Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2011, Side 32

Læknablaðið - 15.09.2011, Side 32
Y F I R L I T Ágrip Ágrip er mikilvægasti hluti greinar og sá hluti hennar sem flestir lesa. Ef ágripið er áhugavert er líklegt að greinin verði lesin. I flestum greinum er ágripið í fjórum hlutum og skiptist í tilgang, efnivið og aðferðir, niðurstöður og ályktim. Ágrip er gjarnan 200-300 orð en lengdarmörk eru mismunandi eftir tímaritum. Að neðan fylgir frekari lýsing á meginþáttum ágrips. Tilgangur Til hvers og hvers vegna? Hér er lykilatriði að lýsa markmiðum rannsóknarinnar. Einnig er æskilegt að nefna bakgrunn rannsókn- arinnar, ef rými leyfir, og hvers vegna hún var gerð. EfniviÖur og aðferðir Hvernig var rannsóknin gerð? Tilgreina þarf efnivið rannsóknar í stuttu máli, það er þátttakendur ef við á og fjölda þeirra. Einnig er æskilegt að skilgreina viðfang og vettvang rannsóknar. Við hvaða aðstæður var rannsóknin gerð, svo sem á læknastofu eða spítala, hjá heimilislækni eða sérfræðingi? Var rannsóknin framskyggn eða afturskyggn? Niðurstöður Hvað kom út? Lýsa þarf markverðustu niðurstöðum á hnit- miðaðan hátt. Best er að birta niðurstöður sem meðaltöl með skekkjumörkum og tölfræðilegu mati. Greina þarf frá helstu niðurstöðum í tölum en ekki láta nægja að segja þær mark- tækar. Ágripið þarf ekki og á ekki að innihalda allar niðurstöður, einungis þær markverðustu. Umræða Hvað þýða niðurstöðumar? Settu niðurstöður í samhengi við almenna þekkingu og aðrar tímaritsgreinar á sama sviði. Hverju hafa niðurstöðurnar bætt við vísindalega þekkingu eða klíníska reynslu? Hvað höfum við lært? Algeng mistök eru að ályktanir eigi sér ekki nægilega stoð í niðurstöðum rannsóknar og að fremur sé byggt á skoðunum höfunda. Slíkar ályktanir geta átt við í dagblöðum, en eiga alls ekki við í vísindagreinum. Miklu varðar að ályktanir séu í samræmi við tilgang rannsóknar og þær niðurstöður sem fengust við prófun á aðaltilgátu rannsóknarinnar. Töflur og gröf Áður en hafist er handa við greinaskrif þarf að vinna úr niðurstöðum rannsóknar og búa til töflur og gröf og annað myndefni sem sýnir niðurstöður á skilmerkilegan hátt. Gagnlegt er að skoða mismunandi framsetningu á gröfum og töflum til að kynna niðurstöður. Æskilegt er að töflur og gröf skýri sig sjálf með hjálp mynda- eða töflutexta svo lesandi þurfi ekki að lesa meginmál greinarinnar til að átta sig á töflum og myndefni. Öxull á línuriti á að vera greinilega merktur og helst án skammstafana. Best er að gröf innihaldi eins mikið af upprunalegum gögnum og kostur er. Með þessu móti verður framsetning skýrari og greinin skilmerkilegri. Ástæða þess að mikilvægt er að vinna töflur og gröf í upphafi er sú að niðurstöður verða að liggja fyrir með skýrum hætti áður en hafist er handa við skriftir. Þannig mæla flestir með því að byrjað sé á því að búa til töflur og gröf, því næst sé ágrip skrifað og þá fyrst geti rihm meginmáls hafist. Sumir kjósa þó að skrifa ágrip í lokin. Inngangur Meginmál fræðigreinar skiptist í fjóra hluta: inngang, efnivið og aðferðir, niðurstöður og umræðu. Líkt og í ágripi fylgja þessir kaflar sömu lögmálum í megindráttum, nema hvað nú gefst tækifæri til að setja meira kjöt á beinin. í inngangi skal greina lesandanum frá því hvers vegna efnið er áhugavert og mikilvægt og hvers vegna valið var að gera rannsóknina. Setja skal fram tilgátu eða tilgreina rannsóknarspurningar. Sjaldnast eru þær fleiri en tvær til fimm í einni grein. í sumum tilvikum kann að vera álitamál hvort setja eigi efni í inngang eða í umræðukafla. Flestir telja að inngangur eigi að vera sem stystur og eingöngu að skýra hvers vegna rannsóknin skiptir máli og af hverju hún var gerð. Umfjöllun um vægi niðurstaðna og ályktanir sem draga má af þeim á heima í umræðukafla en ekki í inngangi. Rétt er að forðast endurtekningar og hafa innganginn stuttan og hnitmiðaðan. Hann er oftast innan við ein blaðsíða í virtum fræðitímaritum á sviði læknisfræði og lífvísinda. Efniviður og aðferðir Lýsing á framkvæmd rannsóknar þarf að vera nógu ítarleg til að aðrir sérfræðingar geti endurgert og prófað tilgátur hennar. Stundum kemur til álita að vísa í fyrri rannsóknir sama rannsóknarhóps eða aðrar sambærilegar rannsóknir, þar sem rannsóknaraðferðir voru skýrðar mjög ítarlega. Framkvæmd rannsóknar er þá aðeins skýrð í stuttu máli. Það getur vafist fyrir höfundum hvort almennar upplýsingar um efnivið eigi betur heima í þessum kafla eða í niðurstöðum. Sem dæmi má nefna að við rannsókn á áhrifum glákulyfs ætti að kynna sjúklingahópinn, það er aldur, kyn og áhættuþætti, undir efniviði og aðferðum, en greina frá niðurstöðum augnbotnaþrýstings í niðurstöðukaflanum.4 Fjalli rannsókn hins vegar um faraldsfræði gláku ættu slíkar upplýsingar betur heima í niðurstöðum.5 Vísa þarf með heimildum til rannsóknaraðferða sem sjaldan eru notaðar, en algengar rannsóknaraðferðir sem sérfræðingar á sviðinu eiga að þekkja þarf einungis að nefna. Niðurstöður Niðurstöður eru oftast teknar saman í töflur, gröf og myndir. í texta er því aðeins greint frá helstu niðurstöðum en að öðru leyti vísað í töflur og myndefni. Þannig þarf ekki að endurtaka allar niðurstöður í texta. Tilgreina þarf tölfræðileg gögn eins og meðaltal eða miðtölu, staðalfrávik, p-gildi og öryggismörk. Öryggismörk og staðalfrávik hjálpa lesanda að meta nákvæmni og marktækni niðurstaðna. Algengt er að höfundar gefi upp of marga aukastafi.6 Meðaltal með staðalfráviki gæti til dæmis verið 76,63 ±18,71. Ef gögnin eru normaldreifð ættu 95% þeirra að liggja innan tveggja staðalfrávika á miðgildi, sem er á milli 40 og 111. í ljósi þess er óþarfi og reyndar rangt að hafa niðurstöður með tveim aukastöfum. Réttara er að hafa einn aukastaf eða sleppa aukastöfum og sýna meðaltalið 77±19. 484 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.