Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2011, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.09.2011, Qupperneq 25
SJÚKRATILFELLI OG YFIRLIT Beinkröm hjá barni Harpa Kristinsdóttir1 læknanemi, Soffía Jónasdóttir2læknir, Siguröur Björnsson2 læknir, Pétur Lúðvígsson13læknir ÁGRIP D-vítamín er mikilvægt fyrir eðlilegan beinvöxt og getur skortur leitt til beinkramar í börnum og beinmeyru í fullorðnum. Mikilvægasti D-vítamíngjafi á Islandi er lýsi en erfitt er að ná ráðlögðum dagsskammti D-vítamíns án lýsis eða annars D-vítamíngjafa. Allmörg tilfelli beinkramar hafa greinst hér á landi á undanförnum árum en erlendar rannsóknir sýna að sjúkdómurinn er vaxandi vandamál um allan heim. Hér er sagt frá stúlku sem greindist með beinkröm 27 mánaða gömul. Hún var á brjósti í tæpt ár og fékk D-vítamínviðbót með AD-dropum og þorskalýsi en ekki í nægilegu magni. Fæðuofnæmi gerði það að verkum að hún nærðist á einhaefu fæði sem innihélt takmarkað D-vítamín. Eftir greiningu var hafin háskammta D-vítamínmeðferð (Sfoss meðferð) sem leiðrétti skortinn. Sjúkrasaga 'Læknadeild Háskóla Islands, 2Domus Medica, 3Barnaspítala Hringsins Landspítala. Fyrirspurnir: Pétur Lúðvígsson, Barnaspitala Hringsins Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. peturl@landspitali.is Barst: 2. maí 2011, - samþykkt til birtingar: 20. júní 2011. Höfundar tiltaka hvorki styrki né hagsmunatengsl. Móðir 27 mánaða stúlku leitaði með hana til barnalæknis og lýsti áhyggjum af einkennilegu göngulagi hennar og skökkum fótum. Við læknisskoðun var hún föl yfirlitum, lágvaxin (tafla I) og grönn fyrir aldur en foreldrar voru báðir hávaxnir. Hún hafði kjagandi breiðspora göngulag, dró fæturna eins og hún ætti erfitt með að lyfta þeim og var laus í liðum með lina vöðva. Ofan við ökkla og úlnliði var þykknun á beini sem er eitt einkenni beinkramar og því vaknaði grunur um beinkröm. Þroskaáfangar á fyrsta ári voru innan eðlilegra marka. Fengin var röntgenmynd af mjöðmum, úlnliðum og hnjám og blóðrannsóknir sem sýndu væga lækkun á kalsíum í sermi, fosfat var innan eðlilegra marka en gildi alkalísks fosfatasa og kalkkirtlahormóns voru hækkuð og 25-hýdroxí-D- vítamín gildi lækkað (tafla II). Röntgenmyndir sýndu breikkaðar vaxtarlínur, gleikkun á nærkasti (metafysa) beina, skálarform á beinendum og mikla þynningu á beinum (mynd 1 og 2). Stúlkan var greind með beinkröm f samræmi við niðurstöður blóðrannsókna, röntgenmynda og læknisskoðunar. í heilsufarssögu kom fram að hún hafði haft exem frá fjögurra mánaða aldri en móðir og eldri bróðir voru einnig með exem. Við sjö mánaða aldur kom hún á bráðamóttöku barna vegna gruns um bráðaofnæmi. Ofnæmishúðpróf sýndu jákvæða svörun við eggjum, mjólk og fiski og foreldrar fengu næringarráðgjöf varðandi ofnæmisfæði. Ofnæmishúðpróf voru endur- tekin við 14 mánaða aldur og sýndu þau jákvæða svörun við mjólk, eggjum, fiski, jarðhnetum og kasjúhnetum. Við 17 mánaða aldur fékk hún aftur bráðaofnæmi eftir að hafa komist í snertingu við hnetur og þurfti meðferð á bráðamóttöku barna. Farið var yfir mataræði og fæðusögu í leit að orsök fyrir beinkröm. Stúlkan var eingöngu á brjósti til fjögurra mánaða aldurs og öðru hvoru þar til hún varð 11 mánaða. í ljós kom að stúlkan fékk AD-dropa frá nokkurra vikna aldri fram að þriggja mánaða aldri, í fyrstu einn dropa á dag en síðan hægt aukið upp í fimm dropa daglega. Frá þriggja mánaða aldri fékk hún þorskalýsi því foreldrar vildu að hún fengi fitusýrurnar sem finnast í lýsi. Til að byrja með fékk hún einn dropa úr dropateljara en síðan vaxandi smám saman upp í fimm dropa. Eftir eins árs aldur fékk stúlkan eina teskeið af þorskalýsi (tafla III) daglega, fyrir utan tveggja til þriggja mánaða tímabil eftir að hún greindist með fiskiofnæmi, sökum hræðslu foreldra við að þorskalýsi gæti orsakað ofnæmiseinkenni. Við sex mánaða aldur Tafla I. Vnxtarlínurit stúlkunnar til 24 mánaða aldurs. Hér sjástfrávikfrá þyngdarkúrfu við sex mánaða aldur og lengdarkúrfu við 11 mánaða aldur. LÆKNAblaðið 2011/97 477

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.