Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 38

Læknablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 38
UMFJÖLLUN O G GREINAR Fyrsta íslenska konan í sinni sérgrein Anna Gunnarsdóttir barnaskurðlæknir Anna Gunnarsdóttir barnaskurðlæknir fluttist heim frá Svíþjóð fyrir tveimur árum og tók nýlega við formennsku í læknaráði Landspítala. Hún er einnig formaður Skurðlæknafélags íslands og hefur þar með skorað þrennu, þar sem hún er fyrsta íslenska konan sem gegnir þessum embættum auk þess að vera fyrsta íslenska konan sem lýkur sémámi í barnaskurðlækningum. Hún tekur þó fram að ein kona hafi bæst við síðan, Guðrún Aspelund, svo fjöldi kvenna í sérgreininni hefur tvöfaldast. Anna lauk námi í læknisfræði árið 1996 og eftir kandídatsár og tveggja ára námsstöðu í almennum skurðlækningum við Landspítalann fluttist hún til Svíþjóðar og stundaði sérnám við háskólasjúkrahúsið í Malmö í fjögur ár og hlaut sérfræðiviðurkenningu í almennum skurðlækningum árið 2003. Hún hélt síðan áfram sémáminu á barnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi og hlaut sérfræðiviðurkenningu í barnaskurðlækningum sem undirsérgrein árið 2005. Anna lauk doktorsprófi við læknadeild háskólans í Lundi vorið 2010. í doktorsnáminu rannsakaði hún starfrænar truflanir á meltingarvegi barna, bæði bakflæði og Hirschsprung- sjúkdóminn, sem er meðfæddur galli á ristli. Anna segist alltaf hafa haft í huga að leggja fyrir sig barnalækningar, en heillaðist af skurðlækningum á fjórða ári í læknisfræði. „Barnaskurðlækningar sameina þetta tvennt að nokkru leyti. Barnaskurðlækningar eru mjög sérhæfð sérgrein. Þær aðgerðir sem gera barna- skurðlækningar að sérstakri grein eru vegna ýmissa meðfæddra galla á meltingarfærum, þvagfærum og í brjóstholi, en síðan sinnum við einnig öllum almennum skurðlækningum á þessum líffærakerfum í börnum allt til 18 ára aldurs." Konum fjölgar í skurðlæknastétt Skurðlækningar eru hefðbundið karlavígi innan læknisfræðinnar og Anna segir að fyrirmyndir úr hópi kvenna hafi ekki verið margar þegar hún stundaði nám. „Ég var reyndar svo heppin að Margrét Oddsdóttir, sem lést langt fyrir aldur fram fyrir tveimur árum, var starfandi á skurðdeild Landspítala þegar ég var í námi og hún var sterkur leiðtogi og góð fyrirmynd. Það voru því nokkrar konur af minni kynslóð sem fóru í skurðlækningar. Hér á landi erum við reyndar ennþá talsvert langt undir alþjóðlegu meðaltali hvað varðar fjölda kvenna í hópi skurðlækna. En það er að breytast og við erum orðnar nokkrar íslenskar konur sem erum starfandi skurðlæknar í ýmsum sérgreinum skurðlækninga, bæði heima og erlendis, og aðrar eru í sémámi erlendis. Það hefur verið nefnt sem skýring að skurðlækningar séu líkamlega erfiðari en margar aðrar sérgreinar og vaktabyrðin sé þyngri. Hvort tveggja sé konum andstætt. Þetta er að breytast með sífellt fullkomnari tækjabúnaði og breyttu viðhorfi til hlutverks konunnar innan og utan heimilis, með auknu jafnræði milli hjóna. Ég hef hins vegar aldrei velt því sérstaklega fyrir mér að ég sé kona í þessu samhengi og mjög sjaldan mætt neikvæðu viðhorfi þess vegna. Það er reyndar að einhverju leyti kynslóðabundið en er algjörlega hverfandi." Anna gegnir hlutastöðu sérfræðings í barnaskurðlækningum á Landspítalanum og jafnframt hlutastöðu yfirlæknis við barnaskurðdeild á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Hún er því talsvert á ferðinni og hefur stöðugan samanburð á milli þessara tveggja stofnana. Hún segir nauðsynlegt fyrir sig sem fagmann að geta fylgst með því nýjasta sem er að gerast í greininni og að hafa tækifæri til að gera nægilega margar sérhæfðar aðgerðir til að halda sér í þjálfun. Rannsóknarmöguleikamir séu einnig meiri erlendis. „Margir af þeim meðfæddum göllum sem við barnaskurðlæknar fáumst við koma einungis fram hjá einum af hverjum 4-5000 nýburum. Hér á íslandi fæðast um 4500 börn á ári. Það eru því ekki mörg sérhæfð tilfelli af hverjum meðfæddum galla sem koma til okkar kasta árlega hér á landi, en þegar þau koma upp er nauðsynlegt að viðeigandi þekking og reynsla sé til staðar til að hjálpa þeim börnum." Heimurinn hefur minnkað Barnaskurðdeildir í Svíþjóð eru fjórar, í Lundi, Gautaborg, Uppsölum og Stokkhólmi og skipta þær landinu nokkuð jafnt á milli sín. Upptökusvæði bamadeildarinnar í Stokkhólmi er um 2,5 milljónir manna svo umsvifin em allt önnur þar eins og nærri má geta. Þegar Anna er spurð hvemig hún hafi upplifað umskiptin frá því að starfa í Svíþjóð og hefja störf á Landspítala þarf hún að hugsa sig um áður en hún svarar. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var það algjört áfall. Ég byrjaði reyndar á mjög erfiðum tíma í þjóðfélaginu, sumarið 2009 þegar kreppan var alltumlykjandi og mikill samdráttur á spítalanum. Það þarf einnig að hafa í huga að barnaskurðlækningar eru 550 LÆKNAblaðið 2011/97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.