Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 37
NORSK VERÐLAUN Mynd af Moser-hjónunum á góðri stund í vinnunni. Mynd: Geir Mogen/NTNU Info. Anders Jahre-verðlaunin Sigurður Ingvarsson siguring@hi.is Ákveðið hefur verið að norsku prófessorarnir Edvard I. Moser og May-Britt Moser hljóti Anders Jahre- verðlaunin í líf- og læknisfræði árið 2011. Þau starfa við Tækni- og náttúruvísindaháskólann í Þránd- heimi og við Kavli-stofnunina í taugakerfisvísindum. Edvard og May- Britt fá verðlaunin fyrir brautryðjandi rannsóknir á byggingu og starfsemi taugakerfisins í tilraunadýrum, sérstaklega fyrir uppgötvanir á áður óþekktum heilafrumum (grid cells) sem eru mikilvægar fyrir þrívíddarskyn og minni. Rannsóknaparið og samstarfsfólk þeirra hafa uppgötvað og lýst áður óþekktum frumum sem vinna úr upplýsingum og miðla þeim áfram, en það gerir lífverum kleift að staðsetja sig, að skynja og muna í þrívídd. Þessar frumur eru hluti af dreifikerfi sem tengir upplýsingar og miðlar þeim milli mikilvægra hluta heilans. Uppgötvanimar hafa vakið heimsathygli á fræðasviðinu og auka skilning á heilastarfsemi, einkum á því hvernig heilafrumur vinna úr upplýsingum og miðla þeim áfram. Vísindamennirnir hafa meðal annars fengið fjárhagslegan stuðning frá Kavli- samtökunum og Norska rannsóknaráðinu til að byggja upp öflugt rannsóknasetur í Þrándheimi þar sem vísindamenn víðsvegar að úr heiminum starfa. Nánari upplýsingar um rannsóknirnar má finna á vefsíðunni www.ntnu.no/cbm/ Anders Jahre-verðlaunin til yngri vísindamanna árið 2011 hljóta prófessoramir Johanna Ivaska, Háskólanum í Turku, og Soren Paludan, Árósaháskóla. Johanna fær verðlaunin fyrir rannsóknir á dreifingu krabbameinsfruma innan líkamans og Soren fyrir rannsóknir á varnarkerfi líkamans gegn veirusýkingum. Hver var Anders Jahre? Norðmaðurinn Anders Jahre stofnaði sjóð árið 1960 sem ætlað er að efla rannsóknir í líf- og læknisfræði innan Norðurlandanna og eru verðlaunin þau stærstu í rannsóknum á þessu sviði á Norðurlöndunum. Háskólinn í Osló veitir verðlaunin og er upphæðin ein milljón norskra króna. Einnig eru veitt aukaverðlaun úr sjóðnum til yngri vísindamanna. Fimm manna valnefnd með fulltrúum læknadeilda háskóla frá hverju Norðurlandanna vinnur úr tilnefningum og velur verðlaunahafa. Öllum virkum prófessorum við lækna- deildir háskóla á Norðurlöndunum er boðið að senda tilnefningar til formanns valnefndar, sem er prófessor Ole M. Sejersted á Institute for Experimental Medical Research, Ullevál University Hospital, Osló. Anders August Jahre (1891-1982) var lögfræðimenntaður norskur auðkýf- ingur sem fékkst við skipaútgerð og samgöngumál, en er ef til vill best þekktur fyrir hvalveiðiútgerð frá Sandefjörð og vinnslu á hvalaafurðum. Hann fékk margvíslega viðurkenningu og var heiðraður í Noregi og víðar. Hann var meðal annars útnefndur heiðursdoktor fyrir stuðning sinn við vísindastörf og uppbyggingu við Oslóarháskóla. Anders Jahre studdi einnig ýmis málefni á sviði menningar og velferðar. LÆKNAblaðið 2011/97 489
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.