Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2013, Side 26

Læknablaðið - 15.10.2013, Side 26
UMFJÖLLUN O G GREINAR Kristján Þór á fundi hji Læknafélaginu i september, þar sem vandi Landspítalans var ræddur. gæslunni og einnig að útvista henni til sveitarfélaganna til að eiga möguleika á að samþætta félagsþjónustu sveitarfélaga við þá þjónustu sem heilsugæslan veitir. Það fyrirkomulag hefur gefið góða raun bæði á Akureyri og á Höfn í Hornafirði. Sömu- leiðis er reynsla okkar af einkarekstri í heilsugæslunni hér á höfuðborgarsvæðinu mjög góð ef borið er saman við rekstur annarrar heilsugæslu. Við berum okkur gjarnan saman við Norðurlöndin en þar eru víða í gildi þjónustusamningar við heimilislækna, reynslan þaðan er afar góð. Það er því allt sem mælir með því að við horfum til frekari breytinga í þessa átt. Ég er ekki með neina uppskrift að því hvernig þetta á gerast, það getur tekið tíma að útfæra þetta svo vel verði, en ég ætla mér að ganga að þessu verki á nýju ári í góðri samvinnu við fagfólk enda hefur það ítrekað kallað eftir þessum breytingum." Rafræn sjúkraskrá á landsvísu hefur veriö eitt helsta baráttumál lækna um árabil. Ætl- arðu að beita þér í því máli? Ég vil miklu frekar leggja áherslu á að fá sem besta þjónustu í heilsugæslunni fyrir þá fjármuni sem höfum til ráðstöf- unar fremur en leggja 10-12 milljarða í nýja rafræna sjúkraskrá. Ég geri mér alveg grein fyrir gildi hennar en þessa fjármuni hef ég ekki handbæra. Það verður að fara aftar í forgangsröðina." Kristján segir að þær breytingar sem hann hyggst beita sér fyrir í heilbrigðis- kerfinu séu orðnar það mótaðar og skýrar að ástæðulaust sé að stofna um það nefnd- ir eða tillöguhópa. „Við erum komin með yfrið nóg af slíkri vinnu, mjög góðri vil ég segja, og ég hyggst nýta það góða starf og hrinda sem flestu í framkvæmd af þeim tillögum sem þar koma fram." Forveri þinn í embætti heilbrigðisráðherra, Guðbjartur Hannesson, fékk Boston Consult- ing Group til að gera skýrslu um heilbrigðis- kerfið. Aðgangsstýring með heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í kerfinu er ein megin- tillaga þeirrar skýrslu. Muntu beita þér fyrir því? „Ég hyggst vinna að því að koma á þjónustustýringu í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisyfirvöld hafa afar takmarkaða möguleika til að stýra því hversu mikill kostnaður verður til í kerfinu án þess að beita þjónustustýringu. Tillögur þessa efnis liggja fyrir og ég vil koma þeim í framkvæmd." Mikill ávinningur af forvörnum Finnst þér heilbrigðiskerfið ofdýrt? Nei, og ég sé ekki eftir sköttum mínum í heilbrigðisþjónustuna og ég held að það geri sárafáir. Við getum hins vegar farið betur með fjármunina sem við leggjum til heilbrigðismála og við eigum að leita allra leiða til þess. Við getum fengið meiri þjónustu fyrir þessa fjármuni og ég ætla að byrja í heilsugæslunni." Ertu þeirrar skoðunar að ríkið eigi að reka heilbrigðisþjónustuna ? Já, tvímælalaust, sérstaklega þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta ekki sinnt henni. Ríkið á að bera ábyrgð á heil- brigðisþjónustunni í landinu samkvæmt gildandi lögum en það er alveg hægt fela einstaklingum og fyrirtækjum að sinna ákveðnum þáttum fyrir hönd ríkisins og dæmin sanna að þeir gera það betur en ríkið í sumum tilfellum. Við þurfum hins vegar að skilgreina vandlega hvaða þjón- ustu ríkið ætlar að kaupa og tryggja eftir- lit með gæðum og öryggi hennar. Þessi þjónusta er varin með samningum sem þar með tryggir öllum þjóðfélagsþegnum jafnan aðgang að henni, þetta verður að hafa í huga þegar rætt er um einkarekstur í heilbrigðisþjónustinni. Reynslan kennir okkur að ábatinn fyrir einstaklinginn sjálfan er meiri ef hann er eigin herra við þessi störf en ef hann er starfsmaður stjórnvaldsins." Forvarnir á sviði lýðheilsu og neyslu heyra einnig undir heilbrigðisráðherra. Hinir svoköll- uðu lífsstílstengdu sjúkdómar verða æ stærra vandamál. Hyggstu beita þér á þessu sviði? Þetta hefur verið mér hugleikið mjög lengi. Við höfum tölur um að kringum 15.000 manns þjáist af sykursýki II. Ef við gætum minnkað þennan hóp um 10% myndum við spara útgjöld í lyfjakostnaði um 750 milljónir á ári. Það hljóta allir að sjá eftir hverju er að slægjast þeim megin á reislunni, svo ekki sé talað um aukin lífsgæði þessa fólks. Ég hyggst því færa út yfir alla heilsugæsluna verkefnið um hreyfiseðlana sem hefur gefist mjög vel erlendis og á þeim heilsugæslustöðvum sem tekið hafa það upp. Við viljum auð- vitað hvetja fólk með öllum ráðum til að taka upp heilbrigðan lífsstíl og á vegum landlæknisembættisins er unnið að því. Það er þó allt að því grábölvað að það þurfi að koma til stjórnvaldsfyrirmæli til almennings að halda okkur í sem bestu líkamlegu formi. Ég er frekar andvígur því að stjórnvöld beiti neyslustýringu með sköttum og verðlagningu þó ég geri mér ágætlega grein fyrir áhrifum hennar, sér- staklega hvað varðar áfengi og tóbak. Þar hefur verðlag mest að segja um hvernig neyslumynstur þjóðarinnar breytist. En í grunninn tel ég að einstaklingurinn verði sjálfur að bera ábyrgð á eigin lífi og heilsu." 458 LÆKNAblaöið 2013/99

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.