Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 13
RANNSÓKN Tafla III. Yfirlit yfir sjúklinga sem létust innan 30 daga eftir lokuskiptaaðgerð vegna ásæðartokuþrengsta á Landspitaia 2002-2006. Nr. Aldur/ Kyn NYHA flokkur Euro- SCORE (log) Þrýstings fallVloku- flatarmá! fyrir aðgerð Út- falls- brot (%) Lífræn loka með grind Stærð loku (mm) Tangar- tími (mín) Lifun (dagar) Blóðgjöf (ein) Fjöl- kerfa- bilun Endur- aðgerð Athugasemd 1 82/Kvk III 22,9 70/0,6 35 + 21 110 16 19 + + Mikil brenglun i blóðstorku 2 77/Kk IV 4,8 70/0,6 60 - 25 132 6 11 - + Rof á hægri slegli í enduraðgerð 3 83/Kvk IV 40,9 92/0,4 53 + 23 98 9 12 + - Einnig miturlokuaðgerð 4 83/Kk IV 7,5 156/0,2 55 + 27 114 13 9 + - 5 64/kvk III 25,2 39/0,8 40 + 21 177 17 19 - + Einnig míturlokuaðgerð 6 81/Kk III 74,7 81/0,74 45 - 23 163 21 13 + + 7 70/Kvk III 4,2 65/0,6 55 + 21 146 2 18 + - Mikil blæðing og brenglun í blóðstorku 8 78/Kvk I 10,3 100/0,5 43 - 23 244 0 0 - - Lést í aðgerð 9 75/Kk III 4,3 60/0,7 60 - 25 111 2 4 - - Blæðandi magasár og ásvelgingslungnabólga 10 80/Kvk III 12,4 88/0,7 60 - 25 98 12 27 + + ‘mmHg/cm2, Kvk = kvenkyn, Kk = karlkyn. (17,3%). Líkamsþyngdarstuðull (BMI, Body Mass Index) var að meðaltali 27,4 ± 4,4 og EuroSCORE (st) var að meðaltali 6,9 ± 3,0 (bil 2-18). Mæði var algengasta einkennið, eða hjá 126 sjúklingum (86,9%). Hjartaöng höfðu 82 sjúklingar (56,6%), þar af voru 25 með óstöðuga hjartaöng. Alls voru 63 sjúklingar (43,5%) með bæði mæði og hjartaöng. Hjartabilun greindist hjá 55 sjúklingum (37,9%) og 17 sjúklingar (11,7%) höfðu fengið hjartadrep í aðdraganda innlagnar. Sjúklingar með sögu um yfirlið voru 21 (14,5%) en þeir höfðu allir að auki sögu um hjartabilun og 19 þeirra (13,1%) hjartaöng. Ellefu sjúklingar (7,1%) voru án einkenna og greindust við heilsueftirlit eða fyrir tilviljun. Sjúklingar á NYHA-stigum III-IV voru 89 (57,1%) en 15 (9,6%) voru í flokki I. Af sjúklingum sem fengu lífræna loku með grind voru 20 (80%) á NYHA-stigum III-IV borið saman við 54 (52,9%) þeirra sem fengu grindarlausa loku (p=0,01). Niðurstöður hjartaómskoðana fyrir aðgerð eru sýndar í töflu II. Útfallsbrot vinstri slegils var að meðaltali 57,2% fyrir aðgerðina og meðal lokuflatarmál 0,63 cm2. Vídd vinstri slegils í þanbili (left ventricular end diastolic diameter), mældist 5,3 cm að meðaltali fyrir aðgerðina en 5,2 cm viku eftir hana (p=0,16). Hámarksþrýstingsfall yfir ósæðarlokuna var að meðaltali 74,1 mmHg fyrir aðgerð en mældist 28,1 mmHg viku eftir aðgerð (p<0,0001). Meðal tangartími var 124 ± 41 mínútur (bil 57-280), vélartími 167 ± 55,5 mínútur (bil 74-452) og aðgerðartími 282 ± 88 mínútur (bil 135-690). Marktækur munur var á tangartíma sjúk- linga sem fengu lífræna loku með grind og þeirra sem fengu grindarlausa loku og munaði 25 mínútum (108 borið saman við 133 mínútur, p=0,005). Kransæðahjáveituaðgerð var framkvæmd hjá 86 sjúklingum samhliða ósæðarlokuskiptunum (55,1%), oftar hjá sjúklingum með lífræna grindarlausa loku (64,7%) en með grind (44,0%) (p=0,01). Stærð ígræddrar loku var að meðaltali 25,6 mm; 24,0 mm fyrir lokur með grind og 26,0 mm fyrir grindarlausar lokur (p<0,001). Heildarlegutími var 13 dagar (miðgildi, bil 0-207), þar með talinn einn dagur (miðgildi) á gjörgæslu (bil 0-80). Tíu sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð og skurðdauði því 6,4%. í töflu III er yfirlit yfir þessa 10 sjúklinga. Meðalaldur þeirra sem létust var 77,3 ár og flestir voru með alvarleg ósæðar- lokuþrengsli eða aðra undirliggjandi sjúkdóma. Þannig voru allir að einum undanskildum í NYHA-flokki III eða IV fyrir aðgerð og meðal EuroSCORE (st) 9,6 og logEuroSCORE 20,7. Flestir létust innan viku frá aðgerð, oftast vegna fjöllíffærabilunar, og einn sjúklingur lést á skurðarborðinu vegna blæðingar. Hjá tveimur sjúklingum var gerð míturlokuaðgerð samtímis. Auk sjúklinganna 10 í töflu III var einn sem lést á sjúkrahúsi 33 dögum eftir aðgerð, en í aðgerðinni hafði einnig verið framkvæmd MAZE-aðgerð og ígrædd gervimíturloka. Dánarorsök hans var fjöllíffærabilun. I töflu IV sjást snemmkomnir fylgikvillar eftir aðgerð. Niður- stöður miðast við fjölda sjúklinga sem fengu tiltekna fylgikvilla og aðeins þá sem lifðu aðgerðina af (n=153). Ennfremur gat sami sjúklingur fengið fleiri en einn fylgikvilla. Alvarlega fylgikvilla fengu samtals 52 sjúklingar (33,4%) og var enduraðgerð vegna blæðingar algengust (17,0%) en næst komu blóðþurrð í hjarta (14,4%) og fjöllíffærabilun (13,0%). Samtals fengu 129 sjúklingar minniháttar fylgikvilla. Flestir fengu nýtilkomið gáttatif/flökt, eða 93 sjúklingar (77,5%). Alls greindust 52 sjúklingar (35,9%) með nýrnaskaða en þvagfærasýkingu fengu 30 (19,6%) og lungnabólgu 22 sjúklingar (14,4%). Aðrir fylgikvillar voru sjaldgæfari. í fjölþáttagreiningu reyndist stærra lokuflatarmál (OR=0,93, 95% CI 0,87-1,00) sjálfstæður verndandi áhættuþáttur fyrir skurðdauða. Gjöf rauðkomaþykknis reyndist eini sjálfstæði áhættuþáttur alvar- álegra fylgikvilla í kjölfar aðgerðar (OR=l,3, 95% CI 1,16-1,45, p<0,001). Loks reyndust hærri aldur (OR=1,08, 95% CI 1,01-1,15, p=0,034), háþrýstingur (OR=3,07, 95% CI 1,17-8,05, p=0,023) og hjartabilun (OR=5,64, 95% CI 1,10-29,03, p=0,038) sjálfstæðir áhættuþættir minniháttar fylgikvilla. Umræða Þessi rannsókn sýnir að snemmkomnir fylgikvillar eru tíðir eftir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla. Fjórir af hverjum fimm sjúklingum greindust með minniháttar fylgikvilla, sem verður að teljast hátt hlutfall enda þótt svipuðum niðurstöðum hafi verið lýst í öðrum rannsóknum.10 Algengasti fylgikvillinn var gáttatif, hjá 77,5% sjúklinga. Þetta er hátt hlutfall í samanburði við LÆKNAblaðið 2011/97 525
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.