Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 20
SJÚKRATILFELLI Mynd 1. Segulómskoðun sem sýnir þversnið af mæmnmi. Örin vísará meinsemd hliðlægt hægra megin. (posterior spinal arteries) sem næra 1/3 hluta mænunnar, það er bakstrengina (posterior column), bakhorn (posterior horn) og aftari hluta hliðstrengja (lateral columri). Mænudrep vegna lokunar á fremri mænuslagæðinni leiðir til lömunar neðan drepsins, skerð- ingar á sársauka-, hita- og kuldaskyni og truflunar á starfsemi þvagblöðru. Einkenni frá bakstrengjum (stöðu- og snertiskyn) eru algengari eftir drep vegna lokunar á aftari mænuslagæðum. Slíkum drepum geta fylgt lömunareinkenni ef þau ná til hliðlægra heila- og mænubrauta (lateral corticospinal tract)? í 20-30% tilvika finnst engin sértæk skýring á mænudrepi.4 Slagæðakölkun er talin orsök í 20-30% tilfella.5 Flysjun eða skurð- aðgerð á ósæð eru einnig vel þekktar orsakir. Sjaldgæfari orsakir eru til dæmis bólgusjúkdómar eins og æðabólga og Rauðir úlfar.4 Brjósklos,6 lágþrýstingur (hypotensionY, sykursýki og lyfjagjafir í mænuganginn hafa einnig verið tengd mænudrepi.7 Mænudrep einkennist af skyndilegum taugabrottfallseinkenn- um sem má rekja til truflunar í starfsemi mænu. Tveir þriðju hlutar sjúklinga eru með skyntruflanir, helmingur með blöðrutruflanir og þriðjungur með lömunareinkenni. í upphafi er meirihluti sjúk- linga með mjög sáran bakverk í hæð við mænuskaðann.8 I einni rannsókn var mænudrepið í fimmtungi tilfella í hálshluta mænu, hin drepin skiptust jafnt á milli brjósthluta og lendarhluta mænu.8 Algengast er að drepin séu á næringarsvæði fremri mænuslag- æðar. Dæmigerð einkenni eru lömun neðan skaðans, truflun á sársauka-, hita- og kuldaskyni ásamt truflun á blöðrustarfsemi.3 Drep á næringarsvæði aftari mænuslagæða eru sjaldgæf. Þeir sjúklingar hafa gjarnan skert stöðuskyn en lömun getur komið fram og blöðrueinkenni koma fyrir.9'10 Mismunagreiningar eru fjölmargar. Sá sári verkur í baki, brjóstkassa eða kviðarholi sem fléstir sjúklingar með mænudrep fá í upphafi, jafnvel áður en taugaeinkenna verður vart, minnir á einkenni við brátt hjartadrep, ósæðarflysjun eða bráðaeinkenni frá kviðarholi. Einnig geta bólgusjúkdómar í mænu birst með sömu einkennum og þeim sem fylgja mænudrepi. Greining byggir á sjúkrasögu og taugaskoðun. Myndgreining er þó nauðsynleg og hefur segulómrannsókn yfirburði.4 Mikil- vægt er að skoða alla mænuna í leit að drepi og til að útiloka aðrar orsakir mænueinkenna. Þar koma til greina þrýstingur á mænu vegna fyrirferðar í mænugangi ásamt öðrum sjúkdómum í mænu, svo sem mænubólgu og æðamissmíð. Segulómrannsókn af heila hjálpar til við útilokun á öðrum sjúkdómum eins og MS, Rauðum úlfum (SLE), sýkingum eða sarklíki (sarcoidosis) sem geta gefið mænueinkenni í upphafi. í framsýnni fjölsetra rannsókn8 sem taldi 24 sjúklinga með mænudrep var lýst niðurstöðum úr segulómrannsóknum sem gerðar voru innan 10 daga frá upphafi einkenna. Hægt var að sýna fram á drep hjá 20 sjúklingum. Hjá fjórum var rannsóknin eðlileg þótt hún væri endurtekin á 10.-21. degi. Rannsókn á mænuvökva er ekki nauðsynleg ef klínísk ein- kenni eru sannfærandi og segulómrannsókn sýnir drepið.81 vafa- tilfellum getur verið gagnlegt að skoða mænuvökva til að útiloka aðra sjúkdóma. Slík rannsókn getur gefið vísbendingar um undir- liggjandi sjúkdóma, svo sem bólgusjúkdóma, sýkingar og illkynja sjúkdóma sem geta valdið mænueinkennum. Talið er að dánartíðni eftir mænudrep sé 20-25% á fyrstu fjórum vikunum.8 í ofangreindri rannsókn töldust 15 sjúklingar af 28 hafa náð góðum bata, sem var skilgreindur þannig að þeir gátu gengið án aðstoðar nema hækjustafs og höfðu ekki blöðrutruflun sem krafðist þvagleggs. Afdrif 13 sjúklinga voru verri. Þrír létust, tveir vegna sýkinga og einn vegna heilastofnsdreps.8 Almennt er talið að sjúklingum með drep á næringarsvæði fremri mænuslagæðar farnist verr en þeim sem hafa einkenni frá aftari blóðveitunni.11 Batahorfur velta á alvarleika brottfallseinkenna í upphafi.8 Veikindi sjúklings í þessu tilfelli einkenndust af skyndilegu upphafi með afar sárum verk í miðjum brjóstkassa í hæð við 4. brjóstliðbol. Verkinn lagði fljótlega umhverfis brjóstkassann. í kjöl- farið, á fyrstu klukkustundunum, gætti vaxandi máttminnkunar í hægri ganglim og síðar kom í ljós skert starfsemi þvagblöðru. Skyneinkenni voru ekki til staðar. Sjúklingurinn var fyrst grun- aður um brátt hjartadrep eða flysjun í ósæð. Þegar máttminnkun í ganglim var staðfest við taugaskoðun beindist athygli að mið- taugakerfinu. Fyrst var útilokuð bráð skemmd á svæði framheila- slagæðar vinstra megin. Þegar tölvusneiðmynd af höfði var eðlileg vaknaði grunur um mænueinkenni í hæð við 4. brjóstliðbol. Sýnt þótti út frá klínískum einkennum að mænudrepið væri aftarlega í hliðlægum heila- og mænubrautum (lateral corticospinal tract) þar sem hreyfitaugaþræðir til ganglims liggja. Þetta svæði er nært af aftari strengs slagæðinni (posterior funicular) sem er grein frá aftari mænuslagæðinni (posterior spinal artery). Segulómrannsókn sýndi segulskynsbreytingar hægra megin í mænu í hæð við 4. brjóstlið- bol, breytingarnar eru ekki skýrt afmarkaðar. Drep á svæði aftari blóðveitunnar í mænunni eru mun sjaldgæfari en á fremra svæð- inu. Batahorfur eru þó almennt taldar betri. I okkar tilfelli hafði sjúklingur tiltölulega lítil brottfallseinkenni í upphafi. Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir fannst ekki sértæk skýring á mænudrepi. Mænudrep eru afar sjaldgæf. Einkenni í upphafi minna á ýmsa mun algengari sjúkdóma, því er nauðsynlegt að vekja athygli hins almenna læknis á sjúkdómnum. Verkir við upphaf veikinda geta líkst bráðaeinkennum frá kransæðum, flysjun í ósæð og öðrum bráðaveikindum í brjóstholi eða kviðarholi. Taugaskoðun í upp- hafi ætti að leiða lækna í átt að réttri sjúkdómsgreiningu. 452 LÆKNAblaðið 2013/99 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.