Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 29
RANNSÓKN bráðrar botnlangabólgu.14 Þetta er lægra hlutfall en í fyrri rannsókn þar sem 57% höfðu slík einkenni.1 2 3 4 5 Engir sjúklingar greindust með krabbamein í botnlanga fyrir aðgerð en þetta á einnig við um fyrri rannsóknina hér á landi og flestar aðrar sambærilegar rannsóknir.4-6 7 * Krabbameini annars staðar í meltingarvegi, einkum ristli, hefur verið lýst og í einni rannsókn voru 35% með slík æxli og í annarri voru 13% sjúklinga með æxli í ristli.6- 15 í okkar rannsókn greindist einn sjúklingur með krabbamein í bugaristli samtímis greiningu á botnlangakrabbameininu. Einn sjúklingur hafði áður fengið krabbamein í eggjastokka og annar sjúklingur fékk nýrnakrabbamein eftir greiningu botnlangakrabbameins. Þar sem eitlastöðvar botnlanga eru þær sömu og fyrir botnristil, botnlanga og dausgarnarenda hefur verið mælt með brottnámi á hægri hluta ristils sem meðferð við kirtilkrabbameini í botnlanga.9 Röksemdin fyrir þessu hefur verið að hátt hlutfall sjúklinga, eða allt að 25%, sé með eitlameinvörp.6'14 Þetta hefur verið umdeilt, einkum fyrir slímkrabbamein þar sem hlutfall sjúklinga með eitlameinvörp er mun lægra en sjúklinga með kirtilkrabbamein, eða 4,2% samkvæmt rannsókn Gonzalez- Moreno.16 Sugerbaker mælir með varðeitlatöku og séu þeir eitlar jákvæðir skuli framkvæma brottnám á hægri hluta ristils.10 Sumar rannsóknir hafa sýnt fram á betri lifun ef brottnám var framkvæmt á hægri hluta ristils samanborið við botnlangatöku eingöngu, en munur á fimm ára lifun var 63% á móti 20%.6 Gonzalez-Moreno skoðaði 501 sjúkling með kirtilkrabbamein í botnlanga. Allir sjúklingamir höfðu útsæði í lífhimnu og fóru allir í aðgerð þar sem allur sjáanlegur æxlisvefur var fjarlægður og síðan beitt heitri lífhimnubundinni lyfjameðferð. Alls fóru 198 í botnlangatöku, 280 í brottnám á hægri hluta ristils. Sjúklingar sem fóru í brottnám á hægri hluta ristils höfðu ekki betri lifun en þeir sem fóru einvörðungu í botnlangatöku.16 í okkar rannsókn fóru allir sjúklingar nema tveir sem greindust á stigi I-III (sjö af níu) í brottnám á hægri hluta ristils. Tveir sjúklingar fóru í brottnám á botnristli og dausgamarenda (ileocoecal resection) annars vegar, og botnlangatöku ásamt brottnámi á æxli í bugaristli hins vegar. Þetta er svipað hlutfall og kemur fram í þýskri rannsókn þar sem 71,4% sjúklinganna fengu viðeigandi meðferð.14 Fimm ára lifun var einungis 44% sem er lægra en í rannsókn Nitecki þar sem fimm ára heildarlifun var 55%. Munurinn skýrist líklega af því að hiutfall sjúklinga með sjúkdóm á stigi IV í okkar rannsókn var 54%, samanborið við 29% hjá Nitecki.6 Heildar fimm ára lifun í þýskri rannsókn sem náði til 144 sjúklinga með kirtilkrabbamein í botnlanga var 49,2% en í henni voru 25% sjúklinga með sjúkdóm á stigi IV. í íslensku rannsókninni fyrir árin 1974-1989 var ekki reiknuð fimm ára lifun en í þeirri rannsókn voru fjórir af sjö sjúklingum látnir vegna síns sjúkdóms. I okkar rannsókn voru tveir sjúklingar með slímæxli af óvissri illkynja lífhegðan á sama stað. Þetta eru æxli þar sem erfitt er að ákvarða með vissu hvort um góðkynja eða illkynja æxli sé að ræða. Skilyrði sem þarf að uppfylla til að æxli teljist til þessa flokks eru vel sérhæfð slímþekja sem þrýstir djúpt á undirliggjandi vefi án augljóss ífarandi vaxtar, eða slím í botnlangavegg eða utan hans án augljóss innvaxtar en með tapi á vöðvaslímhimnu (muscularis mucosae).'7'18 Fyrirhugað var að senda einn sjúkling í rannsókninni í HIPEC- meðferð erlendis. Meðferðin felur í sér aðgerð þar sem allur æxlisvefur er fjarlægður ásamt lífhimnu (þar sem æxlisvefur er til staðar) og síðan er kviðarholið fyllt með krabbameinslyfjum (mitomycin C, doxorubicin) sem hafa verið hituð upp í 40°C. Sjúklingnum er síðan velt í 90 mínútur til að tryggja að krabbameinslyfin nái til allra svæða í kviðarholinu.10 Árangur þessarar meðferðar hefur verið góður, 80% lifun eftir 20 ár fyrir krabbamein af lágri gráðu og 45% fyrir krabbamein af hárri gráðu ef tekst að fjarlægja allan æxlisvef.10 Helstu vankantar þessarar rannsóknar eru að hún er aftur- skyggn, byggist á upplýsingum sem teknar eru úr sjúkraskrám og því ekki unnt að sannreyna þær. Helsti styrkur rannsóknarinnar er að vefjasýni frá öllum æxlum voru endurskoðuð og metin af einum meinafræðingi. Öll tilfellin eru þess vegna staðfest með endurskoðun á vefjasýnum og því eru allar upplýsingar er lúta að vefjagerð og þroskunargráðu æxlis skráðar beint af rannsakendum. Rannsóknin nær til allra greindra tilfella hérlendis og þó svo að tilfellin séu fá, gefur hún áreiðanlega mynd af þessum sjúkdómi á íslandi á 20 ára tímabili. Heimildir 1. McGory ML, Maggard MA, Kang H, O'Connell JB, Ko CY. Malignancies of the appendix: beyond case series reports. Dis Colon Rectum 2005; 48:2264-71. 2. Chang P, Attiyeh FF. Adenocarcinoma of the appendix. Dis Colon Rectum 1981; 24: 176-80. 3. Beger A. Ein Fall von Krebs des Wurmfortsatzes. Berl Klin Wochenschr 1882; 19: 616-8. 4. Nielsen GP, Isaksson HJ, Finnbogason H, Gunnlaugsson GH. Adenocarcinoma of the vermiform appendix. A population study. APMIS 1991; 99: 653-6. 5. Connor SJ, Hanna GB, Frizelle FA. Appendiceal tumors: retrospective clinicopathologic analysis of appendiceal tumors from 7,970 appendectomies. Dis Colon Rectum 1998; 41: 75-80. 6. Nitecki SS, Wolff BG, Schlinkert R, Sarr MG. The natural history of surgically treated primary adenocarcinoma of the appendix. Ann Surg 1994; 219: 51-7. 7. Oya S, Miyata K, Yuasa N, et al. Early carcinoma of the appendix vermiformis. Dig Endosc 2009; 21:53-5. 8. Mistry R, Ananthakrishnan K, Hamid BN, Powell C, Foster GE. Appendiceal carcinoma masquerading as re- current urinary tract infections: case report and review of literature. Urology 2006; 68:428 el-3. 9. Cortina R, McCormick J, Kolm P, Perry RR. Management and prognosis of adenocarcinoma of the appendix. Dis Colon Rectum 1995; 38: 848-52. 10. Sugarbaker PH. Epithelial appendiceal neoplasms. Cancer J 2009; 15:225-35. 11. Cancer, AJCC (American Joint Committee on Cancer) Cancer Staging Manual, 7th ed. Springer, New York 2010. 12. Vidarsdottir H, Vidarsdottir H, Moller PH, Benediktsdottir KR, Geirsson G. Adenocarcinoma of the appendix with a fistula to the urinary bladder. Scand J Urol Nephrol 2010; 44: 354-6. 13. McCusker ME, Coté TR, Clegg LX, Sobin LH. Primary malignant neoplasms of the appendix: a population-based study from the surveillance, epidemiology and end-results program, 1973-1998. Cancer 2002; 94: 3307-12. 14. Benedix F, Reimer A, Gastinger I,et al. Primary app- endiceal carcinoma-epidemiology, surgery and survival: results of a German multi-center study. Eur J Surg Oncol 2010; 36:763-71. 15. Smeenk RM, van Velthuysen ML, Verwaal VJ, Zoetmulder FA. Appendiceal neoplasms and pseudomyxoma periton- ei: a population based study. Eur J Surg Oncol 2008; 34: 196-201. 16. Gonzalez-Moreno S, Sugarbaker PH. Right hemicolectomy does not confer a survival advantage in patients with mucinous carcinoma of the appendix and peritoneal seeding. Br J Surg 2004; 91: 304-11. 17. Carr NJ, McCarthy WF, Sobin LH. Epithelial noncarcinoid tumors and tumor-like lesions of the appendix. A clinicopathologic study of 184 patients with a multivariate analysis of prognostic factors. Cancer 1995; 75: 757-68. 18. Misdraji J. Appendiceal mucinous ncoplasms: contro- versial issues. Arch Pathol Lab Med 2010; 134: 864-70. LÆKNAblaöið 2011/97 541
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.