Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2013, Síða 36

Læknablaðið - 15.10.2013, Síða 36
SIÐFRÆÐIDÁLKUR Sjálfsþekking og gagnrýnin hugsun Viðtal við Guðmund Þorgeirsson um siðferðismál Stefán Hjörleifsson heimilislæknir í Noregi, aðjúnkt við læknadeild Hl og lektor í Bergen Stefan.Hjorleifsson@igs.uib.no Frá því að siðfræðidálki var hleypt af stokkunum árið 2009 hafa birst í honum lýsingar á hlutskipti sjúklinga, lækna og kennara við aðstæður þar sem siðferðileg verðmæti eru í húfi, ásamt hugleiðingum ýmissa höfunda um þessi „tilfelli". Hér birtist hins vegar í fyrsta sinn viðtal í sið- fræðidálkinum. Eftir að hafa bæði verið nemandi Guðmundar Þorgeirssonar við læknadeild og átt töluverð samskipti við hann sem samkennari hans og undirmað- ur eftir að Guðmundur tók við hlutverki deildarforseta læknadeildar, þótti um- sjónarmanni siðfræðidálksins forvitnilegt að ræða við Guðmund um afstöðu hans til siðferðismála. Guðmundur er prófessor í lyflækningum við Háskóla íslands og yfirlæknir hjartalækninga við Landspítala, og þegar viðtalið var tekið á útmánuðum 2013 gegndi hann enn hlutverki deildar- forseta læknadeildar. Á kennslustofugangi í desember 1994 þótti mér þú vera rósemin sjálfí samskiptum við alvarlega veika sjúklinga og okkur ófróða læknanemana. En geturþú sagt lesendum frá einhverjum aðstæðum sem þér þykja raska ró þinni ífaglegum samskiptum? Erfiðastar eru aðstæður þar sem maður hefur ekkert raunhæft fram að færa, ekki síst í glímu við langvinn vandamál, þegar bæði sjúklingur og læknir skynja hið ósagða, að engar afgerandi lausnir eru til, ekki frekar en í gær eða daginn þar á und- an. Sennilega er mikilvægast að þekkja sjálfan sig, viðbrögð sín og takrrrarkanir frammi fyrir vandamálum af þessu tagi en einnig hugsanlega styrkleika. Slík sjálfs- þekking hjálpar manni að ná vopnum sínum, leita í smiðju þekkingar og þjálf- unar og efla vitundina um mikilvægi verkefnisins: Að standa með og styrkja sjúkling og aðstandendur á ögurstundu. Halda haus þrátt fyrir sorg sem liggur í loftinu og leggst yfir alla viðstadda. Það er alltaf erfitt að viðurkenna mis- tök, hvort sem um er að ræða eigin mistök, mistök samstarfsfólks eða stofnunarinnar sem maður vinnur fyrir. Talsverðar rann- sóknir hafa verið gerðar á afleiðingum þess að fela mistök í heilbrigðisþjónust- unni eða forðast umræður um þau, ekki síst í samfélögum þar sem málssóknir eru tíðar. Niðurstöður slíkra rannsókna eru allar á eina leið. Það beinlínis borgar sig að ræða af hreinskilni og auðmýkt um mistök og því fyrr því betra. Það er hins vegar hægara sagt en gert og allir þurfa að yfir- vinna tregðu, hik, jafnvel afneitun. Aftur eru sjálfsþekking, reynsla og ögun bestu hjálpartækin til að komast klakklaust frá slíkum vanda og í sátt við sjálfan sig. Bæði sem nemandi og samkennari þinn hefur mér sýnst þú leitast við að efla gagnrýna og sjálfstæða hugsun meðal læknanema fremur en að hæla þeim einhliða fyrir kórréttan utan- bókarlærdóm. Kannast þú við þessa lýsingu og hvernig þykir þér hún samrýmast leiðtogahlut- verki þínu, það er hlutverkinu sem deildarfor- seti og jafnframt fulltrúi hjartalækninganna, setn er vissulega sérgrein sem við hin berum mikla virðingu fyrir? Það er að mínu áliti svo óumdeilt að nálgast klisju að eitt helsta verkefni allra kennara á öllum skólastigum sé að efla gagnrýna hugsun. Á hinn bóginn er það ein af hættum stofnanavæddrar skólagöngu að slökkt sé á forvitni og gagn- rýnin hugsun sé slævð. Hið mikilvæga framlag læknisfræðinnar sem fræðigreinar er einmitt að beita vísindalegri þekk- ingu og vísindalegum aðferðum við hin aldagömlu klassísku skyldustörf sem ganga út á þjónustu, lækningu og líkn. Og grundvöllur hinnar vísindalegu aðferðar er gagnrýnin spurning og viðleitni til að hnekkja viðurkenndum skilningi á raun- veruleikanum. Haft er eftir Albert Einstein að án málfrelsis séu engin vísindi. Það er einn stórkostlegasti ávöxtur vísinda- byltingarinnar og felur í sér ómetanleg forréttindi fyrir þá lækna sem nú eru starfandi að lífvísindin, með stuðningi og hjálp annarra raunvísindagreina, hafa fært okkur í hendur þekkingu, tæki og tól til að lækna sjúkdóma, jafnvel útrýma sjúkdómum sem áður voru ólæknandi. Fá Guömundur Þorgeirsson prófessor í lyflækningum. afrek mannsandans hafa haft meiri áhrif á lífsgæði þeirra sem njóta ávaxtanna af þessari þekkingarsprengingu. Það er svo önnur saga að fjárhagslegur ávinningur af þessum sigrum læknavísindanna fyrir samfélagið allt er vanmetinn og virðist oft ofar skilningi þeirra sem mestu ráða um ráðstöfun fjármuna. í umræðu um sjálfstæða, gagnrýna hugsun er ástæða til að víkja að klínískum leiðbeiningum. Slíkar leiðbeiningar, samdar að bestu manna yfirsýn, eru hluti af nútímalæknisfræði og mikilvæg tæki í starfi lækna. Vísindalegur grundvöllur klínískra leiðbeininga er yfirleitt traustur í þeim skilningi að alltaf er reynt að byggja á bestu þekkingu hvers tíma. Þetta er mikil framför og einhugur ríkir um mikil- vægi þess að læknar tileinki sér og fylgi sem best og oftast klínískum leiðbein- ingum. Hins vegar má ekki gleyma því að leiðbeiningar eru takmörkunum háðar eins og öll þekking, þær úreldast og eru því alltaf að breytast. Því leysa þær ekki af hólmi hina gagnrýnu sjálfstæðu hugsun. Þjálfun þess eiginleika verður því áfram grundvallarviðfangsefni í menntun lækna. Hvaða atvik kom síðast upp í þínu starfi sem þér þótti kalla á siðferðilega umhugsun? Nánast á hverjum degi verður á vegi mínum hversdagslegt viðfangsefni í patt- 468 LÆKNAblaðiö 2013/99

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.