Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2011, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.09.2011, Qupperneq 12
RANNSÓKN Tafla I. Samanburður á algengi einkenna milli 1990 og 2007. 1990 2007 iá (n) nei (n) já % já (n) nei (n) já % p-giidi 1. Píp/surg 523 2380 18,0 144 855 14,4 0,011 1.1 Mæöi, píp/surg* 271 252 51,8 101 43 70,4 <0,0001 1.2 Pip/surg án kvefs‘ 334 189 63,9 103 41 71,5 0,015 2. Vaknað meö þyngsli 340 2563 11,7 161 838 16,1 <0,0001 3. Vaknað vegna mæðikasts 44 3859 1,5 39 960 3,9 <0,0001 4. Vaknað vegna hóstakasts 601 2302 20,7 252 747 25,2 0,0015 5. Astmakast 64 2839 2,2 67 932 6,7 <0,0001 6. Nota astmalyf 70 2833 2,4 72 927 7,2 <0,0001 7. Ofnæmi í nefi 517 2386 17,8 293 706 29,3 <0,0001 "Einungis svarað af þeim sem svöruðu já við spurningu 1. spurningalista um einkenni frá öndunarfærum og notkun astma- lyfja á síðustu 12 mánuðum fyrir rannsóknina. Þetta var hluti af Evrópurannsókninni Lungu og heilsa I (www.ecrhs.org). Að- ferðafræði þeirrar rannsóknar og niðurstöður frá íslandi hafa áður verið birtar.10 B. Seinni hluti rannsóknarinnar var hliðarrannsókn við alþjóð- lega fæðuofnæmisrannsókn, EuroPrevall (www.europrevall.org), og eingöngu framkvæmd hér á landi. Rannsóknarhópurinn var valinn af handahófi úr þjóðskrá af höfuðborgarsvæðinu. Auk spuminga um fæðuofnæmi var þátttakendum í Europrevall sendur sami spurningalisti og í Evrópurannsókninni 1990 um einkenni frá öndunarfærum og notkun astmalyfja. Spurningarnar voru sendar út sumarið 2007. í úrvinnslu gagna við þessa rannsókn er einungis notast við svör þeirra sem voru á aldrinum 20-44 ára þegar þeir svöruðu spurningalistanum. Rannsókninni hefur áður verið lýst." Spurningalisti: Spurningalistinn var þýddur af aðstandendum Evrópurannsóknarinnar og þýddur aftur yfir á ensku og síðan borinn saman við frumútgáfuna. I spurningalistanum voru sjö spurningar um einkenni frá öndunarfærum og notkun astmalyfja á síðustu 12 mánuðum fyrir rannsóknina (fylgiskjal 1). Fylgiskjal 1. Vinsamlogast svaraöu spurnlngunum með því aö krossa I viöelgandi reitl. Ef þú ert i vafa merktu þá viö „Nel“. Nei 11. Hefur þú einhvern tlma slöustu 12 mánuöi tekiö eftir plpi (ýli) eöa surgi fyrir brjósti? | Já □ Ef svarið er “Nel" er spurningum 11.1 og 11.2 sleppt. 11.1 Hefur þú fundiö fyrir einhverri mæöi samfara plpi eöa surgi? Nei □ Já □ 11.2 Hefur þú tekiö eftir svona plpi eöa surgi án þess aö þú værir meö kvef? Nei □ Já □ 12. Hefur þú einhvern tima slöustu 12 mánuöi vaknaö meö bvnasli fvrir briósti? Nei □ Já □ 13. Hefur þú einhvern tlma slöustu 12 mánuöi vaknaö veana mæöikasta? Nei □ Já □ 14. Hefur bú einhvern tlma slöustu 12 mánuöi vaknaö veana hóstakasta? Nei □ Já □ 15. Hefur bú fenaiö astmakast á slöustu 12 mánuöum? Nei □ Já □ 16. Notar þú einhver astmalyf núna (þar á meöal úöalyf)? Nei □ Já □ 17. Ert þú meö ofnæmi I nefi af einhverju tagi, þar meö taliö frjókvef (gróöurofnæmi)? Nei □ Já □ Tölfræði: Tölfræðipróf fyrir venslatöflur voru framkvæmd í Graphpad Instat 3 og p-gildi reiknuð með Fisher's exact tvíhliða prófi og vikmörk voru 95%. Einkenni eftir aldurshópum voru reiknuð með Chi-square prófi fyrir tilhneigingu. Krosstengsl og líkindahlutföll (Odds Ratio; OR) voru reiknuð með Mantel- Haenzel prófi og p-gildi þeirra með Pearson Chi-square prófi, bæði framkvæmd með SPSS 16.0. (SPSS Inc, Chicago, USA). Samþykki fyrir rannsóknunum var fengið hjá Vísindasiðanefnd og Persónuvernd. Niðurstöður Þátttaka og svarhlutfall: I Evrópurannsókninni Lungu og heilsa bárust svör frá 2903 manns og var svarhlutfallið 80,6%. Þar af voru 51,2% konur. í EuroPrevall rannsókninni voru 2313 á aldrinum 20-44 ára og bárust svör frá 999 (43,2%). Þar af voru 56,5% konur. Vegna lægra svarhlutfalls árið 2007 var kannað hvort hlutfall jákvæðra svara væri annað hjá þeim sem svöruðu strax en hjá þeim sem svöruðu eftir áminningu. Marktækt fleiri konur svöruðu strax en eftir fyrstu og aðra áminningu, og marktækt fleiri svarenda sem svöruðu strax höfðu píp og surg. Einnig lýstu marktækt fleiri ofnæmi í nefi meðal þeirra sem svöruðu eftir áminningu. Enginn munur var á svörum við öðrum spurningum né algengi astma eða lyfjanotkunar eftir því hvort spurningalistanum var svarað strax eða eftir áminningu. í ljósi lakari þátttöku árið 2007 er þó ljóst að taka þarf meginniðurstöðum rannsóknarinnar með vissum fyrirvara. Algengi einkenna. I rannsókninni árið 1990 kváðust 18,0% hafa tekið eftir pípi (ýli) eða surgi fyrir brjósti, en marktækt færri svöruðu þeirri spurningu játandi 2007, eða 14,4% (p=0,01) (tafla I). Með þremur spurningum var kannað hvort öndunarfæraeinkenni hefðu truflað svefn síðustu 12 mánuði. Alls kváðust 11,7% hafa vaknað með þyngsli fyrir brjósti 1990 en 16,1% árið 2007 (p<0,0001). Þeir sem kváðust hafa vaknað vegna mæðikasta voru 1,5% árið 1990 en 3,9% árið 2007 (p<0,0001). Þeir sem sögðust hafa vaknað vegna hóstakasts voru 20,7% árið 1990 en 25,2% árið 2007 (p=0,0015). Árið 1990 sögðust 2,2% hafa fengið astmakast, 2,4% notað astmalyf og 17,8% haft ofnæmi í nefi á síðustu 12 mánuðum. Samsvarandi tölur fyrir árið 2007 voru 6,7%, 7,2% og 29,3%. 464 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.