Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 21
Y F I R L I T Mynd 8. M-ómun til greiningar á hreyfingum fleiðru við öndun, eðlilegar öndunarh reyfingar. Brjóstholsáverkar Ómskoðun er almennt talin nákvæmasta leiðin til að greina áverka á hjarta. Bráðaómun skurð- og bráðalækna hefur reynst vera 100% næm og 96,9-99,3% sértæk til að greina blæðingu í gollurshús.28' 29 Greining annarra áverka, svo sem áverka á hjartalokur eða mar á hjartavöðva, er umfram það sem almennt er gert með bráðaómskoðun. Ómskoðun er merkilega nákvæm aðferð til greiningar á loftbrjósti. Þegar hún er borin saman við tölvusneiðmyndir hefur ómun reynst 86-98% næm og 97-99% sértæk, röntgenmyndir eru hins vegar ekki nema um 28-75% næmar en 100% sértækar ef þær eru gerðar uppréttar.30-32 Oft þarf þó að notast við liggjandi röntgenmyndir hjá áverkasjúklingum og þá minnkar greiningarhæfni þeirra á loftbrjósti umtalsvert, auk þess sem nákvæmnin er talsvert háð því hversu mikið samfall er á lunganu. Lega sjúklings og stærð loftbrjósts hefur mun minni áhrif á greiningarhæfni ómskoðunar. Averkaómun hefur reynst vera álíka áreiðanleg aðferð og röntgenmynd til að greina blæðingu í brjósthol hjá áverka- sjúklingum, með 92-96% næmi og 98-99,5% neikvætt forspárgildi.33'34 Kviöaráverkar Ómskoðun er ekki áreiðanleg greiningaraðferð til að sjá áverka á þétt kviðarholslíffæri eða rof á þörmum. Til þess þarf venjulega aðrar myndgreiningarrannsóknir.19 Varðandi greiningu á blæðingu í kvið eingöngu er áverkaómun miðlungs nákvæm; um 70-90% næm en mjög sértæk, eða um 97-100%.35 Það þarf þó að hafa í huga að hjá þeim sem eru með lágan blóðþrýsting og blæðingu í kvið er næmi og sértæki áverkaómunar líklega 100%.27 Þannig er oft hægt að staðfesta strax orsök lágþrýstings og ákveða skurðaðgerð án tafar vegna frekari rannsókna. Þó venja sé að gera alltaf fulla áverkaómskoðun, hefur snögg ómskoðun í hægri síðu eingöngu getað staðfest blæðinguna í 82-90% tilvika hjá þessum einstaklingum og fékkst greiningin á 19 sekúndum að meðaltali.36 Aukin nákvæmni fæst hins vegar með því að skima fyrir blæðingu á þremur stöðum í kvið.37 Mynd 9. M-ómun af loftbrjósti. Hjá einstaklingum með stöðug lífsmörk eftir kviðaráverka verður nákvæmni áverkaómunar talsvert minni. Hjá þessum hópi er næmi ómskoðunar einungis 41%. Þar sem alvarlegir áverkar eru fremur sjaldgæfir er neikvætt forspárgildi ómunar þessara sjúklinga þó um 95%.38 Ef áverkaómskoðun er endurtekin hefur verið sýnt fram á að næmi aukist úr 31,1% upp í 72,1% og neikvætt forspárgildi úr 92,0% í 96,6%.39 Það er því mikilvægt við mat á áverkasjúklingum sem taldir eru vera með kviðaráverka að ekki sé látið staðar numið þó fyrsta áverkaómun stuttu eftir áverkann sé eðlileg. Ef ekki er gerð tölvusneiðmynd til frekara mats er nauðsynlegt að fylgjast áfram með sjúklingnum og endurtaka skoðun og áverkaómun, til dæmis eftir 30 mínútur, tvær og sex klukkustundir. Við mjaðmagrindaráverka þarf að hafa í huga að auknar líkur eru á að frír vökvi í kvið sé þvag, eða í um 19% tilvika.40 Við ákveðnar aðstæður getur þurft að bregðast strax við þeim upplýsingum sem fást við áverkaómun. Ef sjúklingur hefur ómmerki um hjartaþröng og missir blóðþrýsting, þarf að gera gollurshússástungu eða brjóstholsskurð með opnun á gollurshúsi án tafar. Hjá sjúklingum þar sem blæðing í gollurshús var greind með ómun strax við komu á bráðadeild, hefur tími frá komu að skurðaðgerð reynst einungis 12-16 mínútur að meðaltali. Ef frír vökvi sést í kviði við holáverka, er það yfirleitt talið nægjanleg staðfesting á innri áverkum og þörf fyrir aðgerð.41 Ef um marga holáverka er að ræða getur áverkaómun auðveldað ákvörðun um það í hvaða röð beri að framkvæma þær aðgerðir sem gera þarf.42 Ómskoðunin veitir hins vegar venjulega litlar eða engar upplýsingar um hvaðan blæðingin er í kviðnum, en ef tími vinnst til og ástand sjúklings leyfir, getur tölvusneiðmynd veitt skurðlækni gagnlegar upplýsingar fyrir aðgerð. Hjá börnum er enn mikilvægara að forðast myndgreiningar- rannsóknir sem fela í sér skaðlega geislun. Bráðaómun er víðast hvar minna notuð á sérhæfðum barnabráðadeildum en á deildum sem sinna fullorðnum, en þær rannsóknir sem gerðar hafa verið virðast benda til þess að áverkaómun sé álíka nákvæm hjá börnum og hjá fullorðnum.43'44 LÆKNAblaðið 2011/97 473
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.