Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 40
UMFJÖLLUN O G GREINAR við hjálpumst að og reddum hlutunum eins og okkur einum er lagið. Ég tel þó að alltaf sé hægt að bæta verklag og að við getum bætt uppbyggingu og sett skýrari verkferla í kringum okkar starf. Það er eitt af því sem við í læknaráði Landspítala komum að og viljum gjarnan þróa áfram í samráði við framkvæmdastjórn spítalans. Læknaráð Landspítala er skipað níu læknum og hvert svið á sér sinn fulltrúa. Þannig er leitast við að hinar ýmsu sérgreinar eigi sér talsmann í ráðinu. Hlutverk læknaráðsins er fyrst og fremst ráðgefandi gagnvart framkvæmdastjórn um skipulag og þjónustu lækninga á spítalanum. Stöðunefnd starfar á vegum læknaráðs og skilar áliti um allar umsóknir um auglýstar stöður sérfræðinga og yfirlækna. Einnig er læknaráð ráðgefandi um menntun, fræðslu og vinnuumhverfi lækna og er fræðslunefnd starfandi á vegum læknaráðs." Anna segist ekki hafa sóst eftir formennsku í læknaráðinu. „Það var leitað til mín og ég hugsaði mig vel um. Eitt af því sem réði ákvörðun minni var einfaldlega að konum er oft legið á hálsi fyrir að vilja ekki taka að sér stjómunar- og yfirmannstöður. Ég hef eiginlega tekið þá afstöðu að vera ekki sú kona sem bakkar og segir nei þegar leitað er til mín með slíkt. Vonandi skapar það líka jákvætt fordæmi fyrir aðrar konur. Það var þó ekki meginástæðan fyrir því að ég ákvað að taka formennskuna að mér, heldur vil ég gjaman hafa áhrif á starfsumhverfi mitt og þjónustu við sjúklingana. Hér er mikið af mjög hæfu starfsfólki og íslensk læknisfræði er spennandi vegna þess hversu víða íslenskir læknar hafa sótt sér sérfræðimenntun. A Landspítalanum starfa sérfræðingar sem hafa sótt sína menntun og starfsreynslu frá mörgum af helstu sjúkrahúsum, bæði vestanhafs og austan. Þetta gerir allt starfsumhverfið meira lifandi og það er sannarlega gaman að taka þátt í því." Lheilsugæslan SALAHVERFI Heilsugæslulæknir Heilsugæslan í Salahverfi auglýsir eftir lækni til starfa. Æskilegt er að um sérfræðing í heimilislækningum sé að ræða, en til greina kemur að ráða lækni í afleysingarstarf til lengri eða skemmri tíma. Æskilegt er að viðkomandi geti verið í fullu starfi, en hlutastarf kemur einnig til greina. Heilsugæslustöðin er rekin af Salus ehf. samkvæmt samningi við velferðarráðuneytið. Sjö heimilislæknar starfa á stöðinni og sinna hefðbundnum heimilislækningum, mæðra- og ungbarnavernd, en einnig skólaheilsugæslu. Læknar stöðvarinnar geta starfað á Læknavaktinni utan dagvinnutíma. Umsóknarfrestur til 24. október n.k. Upplýsingar um starfið veita læknarnir Böðvar Örn Sigurjónsson og Haukur Valdimarsson í síma 590-3900 eða á netfangið salus@salus.is Umsóknir sendist Böðvari Erni Sigurjónssyni, yfirlækni Heilsugæslunni Salahverfi, Salavegi 2, 201 Kópavogi 552 LÆKNAblaðið 2011/97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.