Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 43
UMFJÖLLUN O G GREINAR Viljum að sem flestir læknar njóti réttindanna - um fjölskyldu- og styrktarsjóð ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Það er mikilvægt fyrir lækna að greiða í sjóðinn til að öðlast réttindi, segir Dóra Lúðvíksdóttir formaður FOSL, Fjölskyldu og styrktarsjóðs lækna, og höfðar hún þar sérstaklega til sjálfstætt starfandi lækna sem þurfa sjálfir að standa skil á greiðslum til að öðlast full réttindi. Fjölskyldu og styrktarsjóðurirm varð til við kjarasamning sjúkrahús- og heilsugæslulækna árið 2001. Hugmyndin að stofnun sjóðsins kom upphaflega frá samninganefnd ríkisins og var hlutverk hans að jafna réttindi í fæðingarorlofi miðað við fyrri lög, segir Dóra. Til nánar skýringar segir hún að greiðslum i sjóðinn sé þannig háttað að vinnuveitandi greiði 0,41% af heildarlaunum hvers læknis en greiðslur eru ekki dregnar af launum. Séu læknar hins vegar sjálfstætt starfandi þurfa þeir sjálfir að greiða í sjóðinn og miðast iðgjöldin þá við reiknað endurgjald. Þetta á einnig við um þá lækna sem eru í hlutastarfi á sjúkrahúsi og starfa að hluta sjálfstætt. Þeir þurfa einnig að greiða í sjóðinn af sjálfstæða rekstrinum til að öðlast full réttindi. Það er að gefnu tilefni sem við viljum hvetja sjálfstætt starfandi lækna til að standa skil á greiðslum í sjóðinn. Frá 2005 hefur sjóðurinn greitt fæðingarstyrki sem eru umtalsvert hærri en styrkir annarra stéttarfélaga. Styrkurinn hefur verið greiddur til barns en ekki læknis en til athugunar er hvort greiða megi 11/2 styrk ef báðir foreldrar eru læknar. Fullur styrkur til beggja foreldra þýddi hins vegar að lækka þyrfti styrkupphæð hjá öllum. Fæðingarstyrkirnir eru stærstu útgjöld sjóðsins sem við erum stolt af að standa fyrir, segir Dóra. Frá árinu 2002 hafa einnig verið veittir styrkir til félagsmanna vegna óvænts tekjutaps. Þetta getur verið vegna veikinda læknis, veikinda maka eða barna. Þessi styrkur hefur reynst mörgum vel þegar alvarleg veikindi koma upp. Um er að ræða eingreiðslustyrk eða hlutfall af launum í þrjá mánuði. Einnig hefur sjóðurinn greitt útfararstyrki frá árinu 2007 til þeirra félagsmanna sem greitt hafa í sjóðinn. Það hefur sennilega aldrei verið mikilvægara en einmitt nú að njóta góðra réttinda vegna óvæntra útgjalda, fæðingar, veikinda eða andláts. Við viljum auðvitað að sem flestir læknar njóti þeirra réttinda sem Fjölskyldu-og styrktarsjóðurinn veitir, segir Dóra Lúðvíksdóttir að lokum. Astellas mun í haust bjóða heimilislæknum upp á fræðslu um ýmis vandamál sem snúa að starfsemi þvagvega Meðal efnis er: Þvagleki - skilgreining, lifeðlisfræði og lífeðlismeinafræði Ofvirk þvagblaðra, áreynslu- og bráðaþvagleki hjá konum - sjúkdómsgreining og meðferð Aldraðir og þvagleki Flæðishindrum, ofvirk þvagblaðra og einkenni frá neðri hluta þvagvega hjá karlmönnum Efnið hefúr verið þýtt og staðfært í samvinnu við Guðmund Geirsson, þvagfæraskurðlækni og Kristínu Jónsdóttur, kvensjúkdómalækni Nánari upplýsingar veitir Ómar Grétarsson, markaðsfulltrúi Astellas, simi 824 7023, netfang omar@vistor.is FRÆÐSLA OG FYRIRLESTRAR UM ÞVAGFÆRALÆKNINGAR Astellas UROLOGY ACADEMY LÆKNAblaðið 2011/97 555
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.