Læknablaðið - 15.10.2013, Síða 42
UMFJÖLLUN O G GREINAR
sem er fullt af trefjum þannig að það er
ekki bara að trefjarnar hafi góð áhrif á
meltinguna heldur hægir líka á sykur-
upptökunni. En við mikla sykurneyslu
og neyslu á einföldum hraðmeltum
kolvetnum, svo sem hvítu brauði, eykst
blóðsykurinn hratt, sem er svarað með
mikilli hækkun á insúlíni, anabólahorm-
óninu okkar. Það vinnur að því að koma
orkunni i fituforðann og lækkar með því
blóðsykurinn, oft hratt. Þetta gerir að
blóðsykurinn er orðinn lágur eftir 2-3 tíma
og fólk svangt aftur, sem ýtir undir þörf
á millimálum. Hátt insúlín hamlar líka
glúkagonið sem er katabólahormónið eða
fitubrennsluhormónið. Það hefur sýnt sig
að við neyslu próteina og fitu og sennilega
ef seinmeltari kolvetna er neytt, hækkar
blóðsykurinn hægar, insúlínið hækkar
ekki eins mikið og glúkagonið er hærra
í blóðinu og vinnur að eyðslu fitunnar.
Þegar blóðsykurinn er lágur getur fitan
farið sem ketónkorn og nýst til brennslu í
líkamanum. Þetta er eiginlega kenningin
á bak við lágkolvetnafæðið. Það er að segja
að þvinga líkamann til að taka fituna í
notkun þegar lítið framboð er á glúkósa.
Þarna er verið að tala um ketónkorn, sem
er eðlilegt í líkamanum, en ekki sjúklega
ástandið ketónblóðsýring.
Hildur bendir á að úrvinnsla í líkam-
anum á frúktósa er með öðrum hætti en
glúkósa, þannig að frúktósa er fremur
breytt í fitu í lifrinni á meðan vöðvar og
heili geti brennt glúkósanum beint. Hátt
frúktósainnihald í matvælum stuðlar
þannig væntanlega enn frekar að fitusöfn-
un í líkamanum. Heilinn nemur sennilega
ekki hátt frúktósamagn í líkamanum á
sama hátt og glúkósa og sendir því ekki
skilaboð um mettun þó mikið magn hafi
verið innbyrt.
Fyrir venjulega manneskju sem ekki
hefur háskólanám að baki í lífefnafræði
getur verið nánast útilokað að vita hvaða
áhrif einstakir innihaldsþættir matvöru
hafa á líkamann.
„Staðreyndin er sú að gríðarlegu magni
af sykri, sérstaklega frúktósa, er laumað í
okkur undir ýmsum heitum og með alls
kyns fyrirslætti. Hann er nánast í öllum
tilbúnum sósum, er sprautað í mikið af
kjöti og hann er í alls konar áleggi. Þetta
sést glöggt ef við lesum innihaldslýsingar
matvælanna, en þær eru svo smáar að þörf
er á stækkunargleri í verslunarferðum.
Afleiðingarnar blasa við. Á þetta bendir
meðal annarra barnalæknirinn og efna-
skiptasérfræðingurinn Robert H. Lustig
og segir hátt frúktósainnihald matvæla
eina aðalástæðu offitu meðal barna sem
fullorðinna. Nær allar svokallaðar „létt-
vörur", sérstaklega mjólkurvörur, eru með
viðbættum frúktósa, þótt búið sé að skerða
fituinnihaldið. Lustig vill líkja áhrifum
of mikils frúktósa á lifrina við krónískar
lifrarskemmdir eins og verða af alkóhóli
og telur að ofneysla gos- og sportdrykkja
sé álíka skaðleg til lengdar.
Annað vandamál sem hefur komið
í ljós samfara mikilli aukningu á við-
bættum sykri í matvælum og drykkjum
er að það er ekki bara óhollt, heldur getur
neyslan haft áhrif á heilann sem líkist fíkn
í kókaín, nikótín og önnur eiturlyf. Það
eru margar nýjar læknisfræðilegar rann-
sóknir sem hafa sýnt fram á þetta með til-
raunum bæði á dýrum og mönnum. Sykur
í meðalmagni, feitur og saltur matur í
miklum mæli geta framkallað fíknihegðun
hjá tilraunadýrum. Og heilaskönn (PET
og MRI) hjá offeitu fólki og matarfíklum
(compulsive eaters), hafa sýnt truflanir í
verðlaunamiðstöð heilans svipaðar og hjá
fíkniefnaneytendum. Matarfíkn er ekki
ennþá viðurkennd sem fíknsjúkdómur en
þó hafa ASAM (Amerísku fíknilæknasam-
tökin) gefið út yfirlýsingu um að matur
sé eitt af þeim efnum sem geta valdið
efnalegri ánetjun."
Lítil rök á bak við fæðuleiðbeiningar
Hildur víkur aftur að fitunni í fæðunni og
vísar í rannsóknir á áhrifum kólesteróls á
undanförnum árum sem hafa leitt í ljós að
mettuð fita, sem vissulega hækkar heildar-
kólesterólmagnið í blóðinu, hækkar aðal-
lega HDL eða það góða, en minna LDL-kól-
esterólið, það vonda.
„Það hefur komið í ljós að LDL-kólester-
ól skiptist síðan í tvær undirtegundir sem
ekki eru jafnslæmar. Annars vegar stórar
og léttar flögur af tegund A, sem fjölgar
við neyslu á fitu og eru ekki taldar eiga
þátt í skellumyndun í æðakerfinu. Hins
vegar litlar þungar flögur af tegund B, sem
aftur á móti eru taldar smjúga undir æða-
þelið og geta valdið skemmdum í æðakerf-
inu. Það sýnir sig að sykurinn, sérstaklega
frúktósinn, eykur tegund B. Þannig að þó
mettuð fita hækki kólesterólið þá virðist
það vera fyrst og fremst HDL og LDL
tegund A sem ekki eru taldar skaðlegar.
Flestir sem fara á lágkolvetnafæði, eða
bara minnka sykurinn verulega, hækka
í heildarkólesteróli, en bæta hlutföllin
verulega og lækka oftast þríglyseríðana.
Nú telja margir nákvæmara að horfa á
hlutföllin, til dæmis þríglyseríðar/HDL en
heildarkólesteról í sambandi við áhættu-
mat."
Upphaf lágkolvetnamegrunarkúra má
rekja allt aftur á 18. öld þegar Englend-
ingurinn Banting gaf út bók með megrun-
arleiðbeiningum að franskri fyrirmynd,
og er sænska sögnin að banta, megra sig,
komin þaðan. Síðan hafa margir komið
til sögunnar, Atkins sennilega þeirra
frægastur.
„Það hefur lengi verið vitað að slíkt
mataræði er öflug aðferð til að léttast en
læknar og almenningur hafa haft áhyggjur
af tengslum fituneyslunnar við hjarta- og
æðasjúkdóma. En nú virðist hægt að anda
léttara. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að
lágkolvetnafæði hefur jafnvel góð áhrif
á blóðfitur hjá sjúklingum með áunna
sykursýki," segir Hildur.
„Árin 2009 og 2010 komu út tvær
umfangsmiklar rannsóknir um tengsl fitu
og æðasjúkdóma. Sú fyrri var í Archive
of Internal Medicine, þar sem teknar voru
fyrir um 600 vandaðar rannsóknir bæði
framsýnar hóprannsóknir og slembaðar
samanburðarrannsóknir alveg frá 1950, en
farið var yfir um 6000 ágrip greina. Sterkar
vísbendingar komu fram um að glúkósast-
uðull hefði neikvæð áhrif á áhættuþætti
hjartasjúkdóma, en engar eða mjög veikar
vísbendingar voru fyrir neikvæðum
áhrifum allrar fitu á hjartað, fyrir utan
transfitu. Voru höfundar harðorðir yfir því
hve lítið virðist standa á bak við nútíma
fæðuleiðbeiningar. Seinni rannsóknin var
í American Journal of Clinical Nutrition,
meta analýsa á framskyggnum faralds-
fræðilegum rannsóknum með 350 þúsund
einstaklingum sem fylgt hafði verið eftir
í 5-23 ár og var niðurstaða sú að það væri
engin áreiðanleg sönnun fyrir sambandi
mettaðrar fitu í fæðu við hjarta- og æða-
sjúkdóma."
Stefnubreyting í opinberri fæðuráðgjöf
Hildur kveðst hafa fylgst dálítið með
fjörugri umræðu um mataræði og lýð-
heilsuráðgjöf stjórnvalda í Svíþjóð þar sem
hún stundaði framhaldsnám sitt.
474 LÆKNAblaðið 2013/99