Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2013, Síða 47

Læknablaðið - 15.10.2013, Síða 47
UMFJÖLLUN O G GREINAR Ingibjörg Kristjánsdóltir. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir „Læknar geta haft áhrifefþeir beita sér," segir Þorbjörn Jónsson formaöur Læknafélags íslands. stjórnendur spítalans hafa lítt eða ekki sinnt þeim tillögum til þessa. Varla þarf að tíunda hér í Læknablaðiitu hversu umfangsmiklar nútímalyflækning- ar eru og að undirsérgreinar lyflækninga eru fjölmargar. Ekki er þó víst að allur al- menningur geri sér grein fyrir umfanginu eða átti sig á því hversu margar sérgreinar læknisfræði heyra undir lyflækningar og að innan lyflækningasviðs eru margar sér- stakar deildir. Var vakin athygli á þessu á fundinum og ákveðið að birta þessu til glöggvunar upptalningu sérgreina lyflækninga í greinargerð með ályktun fundarins. Heilbrigðisráðherra ávarpaði fundinn að loknum framsöguerindum og kvaðst hafa saknað þess að heyra ekki tillögur til lausnar vandanum, heldur aðeins lýsingar á ástandi. Kom það mörgum fundarmanna í opna skjöldu sem töldu sig einmitt hafa hlýtt á hið gagnstæða í framsöguerind- unum. Verður að geta þess að í kjölfar fundarins sendu framsögumenn ráðherra greinargerð með ályktun fundarins þar sem fram koma ýmsar tillögur til úrbóta auk þess sem lausnir er nefndar voru í framsöguerindum þeirra voru tíundaðar frekar. I umræðum kom fram að fundar- mönnum þætti undarlegt að launamál lækna væru ekki rædd á fundinum en þau væru þó ein meginástæða atgervisflótta almennra lækna og sérfræðinga af spítal- anum, ásamt tregðu íslenskra sérfræðinga við störf erlendis til að flytja heim aftur. „Það gladdi mig sérstaklega að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra gat setið fundinn ásamt sínu fólki úr ráðuneytinu. Góður hópur frummælenda ræddi málið ítarlega og vonandi hafa vandamál, ekki bara lyflækningasviðsins heldur Land- spítalans alls, skýrst í huga ráðherrans. Læknar Landspítalans búa yfir mikilli þekkingu á starfseminni og þeir hafa margvísilegar lausnir á takteinum, stórar og smáar, og það er vert fyrir stjórnendur að gefa þeim góðan gaum. Það má ekki heldur gleyma því að sérfræðilæknar hér á landi hafa flestir hlotið menntun sína og starfað erlendis á góðum sjúkrahúsum, oft viðurkenndum háskólasjúkrahúsum, og þekkja því vel hvernig reka má starf- semina á skilvirkan hátt. Ef hlustað er á starfsmenn er líklegra að hægt sé að fá þá í lið með sér við breytingar sem vinna á vandamálunum, þetta er hópvinna," sagði Þorbjörn Jónsson formaður LÍ. Fundurinn skilaði verulegum árangri Óhætt er að segja að sú umfjöllun sem Læknafélag íslands beitti sér fyrir um vandamál lyflækningasviðs Landspítalans hafi skilað árangri. Nákvæmlega einni viku eftir umræðufundinn í Læknafé- laginu lagði heilbrigðisráðherra fram tillögur til lausnar á vanda lyflækninga- sviðsins og voru þær að mörgu leyti sam- hljóða tillögum þeirra lækna sem verið höfðu frummælendur á umræðufundinum í Læknafélaginu. „Þetta sýnir að læknar geta haft áhrif ef þeir beita sér. Tillögur ráðherra leysa kannski ekki allan vandann, en einhvers staðar þarf að byrja. Eg fagna því að komin er almennileg hreyfing á þetta mál," sagði Þorbjörn ennfremur. „Eins og ég sé þetta eftir þrengingar undanfarinna ára er fjárskortur ein megin- rót vandans, því má ekki gleyma. Fjárveit- ingavaldið, Alþingi fslendinga, ákvað að skera framlög til heilbrigðismála verulega niður mörg ár í röð og það hefur leitt til þess að stjórnendur heilbrigðisstofnana hafa þurft að taka óæskilegar ákvarðanir. Landspítalinn og margar aðrar heilbrigðis- stofnanir eru illa aðkrepptar eftir niður- skurð undanfarinna ára. Vonandi stuðlar fundurinn og fjölmiðlaumræðan í kjölfarið að því að stjórnvöld sjái sér fært að auka nú þegar fjárframlög til spítalans, það þarf að verða strax með nýjum fjárlögum," segir Þorbjörn Jónsson. LÆKNAblaöiö 2013/99 479 L

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.