Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2013, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.10.2013, Qupperneq 12
RANNSÓKN Tafla I. Samanburður milli ára á rannsóknartímabilinu ásamt samanburði við eldri rannsókn sem gerð vará tímabilinu 1988-1997. Ár Fjöldi Látnir Dánarhlutfall Aldur APACHE II LIS PaOýFiOj Tilfelli á 100 þús. íbúa/ári 2004 18 5 27,8% 57,9 20,6 3,15 119,9 6,2 2005 23 6 26,1 % 55,5 17,3 3,06 109,3 7,8 2006 26 9 34,6% 47,1 18,2 3,01 102,2 8,7 2007 28 8 28,6% 58,8 18,0 3,00 109,3 9,1 2008 25 8 32,0% 55,6 18,6 3,24 130,1 7,9 2004-2008 120 36 30% 55,0 18,5 3,1 114,1 7,9 1988-1997 155 62 40,0% 52,3 15,0 3, 92,9 5,9 APACHE II = ástandsstigun, LIS = Lung Injury Scale, lungnaáverkakvarði, Pa02 = súrefnisstyrkur í blóði, Fi02 = hlutfall súrefnis í innöndunarlofti. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til gjörgæsludeilda Landspít- ala í Fossvogi og við Hringbraut tímabilið 2004-2008. Báðar deild- irnar sinna almennum gjörgæslulækningum en með nokkurri sérhæfingu þó. Gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut sinnir einkum sjúklingum frá brjóstholsskurðlækningadeild, almennri skurðlækningadeild, kvennadeild, hjartadeild, krabbameins- lækningadeild, barnadeild og meltingar- og nýrnadeild. Gjör- gæsludeild Landspítala í Fossvogi sinnir aðallega sjúklingum frá heila- og taugaskurðdeild, æðaskurðdeild, bæklunarskurðdeild, taugalækningadeild, smitsjúkdómadeild, lungnadeild og sjúk- lingum með fjöláverka. Að auki er rekin gjörgæsludeild á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri en að mati lækna þeirrar deildar hafði ekki verið um nein tilfelli af bráðu andnauðarheilkenni að ræða þar á rannsóknartímabilinu og var því ekki farið yfir inn- lagnir sjúklinga þar. Að fengnu samþykki vísindasiðanefndar Landspítala, Pers- ónuverndar og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala var farið yfir gjörgæsluskýrslur og sjúkdómsgreiningar allra sjúk- linga sem lögðust inn á gjörgæsludeildir Landspítala á tímabilinu. Sjúkraskýrslur sjúklinga sem höfðu átt við alvarlega öndunarbilun að stríða voru skoðaðar sérstaklega og kannað hvort ástand þeirra gæti fallið undir alþjóðlega skilgreiningu á bráðu andnauðar- heilkenni: hefðu bráðan öndunarfærasjúkdóm, dreifðar íferðir í Mynd 1. Röntgenmynd nflungum sjúklings mcð brátt aiidnauðarhcilkcnni. Út- brciddar dreifðar ífcrðir sjást í báðum lungum. báðum lungum á röntgenmynd eða tölvusneiðmynd, hlutfall súr- efnisstyrks í blóði á móti innönduðu súrefnishlutfalli (Pa02/Fi02) lægra en 200 og fleygþrýsting í lungnaslagæð (PCWP) lægri en 18 eða engin klínísk merki um hjartabilun. Sjúklingar voru útilokaðir ef einhverjum þessara skilyrða var ekki fullnægt. Reiknað var lungnaáverkastig fyrir alla sjúklingana samkvæmt lungnaáverkakvarða Murray's (Lung Injury Scale, LIS)14 en sam- kvæmt honum eru gefin stig fyrir Pa02/Fi02 hlutfall, PEEP-still- ingu á öndunarvél og hversu útbreiddar íferðir í lungum eru á lungnamynd. Sérfræðingur í mynd- og geislagreiningu fór yfir lungnamyndir allra sjúklinganna og mat hvort þeir væru með brátt andnauðarheilkenni og hversu útbreiddar breytingar voru á lungnamynd samkvæmt lungnaáverkakvarða (LIS), mynd l.14 Safnað var upplýsingum um aldur, kyn, orsök, tíma frá áfalli að staðfestu heilkenni, legutíma á gjörgæsludeild, legutíma á sjúkra- húsi og afdrif sjúklinga. Skráð var notkun öndunarvéla, tímalengd þeirrar meðferðar, stillingar, Pa02/Fi02 hlutfall og hvort notuð var sérhæfð meðferð, svo sem hátíðniöndunarvél, grúfulega eða hjarta- og lungnavél (ECMO). Varðandi tíma frá áfalli að staðfestu heil- kenni var stuðst við þann dag er gildi samræmdust skilgreiningu á bráðu andnauðarheilkenni (Pa02/FiO, hlutfall, ástand lungna sam- kvæmt lungnamynd). Ástand allra sjúklinga við innlögn var metið með APACHE II stigunarkerfi en samkvæmt því eru gefin stig fyrir ástand sjúklinga fyrsta sólarhring dvalar á gjörgæsludeild, aldur, niðurstöður blóðmælinga og fyrri sjúkdóma. Úrvinnsla fór fram með Excel töflureikni (Microsoft Corpora- tion, Redmond, Washington) og tölfræðiforritinu IBM SPSS Statis- tics. Reiknuð voru miðgildi eða meðaltöl með staðalfrávikum og reiknað p-gildi með Wilcoxon rank test eða Students t-test. Upplýs- ingar um mannfjölda á íslandi voru fengnar frá Hagstofu íslands og þannig reiknað nýgengi heilkennisins á hverja 100.000 íbúa. Niðurstöður Á tímabilinu 2004-2008 voru alls 6413 sjúklingar lagðir inn á gjör- gæsludeildir Landspítala, 3140 á Hringbraut og 3273 í Fossvogi. Karlar voru 60%, meðalaldur var 58 ár, dánarhlutfall var 7,5% og um helmingur innlagðra þurfti meðferð í öndunarvél. Við nánari athugun reyndust 224 sjúklingar hafa alvarlega öndunarbilun og af þeim reyndust 120 sjúklingar falla undir alþjóðlega skilgreiningu á bráðu andnauðarheilkenni, 54 konur og 66 karlar. Alls greindust 83 sjúklingar á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi en 37 á Landspítalanum við Hringbraut. Yfir allt tímabilið greindust því J 444 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.