Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2013, Síða 33

Læknablaðið - 15.10.2013, Síða 33
UMFJÖLLUN O G GREINAR og einn verður að gera ákveðinn fjölda aðgerða til að halda sér í nægilega góðri þjálfun. Það sem okkur vantar og er til staðar á sambærilegum spítölum erlendis eru yngri læknar í námsstöðum skurð- lækninga sem taka þungann af vakta- byrðinni af eldri læknunum. Einingin er bara ekki nógu stór til að leyfa það, fyrir utan þennan eilífa skort á peningum sem hefur hrjáð Landspítalann svo lengi sem ég hef þekkt til hans." Þórarinn segist lítið hafa velt því fyrir sér að halda áfram störfum eftir að sjötugsaldri er náð. Hann framkvæmdi sína síðustu aðgerð daginn sem hann hætti, svo þrekið og hæfnin eru enn til staðar. „Það er ekki í boði að halda áfram eftir sjötugt og ég er ósköp ánægður með að vera líkamlega hraustur og hafa tíma fyrir fjölskylduna og áhugamálin. Hins vegar má auðvitað velta því fyrir sér hversu rökrétt það er að miða starfshæfni manna við eitthvert sérstakt aldursár, ekki síst ef skortur er á reyndu fólki í við- komandi grein. Það má segja að það sé verið að kasta reynslu á glæ, sem hæglega gæti nýst þjóðfélaginu, þó auðvitað sé skynsamlegt að minnka vinnuálagið hjá eldra fólki. Auðvitað veltir maður fyrir sér hverjir taka við þegar eldri læknar hætta og útlitið er alls ekki nógu gott hvað það varðar. Ungir vel menntaðir sérfræðingar í skurðlækningum eru ekki beinlínis bankandi á dyr Landspítalans eins og ástandið er. Eg hef verið viðriðinn Skurðlæknafélagið í allmörg ár, var ritari þess 1988-1989 og síðan formaður þess 1990-1991. Síðan sat ég í samninganefnd Skurðlæknafélagsins allt frá því að það öðlaðist sértækan samningsrétt árið 2006 og þar til síðustu samningar voru gerðir 2012. Til margra ára höfum við bent mjög eindregið á að það stefndi í óefni hvað varðaði nýliðun í greininni, sem nú er að koma á daginn, því það sækja fáir ef nokkrir læknar um auglýstar stöður í dag, þar sem venjan var áður að margir sóttu um sömu stöðuna. Það var alltaf daufheyrst við þessum ábendingum, en nú er sannleikurinn kominn í ljós og meðalaldur skurðlækna stefnir hratt upp á við. Það getur orðið erfitt að snúa þeirri þróun við. En vonandi tekst það samt," segir Þórarinn Arnórsson að lokum. Hrafn Sveinbjarnarson - höfðingi, pílagrímur og læknir Hátíðardagskrá í Þjóðminjasafni, 5. október 2013, á vegum Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri 13:00-13:10 Setning ráðstefnu Kynnir og fundarstjóri: Sigurður Guðmundsson 13:10-13:40 13:40-13:45 Höfðingi nýrra tíma. Hrafn Sveinbjarnarson í samtíð sinni Torfi H. Tulinius Umræður 13:45-14:15 Undrin í skáldskap Hrafns sögu Guðrún Nordal 14:15-14:20 Umræður 14:20-14:50 Lækningar og sáluhjálp. Viðhorf til lækninga í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar Ásdís Egilsdóttir 14:50-14:55 Umræður 14:55-15:15 Kaffi 15:15-15:45 Þvagfæraskurðlæknirinn Hrafn Sveinbjarnarson Eiríkur Jónsson 15:45-15:50 Umræður 15:50-16:00 Guðrún P. Helgadóttir og fræðivinna hennar Jón Jóhannes Jónsson 16:00-16:45 Dýrlingur á faraldsfæti. Revía í tali og tónum Óttar Guðmundsson og Diabolus In Medica Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Páll Torfi Önundarson, Jón Sigurpálsson 16:45-17:00 Ráðstefnuslit LÆKNAblaðið 2013/99 465 L

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.