Læknablaðið - 15.10.2013, Page 41
UMFJÖLLUN O G GREINAR
„Engin áreiðanleg söimun tilfyrir sambandi mettaðrarfitu ífæðu við hjartasjúkdóma," segir Hildur Tómasdóttir sem skoðaðhefur litteratúrinn um áhrif mataræðis á heilsufar.
af því hýðið og kjarnann með bestu nær-
ingarefnunum og framleiða hvítt hveiti
sem þoldi lengri geymslu og auðveldara
var að flytja um heiminn án þess að það
skemmdist. Þessir vísindamenn og læknar
höfðu séð að hvar sem þetta nýja mataræði
ruddi sér til rúms, fylgdu lífsstílssjúkdóm-
arnir í kjölfarið, svo sem hjartasjúkdómar,
botnlangabólgur, tannskemmdir og
krabbamein. Margir þóttust sjá fylgni við
aukningu á sykuráti og unnu mjöli og
rituðu greinar um það og bækur. Thomas
Latimer Cleave, læknir í Breska flotanum
gaf út bókina The Saccharine Disease og
John Yudkin herlæknir, síðar prófessor í
lífeðlisfræði í London, skrifaði Pure,White
and Deadly.
Á svipuðum tíma kom Ancel Keys fram
með sína frægu sjö landa stúdíu og kenn-
ingar um að fita væri orsök aukningar
hjarta- og æðasjúkdóma, einkum mettuð
fita. Þær kenningar urðu ofaná á þessum
tíma og höfðu afgerandi áhrif á stefnumót-
un í lýðheilsu- og næringarfræðum. Það
hefur verið bent á síðar að þessari rann-
sókn var í ýmsu ábótavant og sennilega
rangt unnin tölfræðilega þar sem hlutfall
sykurs í mataræði þeirra hópa sem rann-
sakaðir voru var ekki skoðað. Aðeins var
horft á fituinnihald fæðu og fylgni við
hjartasjúkdóma. Bandarísk heilbrigðisyfir-
völd setja síðan fram næringarmarkmið
fyrir Bandaríkin árið 1977 þar sem stefnan
er að forðast mettaða fitu."
Hildur segir svarið við þeirri spurn-
ingu hvaða áhrif þessi næringarmarkmið
hafi síðan haft vera nokkuð augljós.
„Með því að fitan var tekin úr fæðunni
og kolvetnaneyslan jókst, hefur bandaríska
þjóðin og síðar mestallur heimurinn fitnað
gífurlega og má eiginlega tala um faraldur
offitu og sykursýki ásamt afleiddum
sjúkdómum. í dag eru á milli 20 og 30%
íbúa flestra fylkja Bandaríkjanna með
offitu stig II, eða eða BMI>30 eða hærra.
Við hér á landi fylgjum í kjölfarið með 18
prósent offeitra og heil 57% yfir kjörþyngd,
BMI>25.
Með minnkandi fituinnihaldi jukust að
sama skapi kolvetnin í fæðunni því ein-
hvers staðar varð orkan að koma frá. Hefði
kannski verið í lagi ef það hefðu verið holl
kolvetni úr grænmeti og óunnum korn-
vörum eða hýðishrísgrjónum, en reynslan
hefur orðið sú að tilbúinn matur með háu
innihaldi af sykri og hveiti hefur aukist."
Minni fita og meiri sykur
„Matur án fitu er oft bragðvondur.
Sykur varð fyrir valinu til að bæta það
og þá einkum maíssýróp. Sýrópið gengur
reyndar undir ýmsum nöfnum í inni-
haldslýsingum matvæla. Sætuinnihaldi
maíssýrópsins er stýrt með því að breyta
glúkósa í frúktósa og getur hlutfallið verið
allt frá 42%, sem er svipað og í venjulegum
sykri eða eitt mólíkúl af hvorri tegundinni,
upp í 90% frúktósa á móti glúkósa og er
þá mun sætari per þyngdareiningu og er
oftast kallað „high fructose corn syrup"."
Hildur bendir á að neysla trefja sam-
hliða sykri hægi á upptöku sykurs í
meltingarveginum og trefjarnar innihaldi
mestöll vítamínin og steinefnin. „Þess
vegna er betra að borða ávöxtinn en að
drekka hreinan ávaxtasafa sem er bara
hitaeiningar, gott að borða rótargrænmeti
LÆKNAblaðið 2013/99 473