Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 20
Y F I R L I T rof á þörmum og greinir illa áverka á þétt líffæri í kvið; lifur, nýru, milta eða bris, fyrst og fremst er verið að skima eftir blæðingu í kvið.19 Stöku sinnum er þó hægt að greina áverka á þétt líffæri við ómskoðun og því er rétt að horfa eftir slíkum áverkum. Til viðbótar við ofangreinda ómun á hægri og vinstri flanka er frá þessum stöðum einnig skimað eftir blæðingu í brjósthol. Er það gert með því að færa ómhausinn aðeins ofar beggja vegna í flankanum þannig að þindin sjáist. Er þindin hvít ómþétt rönd og kemur vökvi í brjóstholi fram sem dökk ómsnauð rönd þar fyrir ofan. Venjulega sést þá einnig neðsti hluti lungans vel og hreyfing lunga með öndun (mynd 5). Við ómun yfir lífbeini er leitað að fríum vökva milli endaþarms og legs hjá konum og milli endaþarms og þvagblöðru hjá karlmönnum, vökvinn getur þó einnig safnast fyrir ofan þvagblöðuna (mynd 6). Er merki ómhaussins látið vísa í átt að höfði og honum beint aðeins niður á við, gagnlegt getur verið að snúa ómhausnum 90° til hægri til að meta þetta svæði í öðru plani (mynd 1). Betri sýn fæst ef þvagblaðra er full og ef hækkað er undir höfuð sjúklings rennur blóð í kviðarholi frekar niður í mjaðmagrind. Við ómun á þessu svæði er einnig fljótlegt að sjá stærð þvagblöðru og skima fyrir því hvort sjáanlegt sé fóstur í legi. Ómskoðun til greiningar á loftbrjósti Þegar ómskoðun er notuð til að skima fyrir loftbrjósti er leitað að hreyfingu á milli brjóstveggsfleiðru og lungnafleiðru við öndun. Best er að nota beinan ómhaus af hærri tíðni (10 MHz) þar sem ómað er grunnt. Vel er þó hægt að gera þennan hluta áverkaómunar með kúptum ómhaus af lægri tíðni líkt og notaður er við skoðun á kviðarholi. Sjúklingur liggur áfram á baki og ómhausinn er settur yfir fyrsta millirifjabil, um það bil í línu við miðju viðbeins. Merki ómhaussins er látið snúa í átt að höfði (mynd 1). Leitað er að rifjum og er fleiðran óm- þétt rönd þar strax fyrir neðan (mynd 7). Ef ekki er til staðar loftbrjóst sést greinilega hvernig lungnafleiðran hreyfist við öndun. f lungnafleiðrunni geta einnig sést vökvafylltar línur sem verða meira áberandi hjá einstaklingum með lungnabjúg og geta þá varpað djúpum skugga. Með doppler-ómun verða hreyfingar fleiðrunnar greinilegri. M-mode ómun er önnur leið til að skima fyrir loftbrjósti, þá sendir ómtækið frá sér einfaldan ómgeisla en skráir endurvarpið yfir tíma. Ef eðlileg hreyfing er á lunganu koma fram línur á ómmyndinni sem lýst hefur verið sem öldum á strönd (mynd 8) en ef loftbrjóst er til staðar sést þetta ekki (mynd 9). Aukin nákvæmni fæst ef ómað er í línu niður eftir framanverðum brjóstkassa beggja vegna. Ef loftbrjóst er sjáanlegt má fá hugmynd um hversu stórt það er með því að færa ómhausinn hliðlægt á brjóstkassanum. Eftir því sem loftbrjóstið er stærra þarf að fara lengra út hliðlægt og aftur á brjóstkassann áður en lungnahreyfingar sjást. Hversu mikið gagn er að áverkaómskoðunum? Tölvusneiðmyndir eru nákvæmari en áverkaómun við mynd- greiningu slasaðra hvað alla áverka varðar nema áverka á hjarta. Notkun tölvusneiðmynda tekur hins vegar mun lengri tíma, felur Mynd 7. Dopplcr-óimm afhreyfingum flciðru við öttdun. í sér umtalsverða skaðlega geislun, auk kostnaðar, og víða um land eru sneiðmyndatæki ekki til staðar. Ómskoðun er fljótleg, skaðlaus, ódýr og einföld leið til mats á slösuðum. Tiltölulega auðvelt er að læra einfalda ómun og þegar stöðluð áverkaómun bráðalæknis er borin saman við samskonar ómun röntgenlæknis, hefur reynst vera 97% samræmi milli ómananna.20 Á bráðadeild má segja að gagnsemi ómskoðunar geti verið mest fyrir verst slösuðu einstaklingana þar sem ekki gefst tími til ítarlegra myndgreiningarrannsókna. Þar getur ómun veitt dýrmætar upplýsingar þannig að hægt sé að hefja aðgerðir til að bjarga lífi sjúklings án tafar.21 Einnig nýtast ómanir þegar áverkar eru taldir ólíklegir og ekki skýr ábending til staðar fyrir tölvusneiðmyndum. Við þessar algengu aðstæður gagnast ómun til að meta þörf fyrir frekari rannsóknir. Hjá einstaklingum þar sem taldir eru hafa alvarlega áverka þarf ávallt að gera nánari myndgreiningarrannsóknir og við þær aðstæður bætir áverkaómun litlu við. Á undanförnum árum hefur víða orðið mikil aukning í notkun tölvusneiðmynda og segulómskoðunar við mat á slösuðum, án þess að aukning á greiningum alvarlegra áverka eða breytingar á tíðni innlagna hafi komið fram í erlendum rannsóknum.22 Sýnt hefur verið fram á að notkun vinnuferils á bráðadeild þar sem stuðst er við áverkaómskoðun hefur getað fækkað tölvusneiðmyndum um helming án þess að það hafi skaðleg áhrif fyrir sjúklinga.23,24 Almennt hefur ekki verið staðfest að notkun áverkaómunar hafi áhrif á dánartíðni slasaðra, nema líklega þeirra sem eru með áverka á hjarta. Áverkaómun á bráðadeild hefur hins vegar sýnt sig geta flýtt fyrir uppvinnslu á bráðadeild og stytt tíma að skurðaðgerð um 64% þegar þess er þörf, auk þess að leiða til umtalsverðs fjárhagslegs sparnaðar.25'26 Nákvæmni áverkaómunar er almennt talin vel innan þeirra marka að gagn sé að rannsókninni. Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir takmörkun þessarar rannsóknaraðferðar. Ef horft er til allra áverka sem skimað er fyrir, er áverkaómun yfir 80% næm en yfir 99% sértæk. Talsverður munur er á nákvæmni ólíkra þátta áverkaómunar. Eins og við aðra notkun ómtækja er nákvæmni skoðunarinnar mjög háð þjálfun þess sem ómar. Ómskoðanir eru tæknilega erfiðari hjá feitum og gæði ómtækisins hefur umtalsverð áhrif á nákvæmni greiningarinnar. 472 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.