljósara en aðliggjandi svæði. Þess vegna er einnig mikilvægt að húðin sé ekki sólbrún þegar farið er í meðferð." Þetta er langt í frá eina svarið þessa efnis á netinu því segja má að allir geti fundið svar við hæfi ef leitað er. Fjölda greina (auglýsinga) um hversu auðvelt sé að fjarlægja húðflúr er þar að finna en innan um má einnig finna greinar þar sem skýrt er tekið fram að mjög erfitt og kostnaðarsamt geti reynst að fjarlægja húðflúr. Auk leisermeðferða er bent á að hægt sé að láta „raspa" húðflúrið af og einnig er sagður á markaðnum áburður sem eyði húðflúri hægt og bítandi. Raspið er frumstæð og sársaukafull aðgerð sem skilur eftir sig ljót ör og lagðist nánast af eftir að leisermeðferð kom til sögunnar. Þegar leitað er svara við árangri af notkun áburðarins verða svörin skrumkennd og óljós. Niðurstaðan virðist nokkuð ótvíræð. Það er vissara að hugsa sig vel um áður en ráðist er í að láta húðflúra sig því það verður ekki fjarlægt svo vel sé og þá með ærnum tilkostnaði. 1 http://www.harrisinteractive.com/vault/Harris- Interactive-Poll-Research-Three-in-Ten-Americans-with-a- Tattoo-Say-Having-One-Makes-Them-Feel-Sexier-2008-02. pdf. 21. desember 2010 40 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.