Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2013, Side 37

Læknablaðið - 15.10.2013, Side 37
Ilalldór Laxncss Þessar bækur eru allar skyldulesning læknanema til að efla ogfremja mannúð og samúð-því einsog Bjartur í Sumarhúsum orti: Hvað er auður og afl og hús, efeingin urt vex íþinni krús? stöðu. Meðvitað forðast maður að gefa viðfangsefninu þá einkunn að það sé leiðinlegt eða að það ræni tíma frá öðrum mikilvægari verkefnum, því þar er einmitt siðferðisvandinn fólginn. Sjúklingurinn kemur með þá von í brjósti, jafnvel sann- færingu, að læknirinn leggi sig allan fram til að takast á við aðsteðjandi vanda. Ef læknirinn skynjar í hjarta sínu að við vandanum sé engin raunveruleg lausn og vill helst losna af fundi sjúklings sem fyrst, er hin siðferðilega klemma aug- ljós. Og eins og venjulega býðst engin „patent" lausn eða augljóst svar við spurn- ingunni um hvernig eigi að bregðast við. Sennilega er svarið oft persónulegt, háð stund og stað, persónueiginleikum læknis og sjúklings og sambandinu sem á milli þeirra ríkir. En það er mikil stoð í hand- ritinu sem er bæði skrifað og óskrifað um samskipti læknis og sjúklings og byggir á þeirri aldagömlu kröfu að læknir skuldi sjúklingi sínum þjónustu og ef ekki lækningu, þá líkn. Sama hver vandinn er og hver á í hlut. Og þegar dýpra er skyggnst eru öll læknisfræðileg vandamál áhugaverð í einhverjum skilningi og allir sjúklingar leggja á borðið gátu eða vandamál sem er verðugt viðfangsefni og ekkert síður þótt það kosti þolinmæði og sjálfsaga. Efþúfengir tækifæri til að ráðleggja læknanemum og læknum að lesa skáldsögu eða ijóðabók til að víkka sjóndeildarhring þeirra og gera þá að betri læknum, hvaða bók myndir þú mæla með? Satt að segja á ég sjálfur svo margt ólesið að ég tel mig ekki vera í neinni að- stöðu til að benda á tiltekna bók og segja „Þessa bók verður þú að lesa öllum öðrum fremur". Samt er ég þeirrar skoðunar að lestur bókmennta og önnur listneysla, tónlist, myndlist, leiklist, kvikmyndalist og svo framvegis, sé læknum mjög mikil- væg, bæði til að hjálpa þeim að horfa út fyrir viðfangsefni hversdagsins, en ekki síður til að kynnast viðhorfum og sjónarmiðum sem geta styrkt þá í glímu við hin daglegu viðfangsefni sem oft eru tengd vandamálum sem kynslóðirnar hafa glímt við um aldir. Það er enginn vandi að benda á bækur sem hafa beina og augljósa skírskotun inn í okkar starf. Nýjar bækur Steinunnar Sigurðardóttur, Jójð og Fyrir Lísu eru orðnar að námsefni í læknadeild af því þær fjalla um vandamál sem nýlega hafa komið upp á yfirborðið sem stór- vandamál í okkar samfélagi með alvar- legar heilsufarslegar afleiðingar. Ljóðabók Ara Jóhannessonar, Öskudagar, setur viðfangsefni læknisstarfsins í listrænt samhengi og tekst að bæta innsæi skáld- skaparins inn í hið daglega starf, beinlínis inn í stofuganginn, og gefa okkur þannig nýja og dýrmæta vídd. Bók Kristínar Steinsdóttur, Ljósa, er ágeng og lærdóms- rík lýsing á aðstæðum sjúklings í ekkert mjög fjarlægri fortíð. Og klassík síðustu aldar er rík af sígildum viðfangsefnum sem varða alla lækna. Samviskusemi og fórnfýsi Fjalla-Bensa í Aðventu, svo nálgast helgisögu. Sjálfstætt fólk og Heimsljós fjalla öðrum þræði um mannlega reisn frammi fyrir vonlausum aðstæðum, augljósum ófullkomleika og fullt af vondum ákvörð- unum. Síðast en ekki síst vildi ég nefna sænska sálfræðinginn og ljóðskáldið Tomas Tranströmer sem fékk Nóbelsverð- launin í bókmenntum 2011, en að minnsta kosti þrjár af ljóðabókum hans hafa verið þýddar á íslensku. Hann sótti yrkisefni í starf sitt sem fangelsissálfræðingur en eftir að hann fékk heilablóðfall árið 1990 með hægri helftarlömun og málstoli varð ljóðmál hans og erindi við lesendur ein- stakt. Þrátt fyrir málstol hefur honum tekist að tjá hugsanir sínar og hugmyndir í ljóði. Það hefur verið sagt að hann hafi skapað tungumál án orða í ljóðum. Hann tjáði þjáningu sína í ljóðum og rauf þannig einangrun málstolsins. Eftir áfallið orti hann „Apríl í þögn". Þar segir meðal annars „Ég er umlukinn skugga mínum/ eins og fiðla/ í sínum svarta kassa". En miklu mikilvægara en einstakar bækur, jafnvel einstök meistaraverk, er alls konar lestur sem eflir okkur og styrkir á margan hátt, bætir málfar, eykur innsæi og hjálpar manni að hugsa um lífið og tilveruna á frjóan og víðsýnan hátt. Og al- menn þekking skiptir máli í læknisstarfi. Einmitt þess vegna er lagt mat á almenna þekkingu nemenda sem keppa um sæti í læknadeild á hverju vori, auk þess sem þeir eru prófaðir í undirstöðugreinum raunvísinda og öðrum greinum úr hefð- bundnu námsefni í framhaldsskóla. Bara sú staðreynd að eitt helsta hlutverk læknis er að tala við sjúklinga, undirstrikar mikilvægi almennrar þekkingar í fari hver læknis og hana öðlast menn ekki nema þeir lesi. wLÆKNAblaðið 2013/99 469

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.