Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2011, Side 7

Læknablaðið - 15.09.2011, Side 7
RITSTJÓRNARGREIN HIV og alnæmi 30 árum síðar Magnús Gottfreösson sérfræöingur í smitsjúkdómum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Islands magnusgo@landspitali.is Sumarið 1981 birtust tvær stuttar greinar sem létu lítið yfir sér þar sem lýst var nokkrum tilfellum af sérkennilegri sýkingu, Pneumocystis carinii (nú P. jiroveci) lungnabólgu hjá ungum karlmönnum í Kalifomíu og New York.1-2 Aðeins einu ári síðar hafði áþekkum tilfellum fjölgað gríðarlega. Menn gerðu sér grein fyrir að vandamálið væri nýtt, víðtæk ónæmis- bilun sem fékk sjúkdómsheitið AIDS, eða alnæmi á íslensku. Arið 1983 var HIV fyrst lýst og í kjölfarið varð ljóst að um heimsfaraldur var að ræða. Útbreiðslan var hröð þótt sjúkdómseinkenni kæmu seint fram. Fyrstu ár alnæmisfaraldursins einkenndust af tilfinningaþrunginni um- ræðu, óvissu og úrræðaleysi. Sjúkdómur- inn var illviðráðanlegur og dró fólk til dauða fyrir aldur fram. Nú er talið að rúmlega 33 milljónir jarðarbúa séu HIV- smitaðir og að tvær milljónir deyi árlega af völdum veirunnar. Þrátt fyrir þessar nöturlegu staðreyndir hafa framfarir í lyfjameðferð gegn HIV verið gríðarlegar undanfarin 15 ár. Samsett meðferð með and-retroveirulyfjum hefur stórbætt horfur þeirra sem greinast. Nýir lyfjaflokkar hafa komið fram á sjónarsviðið. Mörg hinna nýju lyfja beinast að skotmörkum í HIV sem áður voru utan seilingar, svo sem integrasa og kemokín-viðtökum. Þessu til viðbótar hafa nú í fyrsta sinn birst jákvæðar vísbendingar um bóluefni. Á forsíðu hins vinsæla tímarits The Economist í sumar var velt vöngum yfir mögulegum endalokum alnæmisfaraldursins, eða „The end of AIDS?" sem er lýsandi fyrir þá bjartsýni sem nú ríkir. Smitleiðir HIV eru flestum kunnar, en þær eru óvarin kynmök, smit frá móður til bams og snerting við sýkta vefi eins og við blóðgjöf eða hjá sprautufíklum sem deila nálum. Vægi smitleiðanna er þó mismunandi eftir löndum og tíma- bilum. Hlutdeild innflytjenda meðal ný- greindra HlV-smitaðra á Norðurlöndunum hefur aukist undanfarinn áratug. Einnig eru sterkar vísbendingar um að HIV sé í sókn meðal samkynhneigðra karlmanna í nágrannalöndum okkar. Á hinn bóginn hefur nýgengi meðal sprautufíkla verið á niðurleið í Evrópu, en sprautufíklar eru þar <5% nýrra tilfella að jafnaði. Meðaltalstölur segja þó ekki alla söguna. Útbreiðsla HIV er hröð þegar veiran berst í hóp fíkniefnaneytenda. Nágrannar okkar, bæði Svíar og Finnar, hafa bitra reynslu af slíkum faröldrum, en bitrust er þó reynsla Eista, þar sem 60-90% allra sprautufíkla smituðust af HIV á skömmum tíma. En hver er staðan á íslandi? Til skamms tíma var HIV ekki vandamál meðal sprautufíkla hér, en það hefur breyst hratt undanfarna mánuði. Árið 2010 bættust 24 einstaklingar í hóp HlV-smitaðra hérlendis, fleiri en nokkru sinni. Margt bendir til að það met verði jafnað eða jafnvel slegið árið 2011. Flestir hinna nýgreindu einstaklinga eru sprautufíklar sem sprauta sig með örvandi efnum í æð, svo sem amfetamíni eða metýlfenídati (ritalíni). Á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala er hlutfall sprautufíkla meðal HlV-smitaðra þegar komið yfir 20%, sem er hærra hlutfall en bæði í Stokkhólmi og Helsinki. Þeir sem misnota metýlfenídat eru oft stjórnlausir í sinni neyslu og hvatvísir, sem veldur því að þeir sprauta sig mun oftar en aðrir fíklar. Þeir eru síður líklegir til að nota hreinar nálar því að vímuástand þeirra brenglar áhættumat. Reynsla Finna bendir og til þess að meirihluti sprautufíkla stundi óvarið kynlíf þrátt fyrir HlV-smit, og auki þannig útbreiðsluna enn frekar. Hvert nýtt tilfelli er afar kostnaðarsamt fyrir heilbrigðiskerfið, um 1 milljón evra, eða nálægt 160 milljónum króna. Því er mikilvægt að hefta útbreiðsluna með öllum tiltækum ráðum. Hvað felst í því? 1) Bæta þarf aðgengi fíkla að ókeypis sprautum og nálum. Hér hefur aðgengi verið allgott, en betur má ef duga skal. Reynsla annarra þjóða sem glímt hafa við svipaðan vanda mælir eindregið með því. 2) Bæta þarf aðgengi sprautufíkla að félags- og heilbrigðisþjónustu og veita þjónustuna í nærumhverfi þeirra. 3) Auka þarf fræðslu um gagnsemi smokka og gera þá aðgengilegri. Smokkar ættu að vera fáanlegir án endurgjalds á skemmtistöðum, í framhaldsskólum og stöðum þar sem líkur eru á að stundað sé óvarið kynlíf, svo sem í fangelsum. 4) Auka þarf árvekni lækna og hvetja þá til að taka oftar HlV-próf hjá skjólstæðingum sínum. Bæði hérlendis og á hinum Norðurlöndunum gerist það enn að sjúklingar greinast fyrst með HIV er sjúkdómurinn hefur náð lokastigi. Prófa ætti alla fíkla, þá sem lifa óvörðu kynlífi og eru í fangelsum. 5) Draga úr smithættu með lyfjameðferð. Lyfjameðferð gegn HIV hefur stórbatnað og það má velta því fyrir sér hvort ávinningur væri af því að hefja meðhöndlun þótt hefðbundnum meðferðarskilmerkjum hafi ekki verið náð. 6) Sporna gegn ofnotkun og misnotkun örvandi lyfja, aðallega metýlfenídats. Vandamálið mun ekki hverfa, en við get- um dregið úr umfangi þess. Slík viðbrögð eru besta fjárfestingin til framtíðar. 1. Centers for Disease Control (CDC). Pneumocystis pneumonia - Los Angeles. MMWR Morb Mortal Wkly Rep 1981; 30: 250-2. 2. Centers for Disease Control (CDC). Kaposi's sarcoma and Pneumocystis pneumonia among homosexual men - New York City and Califomia. MMWR Morb Mortal Wkly Rep 1981; 30: 305-8. HIV and AIDS 30 years later Magnús Gottfredsson, MD, PhD, FACP, Consultant in Infectious Diseases, Professor of Medicine, University of lceland, Faculty of Medicine LÆKNAblaöiö 2011/97 459

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.