Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2011, Qupperneq 46

Læknablaðið - 15.09.2011, Qupperneq 46
FRÁ SIÐANEFND LÍ Þá er til þess að taka að í tölvupósti Magnúsar Kolbeinssonar læknis til siðanefndar Læknafélags íslands frá 9. maí sl. segir m.a. í sjúkragögnum um A (sem ég hafði séð við fyrri innlagnir hans og þar með læknabréf frá öðrum stöðum) kemur fram að hann eigi einhver mál óútkljáð við heilbrigðiskerfið (allt gamalt og mér óviðkomandi) sem hann sé mjög ósáttur við og hefur leitað til Lögmenn Árbæ vegna þess. Hann var lengi á Reykjalundi fyrir c.a. ári síðan í meðferð hjá læknum, sjúkraþjálfara, félagsfræðingi og sálfræðingi. Útskrifaðist með greininguna VITRÆN SKHRÐING F07.9 auk bakverkjagreiningar. Skúli var mjög bráður er hann hringdi í mig og skellti á mig þegar ég bauð honum að ræða málin frekar. Siðanefnd lítur svo á að með þessum ummælum, þar sem fram koma upplýsingar úr sjúkragögnum sjúklings, hafi Magnús Kolbeinsson læknir brotið gegn ákvæði 13. gr. siðareglna lækna (Codex ethicus) en hvergi kemur fram í gögnum málsins að sjúklingur hafi heimilað birtingu upplýsinga þessara. Tilvitnuð grein hljóðar svo: Lækni er skylt að forðast af fremsta megni að hafast nokkuð að, er veikt gæti trúnaðarsamband hans við sjúklinga sína. Lækni er óheimilt að skýra frá heilsufari, sjúkdómsgreiningu, horfum, meðferð eða öðrum einkamálum sjúklinga eða afhenda gögn með upplýsingum, sem sjúklingar hafa skýrt honum frá eða hann hefur með öðrum hætti fengið vitneskju um í starfi sínu, nema með sampykki sjúklings, eftir úrskurði dómara eða samkvæmt lagaboði. Lækni ber að áminna samstarfsfólk og starfslið sitt um að gæta með sama hætti fyllstu pagmælsku um allt er varðar sjúkling hans. Lækni hlýðir ekki fyrir dómi, að leggja fram sjúkraskýrslur máli sínu til sönnunar án úrskurðar dómara. Sjúklingur getur hins vegar krafist pess, að slík skýrsla um hann sé lögð fram. Loks er þess að geta að í bréfi Magnúsar Kolbeinssonar til siðanefndar frá 8. apríl sl. er í lokin að finna óljósar aðdróttanir sem eru bréfritara ekki sæmandi. Samkvæmt öllu framansögðu er það niðurstaða Siðanefndar að læknirinn Magnús Kolbeinsson hafi í samskiptum sínum við sjúkling og ummælum um hann og kollega gerst brotlegur annars vegar við 22. gr. siðareglna lækna og hins vegar 13. gr. sömu reglna og ber að áminna hann um að hafa í heiðri og fara eftir siðareglum lækna. ÚRSKURÐARORÐ Magnús Kolbeinsson, hefur í samskiptum sínum við sjúkling, ummælum um hann og kollega sína, brotið gegn 22. og 13. gr. siðareglna lækna (Codex ethicus). Er hann áminntur um að hafa reglur þessar í heiðri og fara eftir þeim. Dáleiðslunámskeið John Sellars verður endurtekið á Hótel Borg við Austurvöll í Reykjavík 23. - 26. september og 4. -7. nóvember, 2011 Námskeiðið veitir góða grunnþjálfun í dáleiðslutækni og geta læknar nýtt sér hana í starfi sínu strax að námskeiði loknu. Læknar og hjúkrunarfræðingar sem sóttu síðasta námskeið Ijúka einróma lofsorði á námskeiðið. Hægt er að lesa umsagnir þeirra á heimasíðu námskeiðsins og skoða aftur umfjöllun Kastljóss um námskeiðið frá 6. júní, s.l. Með dáleiðslu hefur tekist að veita meðferð við ýmsum sjúkdómum sem ekki hafa svarað annarri meðferð, svo sem vefjagigt, IBS og tinnitus svo gripið sé niður í listann Námskeiðið er haldið afstofnun John Sellars, The Hypnosis Centre í Glasgow Heimasíða námskeiðsins er http://4.is/dtl 498 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.