Læknablaðið - 15.10.2011, Page 19
RANNSÓKN
Tafla I - Framhald
að hamla notkun læknisþjónustunnar. Þá er athugað hvort
neikvæð viðhorf og neikvæð reynsla af læknisþjónustunni tengist
frestun þjónustunnar. Eins er athugað hvort tengsl við lækni
og þjónustustað, vegalengd og ferðatími á þjónustustaðinn,
afsláttarkort og fyrri útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu tengist
frestun hennar. Jafnframt er athugað hvort þeir sem eiga við
langvinna sjúkdóma og örorku að glíma fresti frekar ferð til
læknis en aðrir. Að lokum er lagt mat á hvaða þættir skipta
mestu þegar leitað er skýringa á frestun læknisþjónustunnar.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin byggir á landskönnuninni Heilbrigði og aðstæður
íslendinga I sem fram fór haustið 2006.22,23 íslenskir ríkisborgarar
á aldrinum 18-75 ára og búsettir á íslandi voru valdir með
slembiaðferð úr þjóðskrá. Langstærstur hluti spuminga í listanum
var forprófaður og prófaður í fyrri heilbrigðiskönnunum meðal
Islendinga.5,24 Framkvæmd póstkönnunarinnar fylgdi svokallaðri
heildaraðferð (Total Design Method, TDM) sem náð hefur betri
heimtum í póstkönnunum en eldri aðferðir.25 í samræmi við TDM-
aðferðina var sendur út spumingalisti allt að þrisvar sinnum á
sjö vikna tímabili. Þá var einnig sent út ítrekunar- og þakkarkort
viku eftir fyrstu útsendingu spurningalista. f framhaldi af síðustu
útsendingu spurningalista samkvæmt TDM-aðferðinni var að auki
hringt í alla sem ekki höfðu skilað lista eða neitað að taka þátt.
Alls svöruðu 1532 manns könnuninni og svarhlutfall var 60,03%.
Lýðfræðileg samsetning svarendahóps og þýðis var mjög áþekk,
nema hvað svörun var heldur hærri meðal kvenna en karla og
hærri meðal íbúa á landsbyggðinni en íbúa á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstöður voru því vegnar eftir búsetu og kynferði svo þær
gæfu réttari mynd af þýðinu.22 Persónuvernd og vísindasiðanefnd
veittu leyfi fyrir framkvæmd landskönnunarinnar.
Frestun læknisþjónustu var metin með eftirfarandi spurningu:
„Þurftir þú að fara til læknis einhvern tíma á síðastliðnum
sex mánuðum, en hættir við það eða frestaðir því (já, nei)?"
Könnuð voru tengsl frestunar læknisþjónustu við eftirfarandi
breytur: Aldur, kynferði, hjúskaparstöðu (gift(ur)/í sambúð, í
föstu sambandi/einhleyp(ur), fráskilin(n), ekkja/ekkill), foreldra-
stöðu (barn yngra en sex ára, ekki barn yngra en sex ára),
atvinnustöðu (ekki í starfi, hlutastarf, fullt starf), atvinnuleysi
(atvinnulaus nú, ekki atvinnulaus nú), námsstöðu (í skóla,
ekki í skóla), búsetu (höfuðborgarsvæði, landsbyggð), menntun
(grunnskóla-, gagnfræða- eða landspróf, sérskóla- eða stúdents-
próf, háskólastigspróf), heimilistekjur (árstekjur í krónum),
fjárhagserfiðleika (átta atriða kvarði, svo sem að eiga í vandræðum
með að borga af reikningum, hafa ekki ráð á matvörum, fatnaði,
eða húsbúnaði sem þörf var fyrir; Chronbach’s alpha=0,84),
ósveigjanleg hlutverk (fimm þrepa kvarði frá „alls ekki erfitt"
til „nánast útilokað" að komast frá daglegum verkefnum ef leita
þyrfti læknis), ánægju með síðustu heimsókn til læknis (mjög eða
frekar ánægður, hlutlaus, mjög eða frekar óánægður), afstöðu til
notkunar fólks á læknisþjónustu (frekar eða mjög mótfallin/n,
hlutlaus, frekar eða mjög fylgjandi), hvort viðkomandi hafi
heimilislækni, eða fari venjulega á tiltekinn stað þegar leitað er
til læknis, vegalengd (í kílómetrum) og ferðatíma (í mínútum) til
þess læknis eða heilsugæslustöðvar sem viðkomandi notar oftast,
heildarútgjöld fjölskyldunnar til heilbrigðismála á ársgrundvelli
Frestun/niðurfelling heimsóknar
% (fjöldi) Phi/ Oramér’s V P*
Ósveigjanleg hlutverk (Að komast frá daglegum verkefnum)
Ekki erfitt 16,7(172/1031)
Dálítið erfitt 31,7(71/224) 0,19 0,00
Nokkuð eða mjög erfitt 36,3(78/215)
Ánægja með siðustu læknisheimsókn
Óánægð(ur) 45,6(52/114)
Hlutlaus 31,8(68/214) 0,21 0,00
Ánægð(ur) 17,4 (186/1071)
Afstaða til notkunar læknisþjónustu
Neikvæð 10,0 (1/10)
Hlutlaus 21,3(32/150) 0,02 0,66
Jákvæð 21,9(283/1294)
Hefur heimilislækni
Já 21,4(231/1081)
Nei 23,1 (90/389) -0,02 0,47
Fer á tiltekinn stað þegar leita þarf til læknis
Já 21,2(250/1178)
Nei 24,7 (71/288) -0,03 0,21
Vegalengd til læknis
Stutt (<20 kílómetrar) 21,6(294/1358)
Löng (>20 kílómetrar) 20,2 (18/89) -0,01 0,75
Ferðatími til læknis
Stuttur (<20 mínútur) 21,8(292/1337)
Langur (>20 mínútur) 20,3 (25/123) -0,01 0,70
Heildarútgjöld fjölskyldu til heilbrigðismála (í þúsundum króna á ári)
0-50,0 15,7(50/319)
50,1-93,7 23,7(75/317)
93,8-142,0 19,8(64/323) 0,10 0,01
142,1+ 26,4(83/314)
Heildarútgjöld fjölskyldu til heilbrigðismála (% af fjölskyldutekjum)
0-1,04 13,8(39/283)
1,05-1,83 22,7 (64/282)
1,84-3,01 18,6 (52/279) 0,17 0,00
3,02+ 32,5 (92/283)
Afsláttarkort vegna komugjalda
Já 22,3 (48/215)
Nei 21,7(274/1263) 0,01 0,84
Langvinnir sjúkdómar eða kvillar
Enginn 16,8 (117/697)
Einn 22,4(71/317)
Tveir 23,1 (43/186) 0,14 0,00
Þrír eða fleiri 31,7 (92/290)
Örorka (75%)
Já 33,8 (24/71)
Nei 21,2 (279/1318) 0,07 0,01
a p-gildi vísar til sambands milli skýringarbreytu (til dæmis aldurs) og frestunar/ niðurfellingar heimsóknar
LÆKNAblaðið 2011/97 531