Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 18

Læknablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 18
RANNSÓKN Tafla I. Frestun/niðurfelling læknisheimsóknar eftir skýringarbreytum. Frestun/niðurfelling heimsóknar % (fjöldi) Phi/ Cramér’s V P‘ Aldur 18-24 27,4 (57/208) 25-34 29,9 (81/271) 35-44 22,6 (70/310) 45-54 20,7 (60/290) 0,15 0,00 55-64 16,9 (40/237) 65+ 9,3 (16/172) Kynferði Karl 20,6 (155/752) Kona 22,7 (168/740) 0,03 0,33 Hjúskaparstaða Gift(ur)/Sambúð 19,5(208/1069) Einhleyp(ur) 27,6 (79/286) Fráskilin(n) 27,8 (25/90) 0,09 0,01 Ekkja/Ekkill 20,0 (6/30) Foreldri barns yngra en 6 ára Já 25,8 (100/388) Nei 20,2 (220/1088) 0,06 0,02 Atvinnustaða Utan vinnumarkaðar 17,3(31/179) Hlutastarf 17,5(65/371) 0,08 0,02 Fullt starf (a 40 stundir) 23,9 (199/834) Atvinnulaus Já 21,5 (17/79) Nei 21,8(283/1296) -0,00 0,95 I námi Já 26,4 (73/277) Nei 20,5(229/1116) 0,06 0,04 Búseta Reykjavíkursvæði 20,5 (195/952) Landsbyggð 23,7 (128/540) 0,04 0,15 Menntun Grunnskólapróf 22,7 (107/472) Framhaldsskólapróf 22,0 (131/596) 0,03 0,60 Háskólapróf 19,9 (77/387) Fjölskyldutekjur á síðasta ári 0-2,4 miljónir 27,1 (55/203) 2,5-6,4 miljónir 23,2 (148/638) 0,08 0,03 6,5 miljónir eða meira 18,2 (80/440) Fjárhagserfiðleikar Engir 17,5 (196/1117) Nokkrir (1 -3) 28,0 (71/254) 0,24 0,00 Miklir (4+) 58,8 (50/85) krefur.15'17 Ólíkt því sem gildir um tekjur virðist menntun hafa lítil áhrif á aðgengi að heilbrigðisþjónustu ef marka má erlendar rannsóknir.9'16 Þó eru vísbendingar um að fólk með minni menntun noti sérfræðiþjónustu síður en þeir sem hafa meiri menntun og að fyrirbyggjandi notkun heilbrigðisþjónustu sé fátíðari hjá fólki með minni menntun.16 Hlutverk og skyldur Misjafnt er hversu sveigjanlegar starfsskyldur og dagleg verkefni fólks eru. Þeir sem gegna ósveigjanlegum hlutverkum og eiga erfitt með að komast frá daglegum skyldum í vinnu eða á heimili gætu frestað heimsókn til heilbrigðisstarfsmanns þótt þeir teldu þörf á heimsókninni. Bandarískar rannsóknir benda til að útivinnandi fólk og fólk með miklar fjárhagslegar skuldbindingar leiti síður en aðrir til heilbrigðisþjónustunnar með langvinn veikindi sín.7 Þetta kann meðal annars að stafa af erfiðleikum við að komast frá daglegum verkefnum, en þó skortir vitneskju um það. Heilsufar og örorka Heilsufar getur haft áhrif á aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu. Þeir sem búa við langvinna sjúkdóma, andlega eða líkamlega fötlun og örorku þurfa oft að leita til fleiri en eins aðila í heil- brigðiskerfinu yfir lengri tíma.18 Slíkar aðstæður geta leitt til aukinnar frestunar eða niðurfellingar heimsókna.19 Þá er mögulegt að erfiðleikar langveikra og fatlaðra við að ferðast um og komast til og frá þjónustuaðilum hamli notkun heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisþjónustan Loks má nefna að aðgengi og frestun heilbrigðisþjónustu ræðst að verulegu leyti af því hvemig þjónustan er skipulögð og hvernig greitt er fyrir hana. Einstaklingar sem hafa tiltekinn lækni sem þeir þekkja með nafni og geta snúið sér til nota heilbrigðisþjónustuna frekar en hinir sem ekki hafa tengsl við lækni.13'16 Þeir sem búa í næsta nágrenni þjónustustaðar leita frekar til læknis en hinir sem þurfa að fara um lengri veg.21 Einnig benda niðurstöður til að þeir sem hafa áður kostað miklu til heilbrigðisþjónustu fresti frekar en aðrir ferð til læknis.19-21 Innlendar rannsóknir benda til þess að útgjöld sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni á Islandi hafi aukist undanfarin ár og að aðgengi að þjónustu sé misjafnt milli hópa. I rannsóknum sem byggðust á heilbrigðiskönnun meðal fullorðinna íslendinga frá 1997, kom í ljós að yngra fólk, fráskildir, foreldrar ungra barna og lágtekjufólk frestaði frekar læknisþjónustu en aðrir. Þá kom í ljós að þeir sem bjuggu við fjárhagserfiðleika, höfðu haft mikil útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu, áttu erfitt með að komast frá daglegum verkefnum, þurftu að fara um lengri veg til læknis, höfðu ekki afsláttarkort eða bjuggu við langvinna sjúkdóma, frestuðu frekar en aðrir ferð til læknis.5-19'20 Enn er sitthvað á huldu um þjónustufrestun hérlendis og hinar ýmsu ástæður hennar. Þá er ekki vitað hvort breytingar hafi orðið á frestun læknisþjónustu eða helstu áhrifaþáttum frestunar. Þessari rannsókn er ætlað að kortleggja frestun læknis- þjónustu í einstökum samfélagshópum fullorðinna íslendinga og meta vægi mögulegra áhrifaþátta. Athugað er hvort frestun læknisþjónustu er með misjöfnum hætti eftir félags- og lýð- fræðilegum þáttum og hvort fjárhagserfiðleikar og ósveigjanleg hlutverk (erfiðleikar að komast frá daglegum verkefnum) kunni J 530 LÆKNAblaðlö 2011/97 Framhald bls. 531
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.