Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2013, Qupperneq 32

Læknablaðið - 15.10.2013, Qupperneq 32
UMFJOLLUN O G GREINAR starfsemin hófst og höfum þá væntanlega verið fyrstir skurðlækna til að ræða við ráðherrann. Virtist manni sem þá losnaði um höft, hvort sem þetta var ástæða þess eða ekki. Þetta var reyndar ekki megin- ástæða þess að við fluttum heim. Ég fékk stöðu á Landakotsspítala 1985 og starfaði þar þangað til stofnuninni var lokað 1996. Þar stundaði ég almennar skurðlækningar og lungnaaðgerðir auk þess sem við Sigur- geir Kjartansson gerðum jafn mikið af æðaaðgerðum og gert var á Landspítal- anum á þeim tíma. Ég sá verulega eftir þeirri stofnun þegar henni var lokað. Þar var sjaldnast nein töf á framkvæmdum, gott skipulag og hlutirnir gengu hratt og vel fyrir sig. Þegar ákveðið hafði verið að hefja hjartaskurðlækningar á íslandi réði ég mig síðan í hálfa stöðu sem sérfræð- ingur í hjartaskurðlækningum á Land- spítalann 1986. Þá voru þar þegar fyrir starfandi Hörður Alfreðsson og Kristinn Jóhannsson sem lærði í Bandaríkjunum. Grétar Ólafsson brjóstholsskurðlæknir var yfirlæknir. Ég fór svo um vorið aftur út til Uppsala í nokkrar vikur til að hressa upp á þjálfunina áður en við byrjuðum hér heima. Vegna þess hve þessi starfsemi hafði verið umdeild og margir andvígir henni var lagt mikið upp úr því að allt gengi sem snurðulausast og öruggast fyrir sig í upphafi. Við Hörður höfðum fengið vin okkar Hans Erik Hansson, sem þá var nýorðinn yfirlæknir í Uppsölum, til að koma og vera með í fyrstu aðgerðunum þannig að það væri stuðningur erlendis frá. Ég gerði síðan fyrstu aðgerðirnar með aðstoð Harðar. Til að við fengjum frið gagnvart umhverfinu var fyrsta aðgerðin gerð á laugardegi, þann 14. júní, en það sýndi sig þegar til kom að það voru þegar mest lét 18 manns inni á skurð- stofunni, þannig að leyndin reyndist ekki mikil! Sjúklingurinn var sextugur karl- maður sem hafði sagt fyrir aðgerðina að hann treysti okkur fullkomlega því við myndum örugglega vanda okkur sérlega mikið með fyrstu aðgerðina! Aðgerðin, sem var kransæðaaðgerð, gekk í alla staði vel, hann náði góðum bata og er nýlátinn 27 árum eftir aðgerð, en banameinið var ekki hjartasjúkdómur. Fyrstu árin vorum við tveir, ég og Hörður, sem gerðum aðgerðirnar með aðstoð Kristins og Grétars, en síðan kom Kristinn einnig inn í hópinn ásamt Bjarna Torfasyni þegar 464 LÆKNAblaðiö 2013/99 hann hóf störf á deildinni 1990. Grétar var yfirlæknir þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 2000 en hann var alla tíð harður baráttumaður fyrir starfseminni. Bjarni tók svo við yfirlæknisstöðunni. Hann hefur verið duglegur að taka inn nýjungar auk þess sem hann tók upp hjartaaðgerðir á börnum og hefur séð um þann þáttinn. Á síðari árum hafa Tómas Guðbjartsson, Gunnar Mýrdal, Tómas Kristjánsson og Arnar Geirsson komið til starfa á hjartaskurðdeildinni. Frá 1993 var ég í fullri stöðu á Landspítalanum þar til í vor að ég hætti." Þórarinn segir að árangur af hjartaað- gerðunum á Landspítalanum hafi frá upphafi verið mjög góður í alþjóðlegum samanburði. „Það var alltof algengt að sjúklingar sem fóru erlendis í aðgerðir fengju sýkingar í kjölfar aðgerða en það hefur ekki verið vandamál eftir að starf- semin hófst hér heima. Aðstaðan jafnaðist kannski ekki á við það allra besta erlendis en það hefur tekist þokkalega að halda tækjabúnaði til jafns við það sem gerist annars staðar, þó oft hafi þurft að ganga hart fram til að fá endurnýjanir. Til að byrja með gerðum við nánast eingöngu kransæðaaðgerðir en fyrstu lokuaðgerðina gerði ég 1987. Síðan hefur aðgerðategund- um fjölgað jafnt og þétt. Þessar aðgerðir hafa verið mjög þakklátar og lífsbætandi og nokkrir minna sjúklinga hafa gefið verulegar fjárhæðir til stofnunarinnar í gegnum árin. Auk þess hefur Lions- klúbburinn Víðarr, þar sem ég hef verið félagi í 27 ár, gefið stofnuninni töluverð verðmæti, auk þess sem hann hefur verið þungamiðja í stórum söfnunarátökum til spítalans." Tekur mörg ár að byggja upp gott teymi Aðspurður um hvað hafi breyst mest á þeim 37 árum sem hann hefur stundað hjarta- og lungnaskurðlækningar segir Þórarinn að tækjabúnaði hafi fleygt gífur- lega fram. „Hjarta- og lungnavélar hafa batnað mikið og meðferð blóðs meðan á aðgerð stendur er orðin miklu betri en áður. Meðferð sjúklinga á gjörgæslu eftir aðgerð hefur einnig batnað til muna, önd- unarvélar eru betri, sem og lyfin og svo eru einnig tilkomin stuðningstæki sem hægt er að beita eftir aðgerðir. Þetta hefur allt haft mjög jákvæð áhrif á árangurinn. Sumar aðgerðirnar hafa lítið breyst í áranna rás en aðrar nýjar hafa komið til, svo sem viðameiri aðgerðir á ósæðarbilun, nýjar gerðir af hjartalokum, aðgerðir á sláandi hjarta án hjarta- og lungnavélar og þannig mætti lengi telja. Aðgerðartíminn hefur einnig í flestum tilvikum styst, sem er mjög til hagræðis fyrir sjúklinginn. Þegar borinn er saman árangur þá og nú verður að hafa í huga að meðalaldur sjúklinga er mun hærri í dag en áður, og nánast allir fara í aðgerð óháð aldri og því hversu langt sjúkdómurinn er genginn. Við hefðum ekki talið suma þá sjúklinga aðgerðartæka sem ekki er hikað við að taka í dag. Það þykir ekki tiltökumál í dag að gera hjartaaðgerð á sjúklingi sem kominn er yfir áttrætt. í því er fólginn verulegur árangur. En hlutfall aðgerða hefur einnig breyst, þar sem kransæðaað- gerðum hefur fækkað miðað við það sem mest var og lokuaðgerðum á öldruðu fólki hefur fjölgað. Líkt og svo margt annað á nútíma- sjúkrahúsi eru hjartaaðgerðir teymisvinna og á Landspítalanum hefur verið mjög öfl- ugur hópur, bæði á skurðstofu, gjörgæslu og legudeild, sem hefur þjálfast saman í gegnum árin. Reglulega hafa komið inn nýir einstaklingar sem hafa slípast saman við þá sem fyrir eru og þetta er algjör for- senda vel heppnaðrar hjarta- og brjósthols- skurðdeildar. Ef slíkur hópur riðlast eða leysist upp getur tekið mörg ár að lagfæra það. Þetta er mjög erfið og krefjandi vinna, langar stöður og mikil einbeiting, þar sem ekkert má bregða útaf. Meðaltími aðgerðar er 3-4 tímar en getur orðið 10-12 og jafnvel lengri. Lengi vorum við þrír og síðan fjórir sem skiptum vöktunum á milli okkar og þær eru orðnar ófáar næturnar sem maður hefur sofið á Landspítalanum." Stóð vaktir fram á siðasta dag Samningar sérfræðinga á Landspítalanum kveða á um að við 55 ára aldur megi þeir hætta að taka vaktir. Aðspurður segist Þórarinn hafa gengið vaktir allt til þess dags er hann hætti störfum í maí síðast- liðnum. „Það kom ekkert annað til greina. Það eru svo fáir menn í þessu að ef einn dettur úr vaktakerfinu lendir það bara á hinum. Á hinn bóginn er umfang þessarar starfsemi ekki meira en svo að það leyfir ekki mjög marga skurðlækna, því hver

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.