Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2011, Qupperneq 4

Læknablaðið - 15.09.2011, Qupperneq 4
9. TBL. 2011 LEIÐARAR FRÆÐIGREI NAR 459 Magnús Gottfreðsson HIV og alnæmi 30 árum síðar Árið 2010 greindust 24 HIV- smitaðir hérlendis, fleiri en nokkru sinni. Margt bendir til að þeir verði enn fleiri í ár. Flestir hinna nýgreindu eru sprautufíklar sem sprauta sig með örvandi efnum i æð, svo sem amfetamíni eða metýlfenídati (ritalíni). 461 Engilbert Sigurðsson Vegferð Læknablaðsins og ógnir við velferð sjúklinga Kreppan hefur sett mark sitt á fjölmiðla síðustu þrjú ár og umfjöllun um heilbrigðisþjónustu sjaldséð. Læknablaðið fjallar æ meira um þessi málefni. Dæmi er fækkun lækna sem starfa hérlendis og fleiri vinnuferðir sérfræðilækna til Norðurlanda. Þetta hefur áhrif á heilsugæsluna og ógnar langtímaþjónustu á Landspítala. 463 Stefán Sigurkarlsson, Michael Clausen, Þórarinn Gíslason, Davíð Gíslason Aukning öndunarfæraeinkenna og notkunar astmalyfja meðal íslendinga á aldrinum 20-44 ára Draga má þá ályktun að líklega hafi ofnæmissjúkdómar aukist af sömu orsökum hér og í nágrannalöndunum, og að aukningin sé fyrst og fremst tengd breytingum á lífsháttum með meiri velmegun, sem borist hafi seinna að ströndum landsins. 469 Hjalti Már Björnsson, Hilmar Kjartansson Áverkaómun Víða er farið að kenna ómskoðun og hafa bráðalæknar verið þar í fararbroddi. Jafnvel nokkurra tíma kennsla reynist skilar gagnlegri þekkingu læknanema og er vinsæl meðal þeirra. Við kennslu bráðalækninga í Bandaríkjunum hefur bráðaómskoðun verið hluti þjálfunar námslækna síðan árið 2001. í þessari yfirlitsgrein er farið í saumana á áverkaómun. 477 Harpa Kristinsdóttir, Soffía Jónasdóttir, Sigurður Björnsson, Pétur Lúðvígsson Beinkröm hjá barni í sjúkratilfellinu er sagt frá stúlku með fæðuofnæmi sem var á brjósti í tæpt ár og fékk D-vítamín viðbót í AD-dropum og í þorskalýsi. Hún fékk beinkröm vegna of lítillar D-vítamininntöku þar sem skömmtunin á þorskalýsi var röng og hún fékk fæðuofnæmi sem kom í veg fyrir að hún fengi D-vítamín úr mat. 483 Anna Bryndís Einarsdóttir, Rúnar Helgi Vignisson, Einar Stefánsson Leiðbeiningar um ritun fræðigreina Lestur fræðigreina er góð leið til að kynnast meginreglum slíkra skrifa og iðulega geta höfundar fundið grein um svipað efni sem hafa má til hliðsjónar við skrifin. Ritun fræðigreina krefst áhuga, úthalds og aga. Það er til lítils að gera tímamótarannsókn ef niðurstöðurnar eru svo illa settar fram að þær skiljast ekki. 456 LÆKNAblaðiö 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.